„Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lestrarklefinn 28. nóvember 2025 14:18 Nýjasta bók Andra Snæs Magnasonar er til umfjöllunar í Lestrarklefanum. Rebekka Sif tekur bók Andra Snæs Magnasonar fyrir á menningarvefnum Lestrarklefinn. Hún hefur þetta að segja um bókina. Fyrir þessi jól teflir Andri Snær Magnason lítilli og nettri bók sem er þó eins og hönnunarverk. Jötunsteinn mætti kalla nóvellu eða jafnvel bara smásögu, svarthvítar myndir prýða margar blaðsíðurnar sem kallast á við vinnu akrítektsins Árna sem er söguhetja bókarinnar. Myndvinnsla var í höndum Mána Snæs Þorlákssonar. Jötunsteinn flýgur í átt að bílrúðu í upphafi sögu og við bíðum alla bókina eftir að steinninn hitti mark sitt, bílrúðu Range Rover Vogue bíls. Á meðan við erum föst í tímaleysi fáum við að heyra alla sólarsöguna. Hví er þessi steinn á leiðinni inn um rúðuna á bíl verktaka? Hver kastar honum? Rebekka Sif fjallar um bækur á menningarvefnum Lestrarklefinn Grár klumpur Jötunsteinn fjallar um arkítektinn Árna sem er í upphafi bjartsýnn á framtíðina, hefur allskyns væntingar, hefur hannað fallegt fjölbýlishús sem á að byggja í samstarfi við frændur hans, Birgir eldri og Birgir yngri. Úr verður að alltaf þarf að einfalda teikninguna, gera verkið ódýrara þar til varla nein hönnun stendur eftir. Gluggar frá Kína, bárujárn og steypa. Grár klumpur sem Árna hryllir við er lokaniðurstaðan. – Er þá starfið mitt tilgangslaust? Ég er á skjön. Ég er búinn að mennta mig til að vera á skjön við allt. ímyndaðu þér ef þú værir prófarkarlesari og allur texti væri morandi í stafsetningarvillum en enginn tæki eftir því nema þú. Nýju hverfin eru eintómar stafsetningarvillur. Mér finnst eins og allt sé orðið ljótt. (bls. 74) Heimur að hruni kominn Verkið er augljós ádeila á ástandið á fasteignamarkaði og hvernig gróðrarstefnan stýrir byggingamarkaðnum. Ódýrari húsum er hent upp, 100% lán tekin til að kaupa þau og svo er allt annars og þriðja flokks í íbúðunum. Stigagangar verða að vera úti, að hafa sameign er alltof kostnaðarsamt, hurðir á fataskápa eiga auðvitað að vera val kaupandans. Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér. Fleiri ritdóma er að finna á Lestrarklefinn.is Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Jól Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Sjá meira
Fyrir þessi jól teflir Andri Snær Magnason lítilli og nettri bók sem er þó eins og hönnunarverk. Jötunsteinn mætti kalla nóvellu eða jafnvel bara smásögu, svarthvítar myndir prýða margar blaðsíðurnar sem kallast á við vinnu akrítektsins Árna sem er söguhetja bókarinnar. Myndvinnsla var í höndum Mána Snæs Þorlákssonar. Jötunsteinn flýgur í átt að bílrúðu í upphafi sögu og við bíðum alla bókina eftir að steinninn hitti mark sitt, bílrúðu Range Rover Vogue bíls. Á meðan við erum föst í tímaleysi fáum við að heyra alla sólarsöguna. Hví er þessi steinn á leiðinni inn um rúðuna á bíl verktaka? Hver kastar honum? Rebekka Sif fjallar um bækur á menningarvefnum Lestrarklefinn Grár klumpur Jötunsteinn fjallar um arkítektinn Árna sem er í upphafi bjartsýnn á framtíðina, hefur allskyns væntingar, hefur hannað fallegt fjölbýlishús sem á að byggja í samstarfi við frændur hans, Birgir eldri og Birgir yngri. Úr verður að alltaf þarf að einfalda teikninguna, gera verkið ódýrara þar til varla nein hönnun stendur eftir. Gluggar frá Kína, bárujárn og steypa. Grár klumpur sem Árna hryllir við er lokaniðurstaðan. – Er þá starfið mitt tilgangslaust? Ég er á skjön. Ég er búinn að mennta mig til að vera á skjön við allt. ímyndaðu þér ef þú værir prófarkarlesari og allur texti væri morandi í stafsetningarvillum en enginn tæki eftir því nema þú. Nýju hverfin eru eintómar stafsetningarvillur. Mér finnst eins og allt sé orðið ljótt. (bls. 74) Heimur að hruni kominn Verkið er augljós ádeila á ástandið á fasteignamarkaði og hvernig gróðrarstefnan stýrir byggingamarkaðnum. Ódýrari húsum er hent upp, 100% lán tekin til að kaupa þau og svo er allt annars og þriðja flokks í íbúðunum. Stigagangar verða að vera úti, að hafa sameign er alltof kostnaðarsamt, hurðir á fataskápa eiga auðvitað að vera val kaupandans. Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér. Fleiri ritdóma er að finna á Lestrarklefinn.is
Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Jól Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Sjá meira