Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Monstri 28. nóvember 2025 08:31 Litla skrímslaverksmiðja Ölmu Bjarkar Ástþórsdóttur hefur vaxið upp í stöndugt fyrirtæki. Lítið saumaverkefni úr ullarafgöngum er í dag orðið eitt skemmtilegasta handverksfyrirtæki landsins. Skrímslaverksmiðja Ölmu Bjarkar Ástþórsdóttur hefur vaxið jafnt og þétt frá því fyrstu skrímslin litu dagsins ljós árið 2011 og er nú orðið sannkallað ævintýraland þar sem sköpun, endurvinnsla og fjölskyldustemning mætast. Frá ullarafgöngum í ferðamannavöru Skrímslin hafa slegið í gegn „Ég byrjaði að sauma lítil skrímsli úr ullarafgöngum og selja í verslunum árið 2011. Þau slógu í gegn hjá ferðamönnum sem eru hrifnir af íslenskri ull og íslensku handverki,“ segir Alma Björk. Verkefnið vatt smám saman upp á sig og nokkrum árum síðar, eða 2017 gaf Alma ásamt Eyrúnu Ósk Jónsdóttur og Gróu Sif Jóelsdóttur út barnabókina Skrímslin í Hraunlandi, sem jafnframt var þýdd á ensku. Við útgáfuhóf bókarinnar í Hafnarborg kviknaði ný hugmynd sem átti eftir að stækka verkefnið enn frekar. ÞEgar er komin út ein bók um skrímslin og önnur væntanleg Skrímslasmiðjan fæðist „Ég ákvað að setja upp skrímslasmiðju á útgáfuhófinu en krakkarnir mínir höfðu verið að hjálpa mér að raða saman skrímslum og fannst það gaman. Ég sá þarna tækifæri á að leyfa börnum að skapa sitt eigið skrímsli. Skrímslasmiðjan sló í gegn, það var fullt hús og frábær stemning,“ rifjar Alma upp. Það er bara eitthvað við það að fá að búa til sitt eigið skrímsli. Maður verður svo stoltur af sköpunarverkinu, sama á hvaða aldri maður er! Ánægður skrímslasmiður Eftir þetta bauð hún uppá pop-up smiðjur víða um land; á Menningarnótt, Pride-hátíðinni og á handverkssýningunni í Hrafnagili. „Við settum meira að segja upp smiðjur hjá stórum fyrirtækjum, til dæmis á jólaskemmtunum því smiðjurnar urðu líka vinsælar sem hópefli fyrir starfsfólk.“ Smiðja í garðinum heima á Álftanesi Þegar heimsfaraldurinn skall á hægðist á starfseminni en kaflaskil urðu árið 2023. Alma opnaði litla smiðju í garðinum heima hjá sér á Álftanesi. Smiðjan heima á Álftanesi „Mig hafði alltaf dreymt um að hafa aðstöðu fyrir litla hópa. Þegar við fluttum á Álftanes með útsýni yfir sjóinn gafst loks tækifæri til þess,“ segir hún. Litla smiðjan heima á Álftanesi hefur verið vinsæl bæði hjá Íslendingum sem og ferðamönnum sem finnst gaman að búa til sinn eigin minjagrip. Þetta er einstök upplifun og gjafabréf í Skrímslasmiðjuna hafa t.d. verið vinsæl jólagjöf. Sama ár fóru skrímslin í sölu í duty-free á Keflavíkurflugvelli og þá varð algjör sprenging. Fyrirtækið margfaldaðist á stuttum tíma og árið 2024 hafði starfsemin sprengt utan af sér húsnæðið í garðinum á Álftanesinu og Alma keypti húsnæði í Iðnbúð 2 í Garðabæ. Á Hrekkjavökunni setti fjölskyldan upp draugahús. „Ég er enn að taka á móti litlum hópum heima á Álftanesi, en í Iðnbúð hef ég tök á að taka stærri hópa. Húsnæðið er tvískipt þannig að í öðrum hluta er vinnustofa og hinum stór smiðja. Nú getum við tekið á móti allt að 50 manna hópum og brugðist þannig við aukinni eftirspurn hjá starfsmannahópum og stórum ferðahópum. Við fluttum inn á þessu ári og til þess að fagna þeim áfanga settum við upp risa draugahús á Hrekkjavökunni og vorum að sjálfsögðu með Hrekkjavökusmiðju. Nú er svo komið upp jólaland og jólasmiðja sem verður opin á ákveðnum tímum alla aðventuna“ segir Alma. Í dag eru skrímslin seld í tuttugu og tveimur verslunum og hefur Alma einnig bætt húfusmiðju við starfsemina þar sem gestir geta sett saman sína eigin húfu. Þá velurðu fjóra ullarparta í húfuna þína og við saumum hana saman á staðnum. Svo velurðu það sem þú vilt setja ofan á hana, hvort sem það er dúskur, ullarband eða gærubútur. Afklippur og afgangar sem áður var hent eru nýttir í búka, horn, hendur og lappir á skrímslin Allt ullarefni kemur frá íslenskum framleiðendum á borð við Varma, Kötlu prjónastofu og Kidka en áherslan er á endurnýtingu. „Ég fæ afklippur og afganga sem áður var hent. Við nýtum það í búka, horn, hendur og lappir á skrímslin, þannig að bútar af öllum stærðum eru í raun að nýtast okkur. Þó oft sé meiri vinna að sauma úr afgöngum, þá er það okkur mikilvægt því þetta er kjarni Skrímslanna, þau urðu fyrst til úr afgöngum í þeim tilgangi að minnka sóun“ segir Alma og í næstu bók um Skrímslin í Hraunlandi sem er væntanleg, verða umhverfismál umfjöllunarefnið. Fjölskylduævintýri með áherslu á upplifun „Fjölskyldan er nánast öll komin inn í skrímslaævintýrið að einhverju leiti. Það eru mörg handtök og mikið handverk á bak við hvert skrímsli þar sem þarf að sníða og sauma alla útlimi, klippa þá út og snúa við. Sníða búka, sauma hár, raða saman, setja augu á, sauma munna, fylla og loka skrímslinu. Í dag erum við að selja um 12-14.000 skrímsli á ári þannig að það má segja að öll fjölskyldan sé nánast komin inn í skrímslaævintýrið og gott betur. Bæði foreldrar mínir, tengdamóðir, börnin mín og systir. Maðurinn minn starfar annarsstaðar, en kemur þó heilmikið að skrímslaævintýrinu í sínum frítíma, bæði á uppákomunum okkar og þegar þarf að standsetja húsnæði, sinna viðhaldi og slíkt. Nánst öll fjölskyldan er komin inn í skrímslaævintýrið að einhverju leiti. Draugahúsið sem við opnuðum sló rækilega í gegn, en sonur minn og tengdadóttir, sem eru bæði listamenn, tóku það á næsta stig þar sem vel var hugað að hverju smáatriði,“ segir Alma. Og vonandi mun jólasmiðjan vekja álíka lukku, en þetta er okkar markmið, að skapa skemmtilega og notalega upplifun fyrir fólk. Að búa til umhverfi þar sem fólk á öllum aldri getur komið og skapað skemmtilegar minningar saman. Hún segir spennandi tíma framundan hjá skrímslunum, en til stendur að opna skrímslasmiðju og kaffihús á ævintýralegum stað og auka þar enn á upplifunina. „Við ætlum að flytja Skrímslasmiðjuna upp á Garðaholt, þar sem tengdaforeldrar mínir búa. Þar stendur gamall braggi og hesthús sem við ætlum að breyta í smiðju með kaffihúsi. En þetta er þó enn á frumstigi, svo þetta er svo sem ekkert að gerast á morgun. Og hvernig bókar maður Húfu- eða Skrímslasmiðju? Þú bókar á vefsíðunni okkar www.hufa.is og www.skrimslasmidjan.is. Fyrir stærri hópa er best að senda okkur tölvupóst á skrimsli@skrimsli.eu. Svo þegar við erum með opnar smiðjur í Iðnbúðinni þá eru þær auglýstar sérstaklega, en við munum t.d. hafa jólasmiðjuna opna alla laugardaga og sunnudaga í aðventunni á milli klukkan 13-15 og þá þarf ekkert að bóka tíma, bara mæta og hafa gaman Krakkar Jól Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Sjá meira
Frá ullarafgöngum í ferðamannavöru Skrímslin hafa slegið í gegn „Ég byrjaði að sauma lítil skrímsli úr ullarafgöngum og selja í verslunum árið 2011. Þau slógu í gegn hjá ferðamönnum sem eru hrifnir af íslenskri ull og íslensku handverki,“ segir Alma Björk. Verkefnið vatt smám saman upp á sig og nokkrum árum síðar, eða 2017 gaf Alma ásamt Eyrúnu Ósk Jónsdóttur og Gróu Sif Jóelsdóttur út barnabókina Skrímslin í Hraunlandi, sem jafnframt var þýdd á ensku. Við útgáfuhóf bókarinnar í Hafnarborg kviknaði ný hugmynd sem átti eftir að stækka verkefnið enn frekar. ÞEgar er komin út ein bók um skrímslin og önnur væntanleg Skrímslasmiðjan fæðist „Ég ákvað að setja upp skrímslasmiðju á útgáfuhófinu en krakkarnir mínir höfðu verið að hjálpa mér að raða saman skrímslum og fannst það gaman. Ég sá þarna tækifæri á að leyfa börnum að skapa sitt eigið skrímsli. Skrímslasmiðjan sló í gegn, það var fullt hús og frábær stemning,“ rifjar Alma upp. Það er bara eitthvað við það að fá að búa til sitt eigið skrímsli. Maður verður svo stoltur af sköpunarverkinu, sama á hvaða aldri maður er! Ánægður skrímslasmiður Eftir þetta bauð hún uppá pop-up smiðjur víða um land; á Menningarnótt, Pride-hátíðinni og á handverkssýningunni í Hrafnagili. „Við settum meira að segja upp smiðjur hjá stórum fyrirtækjum, til dæmis á jólaskemmtunum því smiðjurnar urðu líka vinsælar sem hópefli fyrir starfsfólk.“ Smiðja í garðinum heima á Álftanesi Þegar heimsfaraldurinn skall á hægðist á starfseminni en kaflaskil urðu árið 2023. Alma opnaði litla smiðju í garðinum heima hjá sér á Álftanesi. Smiðjan heima á Álftanesi „Mig hafði alltaf dreymt um að hafa aðstöðu fyrir litla hópa. Þegar við fluttum á Álftanes með útsýni yfir sjóinn gafst loks tækifæri til þess,“ segir hún. Litla smiðjan heima á Álftanesi hefur verið vinsæl bæði hjá Íslendingum sem og ferðamönnum sem finnst gaman að búa til sinn eigin minjagrip. Þetta er einstök upplifun og gjafabréf í Skrímslasmiðjuna hafa t.d. verið vinsæl jólagjöf. Sama ár fóru skrímslin í sölu í duty-free á Keflavíkurflugvelli og þá varð algjör sprenging. Fyrirtækið margfaldaðist á stuttum tíma og árið 2024 hafði starfsemin sprengt utan af sér húsnæðið í garðinum á Álftanesinu og Alma keypti húsnæði í Iðnbúð 2 í Garðabæ. Á Hrekkjavökunni setti fjölskyldan upp draugahús. „Ég er enn að taka á móti litlum hópum heima á Álftanesi, en í Iðnbúð hef ég tök á að taka stærri hópa. Húsnæðið er tvískipt þannig að í öðrum hluta er vinnustofa og hinum stór smiðja. Nú getum við tekið á móti allt að 50 manna hópum og brugðist þannig við aukinni eftirspurn hjá starfsmannahópum og stórum ferðahópum. Við fluttum inn á þessu ári og til þess að fagna þeim áfanga settum við upp risa draugahús á Hrekkjavökunni og vorum að sjálfsögðu með Hrekkjavökusmiðju. Nú er svo komið upp jólaland og jólasmiðja sem verður opin á ákveðnum tímum alla aðventuna“ segir Alma. Í dag eru skrímslin seld í tuttugu og tveimur verslunum og hefur Alma einnig bætt húfusmiðju við starfsemina þar sem gestir geta sett saman sína eigin húfu. Þá velurðu fjóra ullarparta í húfuna þína og við saumum hana saman á staðnum. Svo velurðu það sem þú vilt setja ofan á hana, hvort sem það er dúskur, ullarband eða gærubútur. Afklippur og afgangar sem áður var hent eru nýttir í búka, horn, hendur og lappir á skrímslin Allt ullarefni kemur frá íslenskum framleiðendum á borð við Varma, Kötlu prjónastofu og Kidka en áherslan er á endurnýtingu. „Ég fæ afklippur og afganga sem áður var hent. Við nýtum það í búka, horn, hendur og lappir á skrímslin, þannig að bútar af öllum stærðum eru í raun að nýtast okkur. Þó oft sé meiri vinna að sauma úr afgöngum, þá er það okkur mikilvægt því þetta er kjarni Skrímslanna, þau urðu fyrst til úr afgöngum í þeim tilgangi að minnka sóun“ segir Alma og í næstu bók um Skrímslin í Hraunlandi sem er væntanleg, verða umhverfismál umfjöllunarefnið. Fjölskylduævintýri með áherslu á upplifun „Fjölskyldan er nánast öll komin inn í skrímslaævintýrið að einhverju leiti. Það eru mörg handtök og mikið handverk á bak við hvert skrímsli þar sem þarf að sníða og sauma alla útlimi, klippa þá út og snúa við. Sníða búka, sauma hár, raða saman, setja augu á, sauma munna, fylla og loka skrímslinu. Í dag erum við að selja um 12-14.000 skrímsli á ári þannig að það má segja að öll fjölskyldan sé nánast komin inn í skrímslaævintýrið og gott betur. Bæði foreldrar mínir, tengdamóðir, börnin mín og systir. Maðurinn minn starfar annarsstaðar, en kemur þó heilmikið að skrímslaævintýrinu í sínum frítíma, bæði á uppákomunum okkar og þegar þarf að standsetja húsnæði, sinna viðhaldi og slíkt. Nánst öll fjölskyldan er komin inn í skrímslaævintýrið að einhverju leiti. Draugahúsið sem við opnuðum sló rækilega í gegn, en sonur minn og tengdadóttir, sem eru bæði listamenn, tóku það á næsta stig þar sem vel var hugað að hverju smáatriði,“ segir Alma. Og vonandi mun jólasmiðjan vekja álíka lukku, en þetta er okkar markmið, að skapa skemmtilega og notalega upplifun fyrir fólk. Að búa til umhverfi þar sem fólk á öllum aldri getur komið og skapað skemmtilegar minningar saman. Hún segir spennandi tíma framundan hjá skrímslunum, en til stendur að opna skrímslasmiðju og kaffihús á ævintýralegum stað og auka þar enn á upplifunina. „Við ætlum að flytja Skrímslasmiðjuna upp á Garðaholt, þar sem tengdaforeldrar mínir búa. Þar stendur gamall braggi og hesthús sem við ætlum að breyta í smiðju með kaffihúsi. En þetta er þó enn á frumstigi, svo þetta er svo sem ekkert að gerast á morgun. Og hvernig bókar maður Húfu- eða Skrímslasmiðju? Þú bókar á vefsíðunni okkar www.hufa.is og www.skrimslasmidjan.is. Fyrir stærri hópa er best að senda okkur tölvupóst á skrimsli@skrimsli.eu. Svo þegar við erum með opnar smiðjur í Iðnbúðinni þá eru þær auglýstar sérstaklega, en við munum t.d. hafa jólasmiðjuna opna alla laugardaga og sunnudaga í aðventunni á milli klukkan 13-15 og þá þarf ekkert að bóka tíma, bara mæta og hafa gaman
Krakkar Jól Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Sjá meira