Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2025 22:09 Kylian Mbappe fagnar einu af fjórum mörkum sínum með liðsfélaga sínum Vinicius Junior en Vinicius átti tvær stoðsendingar á Mbappe í kvöld. Getty/Alex Pantling Real Madrid slapp með þrjú stig frá Grikklandi í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld og geta bara þakkað einum manni fyrir það. Tottenham skoraði þrjú mörk í París en tapaði samt á móti Evrópumeisturunum. Atletico Madrid vann dramatískan sigur á Inter. Kylian Mbappé skoraði öll fjögur mörk Real Madrid í 4-3 útisigri á Olympiacos. Chiquinho skoraði fyrsta markið fyrir Olympiacos á 8. mínútu en Mbappé svaraði með þrennu á sjö mínútum, skoraði á 22., 24. og 29. mínútu. Mehdi Taremi minnkaði muninn í 3-2 á 52. mínútu en Mbappé gerði sitt fjórða mark á 60. mínútu. Vinicius Junior lagði upp tvö marka hans. Það liðu sex mínútur og 44 sekúndur frá fyrsta markinu til þess þriðja hjá Mbappé sem gerir þetta að annarri hröðustu þrennunni. Metið fyrir hröðustu þrennu í sögu Meistaradeildarinnar á Mohamed Salah. Hann notaði sex mínútur og tólf sekúndur í það í leik gegn Rangers árið 2022. Ayoub El Kaabi skoraði þriðja mark Olympiacos á 81. mínútu en Real Madrid landaði sínum fjórða sigri í fimm leikjum í Meistaradeildinni í vetur. Real Madrid situr núna í fimmta sætinu. Vitinha skoraði þrennu fyrir Paris Saint Germain í 5-3 sigri á Tottenham í París. Richarlison skoraði fyrsta mark leiksins á 35. mínútu og Randal Kolo Muani kom Tottenham aftur yfir á 50. mínútu. Vitinha jafnaði í 1-1 á 45. mínútu og svo í 2-2 á 53. mínútu. Fabián Ruiz og Willian Pacho komu PSG í 4-2 áður en Kolo Muani minnkaði muninn með sínu öðru marki í leiknum. Vitinha átti hins vegar lokaorðið þegar hann skoraði fimmta markið úr vítaspyrnu á 76. mínútu. PSG hefur unnið fjóra af fimm leikjum og er í öðru sætinu. José Giménez skoraði sigurmark Atletico Madrid í uppbótatíma í 2-1 sigri á Internazionale. Giménez skallaði inn sendingu Antoine Griezmann. Julián Álvarez kom Atletico í 1-0 snemma leiks en Piotr Zielinski jafnaði metin. Atalanta vann 3-0 útisigur á Frankfurt og Sporting vann 3-0 heimasigur á Club Brugge. Atalanta er í tíunda sætinu en Sporting í áttunda sæti. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Kylian Mbappé skoraði öll fjögur mörk Real Madrid í 4-3 útisigri á Olympiacos. Chiquinho skoraði fyrsta markið fyrir Olympiacos á 8. mínútu en Mbappé svaraði með þrennu á sjö mínútum, skoraði á 22., 24. og 29. mínútu. Mehdi Taremi minnkaði muninn í 3-2 á 52. mínútu en Mbappé gerði sitt fjórða mark á 60. mínútu. Vinicius Junior lagði upp tvö marka hans. Það liðu sex mínútur og 44 sekúndur frá fyrsta markinu til þess þriðja hjá Mbappé sem gerir þetta að annarri hröðustu þrennunni. Metið fyrir hröðustu þrennu í sögu Meistaradeildarinnar á Mohamed Salah. Hann notaði sex mínútur og tólf sekúndur í það í leik gegn Rangers árið 2022. Ayoub El Kaabi skoraði þriðja mark Olympiacos á 81. mínútu en Real Madrid landaði sínum fjórða sigri í fimm leikjum í Meistaradeildinni í vetur. Real Madrid situr núna í fimmta sætinu. Vitinha skoraði þrennu fyrir Paris Saint Germain í 5-3 sigri á Tottenham í París. Richarlison skoraði fyrsta mark leiksins á 35. mínútu og Randal Kolo Muani kom Tottenham aftur yfir á 50. mínútu. Vitinha jafnaði í 1-1 á 45. mínútu og svo í 2-2 á 53. mínútu. Fabián Ruiz og Willian Pacho komu PSG í 4-2 áður en Kolo Muani minnkaði muninn með sínu öðru marki í leiknum. Vitinha átti hins vegar lokaorðið þegar hann skoraði fimmta markið úr vítaspyrnu á 76. mínútu. PSG hefur unnið fjóra af fimm leikjum og er í öðru sætinu. José Giménez skoraði sigurmark Atletico Madrid í uppbótatíma í 2-1 sigri á Internazionale. Giménez skallaði inn sendingu Antoine Griezmann. Julián Álvarez kom Atletico í 1-0 snemma leiks en Piotr Zielinski jafnaði metin. Atalanta vann 3-0 útisigur á Frankfurt og Sporting vann 3-0 heimasigur á Club Brugge. Atalanta er í tíunda sætinu en Sporting í áttunda sæti.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira