Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. nóvember 2025 07:17 Það kom því miður lítið á óvart á Alþingi í gær þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, gerði lítið annað en að tala um hvað stjórnarandstaðan væri ómöguleg – enn eina ferðina. Að þessu sinni var þetta þó sérstaklega áhugavert því umræðan snerist um hana sjálfa og hvernig henni misfórst að koma í veg fyrir tolla á íslenskan iðnað. Þrátt fyrir að hafa fengið hrós frá formanni og þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins í ræðupúlti Alþingis fyrir hagsmunagæslu sína gegn Evrópusambandinu er varðar tolla á íslenskt járnblendi nýtir Þorgerður Katrín hvert tækifæri til að koma höggstað á Sjálfstæðisflokkinn sem kom ekkert að þessu máli - enda í stjórnarandstöðu. Þorgerður er reynslubolti og gerir vel í að drepa málum á dreif í hvert sinn sem spjótin standa að henni, en það hlýtur að vera nýtt met að tala um áhorfendur í málinu sem gerendur þegar að hún sjálf skýtur fram hjá markinu og tekst ekki að verja íslenska hagsmuni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur bent á augljósar staðreyndir málsins eins og að þessir tollar hafa verið á leiðinni í ellefu mánuði. Svo það sem hefur nú verið staðfest að nýjasti Íslandsvinurinn, Ursula von der Leyen, barðist með kjafti og klóm gegn íslensku atvinnulífi og braut EES-samninginn - þrátt fyrir fagurt gal í hátíðarheimsókn sinni hingað til lands síðasta sumar. „Ekki benda á mig,“ hermir Þorgerður Katrín upp eftir varðstjóranum fræga og tekur enga ábyrgð. Hún gerði sitt, gerði sitt, gerði sitt besta – en það bara dugði ekki og nú er það öðrum að kenna þrátt fyrir hrós fyrir sitt framlag og ákall Sjálfstæðisflokksins um samstöðu í málinu. Orkumálaráðherrann Jóhann Páll Jóhannsson stökk svo Þorgerði til varnar á Facebook í gær og kallaði stjórnarandstöðuna landráðamenn. Allt til þess að slá ryki í augu almennings um hagsmunagæslu sem einfaldlega gekk ekki að þessu sinni. Það óska allir Þorgerði og utanríkisþjónustunni velfarnaðar í áframhaldandi hagsmunagæslu því við þurfum á henni að halda sem þjóð - en svona málflutningur er lítilmannlegur og óþarfur. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það kom því miður lítið á óvart á Alþingi í gær þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, gerði lítið annað en að tala um hvað stjórnarandstaðan væri ómöguleg – enn eina ferðina. Að þessu sinni var þetta þó sérstaklega áhugavert því umræðan snerist um hana sjálfa og hvernig henni misfórst að koma í veg fyrir tolla á íslenskan iðnað. Þrátt fyrir að hafa fengið hrós frá formanni og þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins í ræðupúlti Alþingis fyrir hagsmunagæslu sína gegn Evrópusambandinu er varðar tolla á íslenskt járnblendi nýtir Þorgerður Katrín hvert tækifæri til að koma höggstað á Sjálfstæðisflokkinn sem kom ekkert að þessu máli - enda í stjórnarandstöðu. Þorgerður er reynslubolti og gerir vel í að drepa málum á dreif í hvert sinn sem spjótin standa að henni, en það hlýtur að vera nýtt met að tala um áhorfendur í málinu sem gerendur þegar að hún sjálf skýtur fram hjá markinu og tekst ekki að verja íslenska hagsmuni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur bent á augljósar staðreyndir málsins eins og að þessir tollar hafa verið á leiðinni í ellefu mánuði. Svo það sem hefur nú verið staðfest að nýjasti Íslandsvinurinn, Ursula von der Leyen, barðist með kjafti og klóm gegn íslensku atvinnulífi og braut EES-samninginn - þrátt fyrir fagurt gal í hátíðarheimsókn sinni hingað til lands síðasta sumar. „Ekki benda á mig,“ hermir Þorgerður Katrín upp eftir varðstjóranum fræga og tekur enga ábyrgð. Hún gerði sitt, gerði sitt, gerði sitt besta – en það bara dugði ekki og nú er það öðrum að kenna þrátt fyrir hrós fyrir sitt framlag og ákall Sjálfstæðisflokksins um samstöðu í málinu. Orkumálaráðherrann Jóhann Páll Jóhannsson stökk svo Þorgerði til varnar á Facebook í gær og kallaði stjórnarandstöðuna landráðamenn. Allt til þess að slá ryki í augu almennings um hagsmunagæslu sem einfaldlega gekk ekki að þessu sinni. Það óska allir Þorgerði og utanríkisþjónustunni velfarnaðar í áframhaldandi hagsmunagæslu því við þurfum á henni að halda sem þjóð - en svona málflutningur er lítilmannlegur og óþarfur. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og varaþingmaður.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun