Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. nóvember 2025 14:30 Flokkur fólksins sem situr í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur gert það að listgrein að gagnrýna fjölmiðla með slíkum afleiðingum að styrkir til tveggja og stærstu öflugustu einkareknu fjölmiðla landsins voru skertir. Einmitt þeir fjölmiðlar sem veita ríkisstjórninni hvað mest aðhald. Þessar árásir Flokks fólksins hafa hingað til einskorðast við raus þingmanna flokksins í ræðupúlti alþingis eða viðtölum, en um helgina kvað við nýjan tón þegar mennta- og barnamálaráðuneytið, hvar Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, fer með völdin, notaði vef stjórnarráðs Íslands í þeim tilgangi að sverta einkarekinn fjölmiðil. Í tveimur löngum bloggfærslum á vef stjórnarráðsins var Morgunblaðið sakað um rangfærslur og lygar og ekki nóg með það, þá voru trúnaðarupplýsingar á milli blaðamanns og ráðuneytisins birtar orðréttar. Þó svo vinnubrögð ráðuneytisins dæmi sig sjálf er það skondna að trúnaðarbresturinn styrkir málstað fjölmiðilsins. Þá gat ráðuneytið ekki bent á eina rangfærslu í grein Morgunblaðsins heldur var bara ekki sú rannsókn notuð í umfjölluninni sem hentaði ráðherra og ráðuneytinu. Til að bíta höfuðið svo af skömminni keypti mennta- og barnamálaráðuneytið svo auglýsingar á Facebook til að tryggja sem mesta útbreiðslu þessa áróðurs gegn fjölmiðli sem var að reyna að vinna vinnuna sína. Það er að sjálfsögðu ekki í lagi að skattgreiðendur borgi fyrir umkvartanir einstakra ráðherra í garð fjölmiðla. Það er í raun algjörlega ótækt. Logi Einarsson, ráðherra fjölmiðla, hefur áður þurft að fordæma orð þingmanna Flokks fólksins í garð fjölmiðla og verður því í meira lagi áhugavert að sjá hver viðbrögð hans verða við þessu nýjasta útspili Flokks fólksins og ráðuneyti hans. Í fyrsta lagi hvernig vef stjórnarráðsins er beitt í þessum pólitíska tilgangi og í annan stað að ráðuneyti kosti svona færslur með skattfé, sér í lagi vegna þess að hann leggur nú áherslu á að ráðuneytin auglýsi ekki erlendis og hefur bannað slíkt í sínu ráðuneyti. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins sem situr í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur gert það að listgrein að gagnrýna fjölmiðla með slíkum afleiðingum að styrkir til tveggja og stærstu öflugustu einkareknu fjölmiðla landsins voru skertir. Einmitt þeir fjölmiðlar sem veita ríkisstjórninni hvað mest aðhald. Þessar árásir Flokks fólksins hafa hingað til einskorðast við raus þingmanna flokksins í ræðupúlti alþingis eða viðtölum, en um helgina kvað við nýjan tón þegar mennta- og barnamálaráðuneytið, hvar Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, fer með völdin, notaði vef stjórnarráðs Íslands í þeim tilgangi að sverta einkarekinn fjölmiðil. Í tveimur löngum bloggfærslum á vef stjórnarráðsins var Morgunblaðið sakað um rangfærslur og lygar og ekki nóg með það, þá voru trúnaðarupplýsingar á milli blaðamanns og ráðuneytisins birtar orðréttar. Þó svo vinnubrögð ráðuneytisins dæmi sig sjálf er það skondna að trúnaðarbresturinn styrkir málstað fjölmiðilsins. Þá gat ráðuneytið ekki bent á eina rangfærslu í grein Morgunblaðsins heldur var bara ekki sú rannsókn notuð í umfjölluninni sem hentaði ráðherra og ráðuneytinu. Til að bíta höfuðið svo af skömminni keypti mennta- og barnamálaráðuneytið svo auglýsingar á Facebook til að tryggja sem mesta útbreiðslu þessa áróðurs gegn fjölmiðli sem var að reyna að vinna vinnuna sína. Það er að sjálfsögðu ekki í lagi að skattgreiðendur borgi fyrir umkvartanir einstakra ráðherra í garð fjölmiðla. Það er í raun algjörlega ótækt. Logi Einarsson, ráðherra fjölmiðla, hefur áður þurft að fordæma orð þingmanna Flokks fólksins í garð fjölmiðla og verður því í meira lagi áhugavert að sjá hver viðbrögð hans verða við þessu nýjasta útspili Flokks fólksins og ráðuneyti hans. Í fyrsta lagi hvernig vef stjórnarráðsins er beitt í þessum pólitíska tilgangi og í annan stað að ráðuneyti kosti svona færslur með skattfé, sér í lagi vegna þess að hann leggur nú áherslu á að ráðuneytin auglýsi ekki erlendis og hefur bannað slíkt í sínu ráðuneyti. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi blaðamaður.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun