Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar 26. nóvember 2025 12:00 Eftir að farsóttin skók heiminn í upphafi þessa áratugar höfum við öll meira og minna litið inn á við. Horft í eigin barm, bæði sem einstaklingar og þjóð. Allt á að snúast um okkur sjálf, sér í lagi heilsuna. Allir miðlar, ekki síst samfélagsmiðlar, eru uppfullir af frásögnum um mikilvægi þess að rækta líkamann. Mataræðið hefur fengið tvíræða merkingu. Hrein, óunnin fæða í öll mál er markmiðið, kolvetnalaus að sjálfsögðu og ósykruð, nema hvað? Sumir ganga svo langt að fasta, svelta líkamann í einhverja daga. Og þetta er ekki gert í nafni megrunarkúra eins og tíðkaðist áður fyrr, heldur eingöngu í þágu heilsunnar. Það dynja líka á okkur tillögur að hvers kyns líkamsrækt: æfingar við borðstofustól, teygjur í sófanum, að ekki sé minnst á nauðsyn þess að kunna að anda rétt í köldum potti. Heilsuáróðurinn líkist dálítið nýjum trúarbrögðum, fullum af helgisiðum. Ef við náum ekki að halda okkur á beinu brautinni heyrum við játningar hins synduga: „Mér varð á að missa mig og fá mér köku,“ og samstundis stíga fram hempulausir prestar og setja ofan í við þá sem glapist hafa til að borða fransbrauð eða svíkjast um í ræktinni. Hvarvetna óma ný ráð frá sjálfskipuðum postulum í fræðum sem kennd eru við ketó og grænkera, „karnivor“ og allt þetta sem nú er í tísku. Margir áhrifavaldar á samfélagsmiðlum tala eins og þeir hafi doktorsgráðu í mannslíkamanum og skilji betur en vísindamenn eða læknar hvernig unnt sé að ná skjótum árangri. Snjalltæknin er alltumlykjandi í þessu fári. Úrið eða síminn segir okkur hvort við sofum nóg, hvort við séum taugaspennt og það er minnsta mál að kalla fram tölur um blóðþrýsting, efri og neðri mörk, hjartslátt og súrefnismettun. Á vef Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands er að finna reiknivél þar sem hægt er að setja inn tölur um kyn, hæð, þyngd og aldur og fá útreikninga á líkamsþyngdarstuðli, efri og neðri mörkum kjörþyngdar, ásamt daglegri hitaeiningaþörf og upplýsingum um hversu mörgum hitaeiningum maður eyðir við að skokka. Lífsstíll heilsunnar tekur líka í pyngjuna. Mörg heimili hafa fjárfest í dýrum líkamsræktartækjum, heitum og köldum pottum, sánuklefum, bæði þurrgufu og innrauðum, svo ekki sé minnst á fæðubótarefni, vítamíni, próteindrykki og lífrænt ræktaðar vörur. Að ógleymdum aðgangskortum að musterum átrúnaðarins: líkamsræktarstöðvunum. Svo það sé sagt: auðvitað er heilsan það dýrmætasta sem við eigum. Þegar hún er farin er flest farið sem gefur lífinu gildi. Við eigum að sjálfsögðu að temja okkur heilbrigðan lífsstíl, en þarf hann að fela í sér meinlætalifnað og öfgar? Það blasa við nokkrar þversagnir: þótt áróðurinn um heilsu hafi sjaldan verið meiri hafa líkast til aldrei fleiri verið jafn úrvinda eftir langan vinnudag, með langvinna streitu, svefnvana og ofan í kaupið með áhyggjur og samviskubit yfir því að hafa ekki staðið við markmið dagsins eða vikunnar um líkamsæfingar og heilsubót. Það er betur heima setið en af stað farið ef það sem á að gera okkur heilbrigð eykur á kvíða og þá óþægilegu tilfinningu að aldrei sé nóg að gert. Hver og einn verður að finna sinn takt í heilbrigðum lífsstíl og hann þarf að byggja á eigin ákvörðun um raunverulega vellíðan. Líkamleg heilsa er eitt, andleg heilsa annað. Best er að styrkja hvoru tveggja. Hlátur og notalegt spjall yfir kaffibolla og berlínarbollu, getur alveg jafnast á við fimmtán mínútur á hlaupabrettinu. Það þarf ekki að hafa samviskubit yfir því að lifa lífinu. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eftir að farsóttin skók heiminn í upphafi þessa áratugar höfum við öll meira og minna litið inn á við. Horft í eigin barm, bæði sem einstaklingar og þjóð. Allt á að snúast um okkur sjálf, sér í lagi heilsuna. Allir miðlar, ekki síst samfélagsmiðlar, eru uppfullir af frásögnum um mikilvægi þess að rækta líkamann. Mataræðið hefur fengið tvíræða merkingu. Hrein, óunnin fæða í öll mál er markmiðið, kolvetnalaus að sjálfsögðu og ósykruð, nema hvað? Sumir ganga svo langt að fasta, svelta líkamann í einhverja daga. Og þetta er ekki gert í nafni megrunarkúra eins og tíðkaðist áður fyrr, heldur eingöngu í þágu heilsunnar. Það dynja líka á okkur tillögur að hvers kyns líkamsrækt: æfingar við borðstofustól, teygjur í sófanum, að ekki sé minnst á nauðsyn þess að kunna að anda rétt í köldum potti. Heilsuáróðurinn líkist dálítið nýjum trúarbrögðum, fullum af helgisiðum. Ef við náum ekki að halda okkur á beinu brautinni heyrum við játningar hins synduga: „Mér varð á að missa mig og fá mér köku,“ og samstundis stíga fram hempulausir prestar og setja ofan í við þá sem glapist hafa til að borða fransbrauð eða svíkjast um í ræktinni. Hvarvetna óma ný ráð frá sjálfskipuðum postulum í fræðum sem kennd eru við ketó og grænkera, „karnivor“ og allt þetta sem nú er í tísku. Margir áhrifavaldar á samfélagsmiðlum tala eins og þeir hafi doktorsgráðu í mannslíkamanum og skilji betur en vísindamenn eða læknar hvernig unnt sé að ná skjótum árangri. Snjalltæknin er alltumlykjandi í þessu fári. Úrið eða síminn segir okkur hvort við sofum nóg, hvort við séum taugaspennt og það er minnsta mál að kalla fram tölur um blóðþrýsting, efri og neðri mörk, hjartslátt og súrefnismettun. Á vef Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands er að finna reiknivél þar sem hægt er að setja inn tölur um kyn, hæð, þyngd og aldur og fá útreikninga á líkamsþyngdarstuðli, efri og neðri mörkum kjörþyngdar, ásamt daglegri hitaeiningaþörf og upplýsingum um hversu mörgum hitaeiningum maður eyðir við að skokka. Lífsstíll heilsunnar tekur líka í pyngjuna. Mörg heimili hafa fjárfest í dýrum líkamsræktartækjum, heitum og köldum pottum, sánuklefum, bæði þurrgufu og innrauðum, svo ekki sé minnst á fæðubótarefni, vítamíni, próteindrykki og lífrænt ræktaðar vörur. Að ógleymdum aðgangskortum að musterum átrúnaðarins: líkamsræktarstöðvunum. Svo það sé sagt: auðvitað er heilsan það dýrmætasta sem við eigum. Þegar hún er farin er flest farið sem gefur lífinu gildi. Við eigum að sjálfsögðu að temja okkur heilbrigðan lífsstíl, en þarf hann að fela í sér meinlætalifnað og öfgar? Það blasa við nokkrar þversagnir: þótt áróðurinn um heilsu hafi sjaldan verið meiri hafa líkast til aldrei fleiri verið jafn úrvinda eftir langan vinnudag, með langvinna streitu, svefnvana og ofan í kaupið með áhyggjur og samviskubit yfir því að hafa ekki staðið við markmið dagsins eða vikunnar um líkamsæfingar og heilsubót. Það er betur heima setið en af stað farið ef það sem á að gera okkur heilbrigð eykur á kvíða og þá óþægilegu tilfinningu að aldrei sé nóg að gert. Hver og einn verður að finna sinn takt í heilbrigðum lífsstíl og hann þarf að byggja á eigin ákvörðun um raunverulega vellíðan. Líkamleg heilsa er eitt, andleg heilsa annað. Best er að styrkja hvoru tveggja. Hlátur og notalegt spjall yfir kaffibolla og berlínarbollu, getur alveg jafnast á við fimmtán mínútur á hlaupabrettinu. Það þarf ekki að hafa samviskubit yfir því að lifa lífinu. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun