Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar 26. nóvember 2025 11:00 Reglulega fáum við fréttir sem unnar eru úr tölum frá Þjóðskrá um að svo og svo margir Íslendingar séu skráðir utan trúar- og lífskoðunarfélaga. Að sama skapi þykir það fréttnæmt að fólk skrái síg úr þjóðkirkjunni. Það er hins vegar fréttnæmt að mati undirritaðs að um 80% þjóðarinnar séu í dag skráð innan trúfélaga. Það er einnig áhugavert að þeir sem játa kaþólska trú og flytja til landsins skrá sig áfram í kaþólska söfnuðinn hér og kjósa að iðka trú sína í íslenska söfnuðinum. Jafnframt fjölgar enn í öðrum kristnum söfnuðum utan þjóðkirkjunnar. Vandi þjóðkirkjunnar snýr ekki að kristnum trúarboðskap hennar, það sannar góð kirkjusókn við stórar stundir í lífi okkar. Frekar er um samskiptavanda að ræða og klaufaskap. Allt slíkt má laga. Kristin trú hefur fylgt íslensku samfélagi frá landnámi Íslands. Áður en kristin trú var formlega samþykkt á Alþingi árið 1000 voru hér kristnir menn sem komu með og á undan fyrstu landnemunum. Trúin hefur því lagt grunninn að gildismati okkar sem byggir á náungakærleika gangvart öllum mönnum. Trúarbrögðin hafa því miður verið túlkuð af misvitrum mönnum um aldanna rás og oftar en ekki valdið usla og átökum. Þau hafa einnig verið misnotuð í pólitískum tilgangi sem er vítavert. Trú sem byggir á trausti er aftur á móti annar teningur en trúarbrögðin. Við megum ekki láta trúarbrögðin og misgóða túlkun á þeim trufla okkar trú. Hrein og fölskvalaus trú á hina góðu sköpun Guðs sem birtist okkur í kristnum trúarboðskap á að vera okkar leiðarljós. Ég hvet alla kristna einstaklinga að standa vörð um þær stofnanir kristninnar sem þeir treysta, og þó þeir kjósi að yfirgefa einn kristinn söfnuð að færa sig þá í annan. Það er ekki síður mikilvægt að ráðamenn þjóðarinnar sýni í verki að samfélag okkar byggir á kristinni trúarhefð. Þannig viðhöldum við þeirri hefð sem okkur hefur verið treyst fyrir um stundarsakir. Minnumst þessa mikla trúararfs nú í aðdraganda jólanna. Höfundur er guðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Reglulega fáum við fréttir sem unnar eru úr tölum frá Þjóðskrá um að svo og svo margir Íslendingar séu skráðir utan trúar- og lífskoðunarfélaga. Að sama skapi þykir það fréttnæmt að fólk skrái síg úr þjóðkirkjunni. Það er hins vegar fréttnæmt að mati undirritaðs að um 80% þjóðarinnar séu í dag skráð innan trúfélaga. Það er einnig áhugavert að þeir sem játa kaþólska trú og flytja til landsins skrá sig áfram í kaþólska söfnuðinn hér og kjósa að iðka trú sína í íslenska söfnuðinum. Jafnframt fjölgar enn í öðrum kristnum söfnuðum utan þjóðkirkjunnar. Vandi þjóðkirkjunnar snýr ekki að kristnum trúarboðskap hennar, það sannar góð kirkjusókn við stórar stundir í lífi okkar. Frekar er um samskiptavanda að ræða og klaufaskap. Allt slíkt má laga. Kristin trú hefur fylgt íslensku samfélagi frá landnámi Íslands. Áður en kristin trú var formlega samþykkt á Alþingi árið 1000 voru hér kristnir menn sem komu með og á undan fyrstu landnemunum. Trúin hefur því lagt grunninn að gildismati okkar sem byggir á náungakærleika gangvart öllum mönnum. Trúarbrögðin hafa því miður verið túlkuð af misvitrum mönnum um aldanna rás og oftar en ekki valdið usla og átökum. Þau hafa einnig verið misnotuð í pólitískum tilgangi sem er vítavert. Trú sem byggir á trausti er aftur á móti annar teningur en trúarbrögðin. Við megum ekki láta trúarbrögðin og misgóða túlkun á þeim trufla okkar trú. Hrein og fölskvalaus trú á hina góðu sköpun Guðs sem birtist okkur í kristnum trúarboðskap á að vera okkar leiðarljós. Ég hvet alla kristna einstaklinga að standa vörð um þær stofnanir kristninnar sem þeir treysta, og þó þeir kjósi að yfirgefa einn kristinn söfnuð að færa sig þá í annan. Það er ekki síður mikilvægt að ráðamenn þjóðarinnar sýni í verki að samfélag okkar byggir á kristinni trúarhefð. Þannig viðhöldum við þeirri hefð sem okkur hefur verið treyst fyrir um stundarsakir. Minnumst þessa mikla trúararfs nú í aðdraganda jólanna. Höfundur er guðfræðingur.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun