Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2025 17:31 Leikmenn FCK fagna sigri á Kairat Almaty en markvörður Dominik Kotarski er ekki beint upplitsdjarfur. Getty/Kristian Tuxen Ladegaard Berg Viktor Bjarki Daðason skoraði í fyrsta sigri FC Kaupmannahafnar í Meistaradeildinni á þessu tímabili í gærkvöldu en þetta var ekki gott kvöld fyrir alla leikmenn danska liðsins. Eftir sigurinn á FC Kairat Almaty fékk Dominik Kotarski, markvörður F.C. Kaupmannahafnar, alvarleg, hatursfull skilaboð og athugasemdir á samfélagsmiðlum. Kotarski gerði stór mistök sem kom mótherjunum aftur inn í leikinn. FCK var komið í 3-0 en fékk á sig tvö mörk á lokamínútum leiksins. Forráðamenn FCK sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Beinu skilaboðin innihalda meðal annars líflátshótanir sem beint er að Dominik Kotarski sjálfum, fjölskyldu hans, óléttri eiginkonu hans og ófæddu barni þeirra. Algjörlega og fullkomlega óásættanlegt Í yfirlýsingunni kemur fram að málið hafi verið sent til lögreglunnar. „Þetta er algjörlega og fullkomlega óásættanlegt og F.C. Kaupmannahöfn stendur því nú þétt við bakið á Dominik Kotarski og fjölskyldu hans, á meðan félagið fer yfir allt efnið og afhendir það lögreglunni. Dominik Kotarski er maður sem við virðum og okkur þykir vænt um – bæði sem leikmaður og sem persóna. Félagið stendur 100% með honum og við veitum Dominik og fjölskyldu hans allan nauðsynlegan stuðning, þar með talið lögfræðiaðstoð,“ sagði í yfirlýsingunni. Enginn ætti að þurfa að óttast um öryggi sitt „F.C. Kaupmannahöfn fordæmir harðlega hvers kyns illgjarna hegðun og við getum á engan hátt sætt okkur við að einn af leikmönnum okkar verði fyrir slíkum munnlegum árásum. Enginn ætti að þurfa að óttast um öryggi sitt vegna vinnu sinnar og þess vegna erum við nú í nánu samstarfi við viðeigandi yfirvöld,“ sagði þar enn fremur. Getur sameinað okkur „Fótboltinn hefur ótrúlegan hæfileika til að sameina okkur öll og þar er pláss fyrir ástríðu og tilfinningar, skoðanir og gagnrýni. En þessu fylgir sérstök ábyrgð. Okkur er öllum skylt að gæta að tóninum innan fótboltans. Hvort sem um er að ræða ummæli úr stúkunni, á samfélagsmiðlum eða á götunni, þá er farið yfir strikið þegar kemur að hatursfullum skilaboðum, hótunum og óviðeigandi athugasemdum. Það er óásættanlegt að tjá sig á kostnað virðingar fyrir einstaklingnum. Við skorum því á alla í kringum fótboltann að vera meðvitaðir um þessa ábyrgð. Persónulegar árásir mega aldrei verða viðtekin venja – hvorki í tali né í riti,“ sagði í yfirlýsingunni. FCK segist standa með Dominik Kotarski núna sem og í framtíðinni. View this post on Instagram A post shared by F.C. København (@fc_kobenhavn) Danski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Eftir sigurinn á FC Kairat Almaty fékk Dominik Kotarski, markvörður F.C. Kaupmannahafnar, alvarleg, hatursfull skilaboð og athugasemdir á samfélagsmiðlum. Kotarski gerði stór mistök sem kom mótherjunum aftur inn í leikinn. FCK var komið í 3-0 en fékk á sig tvö mörk á lokamínútum leiksins. Forráðamenn FCK sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Beinu skilaboðin innihalda meðal annars líflátshótanir sem beint er að Dominik Kotarski sjálfum, fjölskyldu hans, óléttri eiginkonu hans og ófæddu barni þeirra. Algjörlega og fullkomlega óásættanlegt Í yfirlýsingunni kemur fram að málið hafi verið sent til lögreglunnar. „Þetta er algjörlega og fullkomlega óásættanlegt og F.C. Kaupmannahöfn stendur því nú þétt við bakið á Dominik Kotarski og fjölskyldu hans, á meðan félagið fer yfir allt efnið og afhendir það lögreglunni. Dominik Kotarski er maður sem við virðum og okkur þykir vænt um – bæði sem leikmaður og sem persóna. Félagið stendur 100% með honum og við veitum Dominik og fjölskyldu hans allan nauðsynlegan stuðning, þar með talið lögfræðiaðstoð,“ sagði í yfirlýsingunni. Enginn ætti að þurfa að óttast um öryggi sitt „F.C. Kaupmannahöfn fordæmir harðlega hvers kyns illgjarna hegðun og við getum á engan hátt sætt okkur við að einn af leikmönnum okkar verði fyrir slíkum munnlegum árásum. Enginn ætti að þurfa að óttast um öryggi sitt vegna vinnu sinnar og þess vegna erum við nú í nánu samstarfi við viðeigandi yfirvöld,“ sagði þar enn fremur. Getur sameinað okkur „Fótboltinn hefur ótrúlegan hæfileika til að sameina okkur öll og þar er pláss fyrir ástríðu og tilfinningar, skoðanir og gagnrýni. En þessu fylgir sérstök ábyrgð. Okkur er öllum skylt að gæta að tóninum innan fótboltans. Hvort sem um er að ræða ummæli úr stúkunni, á samfélagsmiðlum eða á götunni, þá er farið yfir strikið þegar kemur að hatursfullum skilaboðum, hótunum og óviðeigandi athugasemdum. Það er óásættanlegt að tjá sig á kostnað virðingar fyrir einstaklingnum. Við skorum því á alla í kringum fótboltann að vera meðvitaðir um þessa ábyrgð. Persónulegar árásir mega aldrei verða viðtekin venja – hvorki í tali né í riti,“ sagði í yfirlýsingunni. FCK segist standa með Dominik Kotarski núna sem og í framtíðinni. View this post on Instagram A post shared by F.C. København (@fc_kobenhavn)
Danski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira