Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar 28. nóvember 2025 11:48 Ríkisstjórnin hefur lagt fram og boðað nokkur mál sem miða að því að stórbæta útlendingakerfið. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er með fimm frumvörp á þingmálaskrá sem tengjast útlendingamálum. Þá eru fleiri ráðherrar með mál sem einnig tengjast málaflokknum. Þar má nefna frumvarp Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra um hertar reglur á leigubílamarkaði og Frumvarp Loga Más Einarssonar menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra um álagningu skólagjalda á háskólanemendur sem hingað koma utan EES-svæðisins. Það er talsvert verk að vinna eftir verkleysi og óstjórn Sjálfstæðisflokksins í útlendingamálum á liðnum árum. Það er öfugsnúið að þeir sem hafa hve hæst um stöðuna í málaflokknum, þvældust fyrir því með málþófi í vor og sumar að frumvarp um afturköllun verndar þeirra sem brjóta stórlega eða ítrekað af sér næði fram að ganga. Það er mikilvæg ákvörðun að koma upp brottfararstöð sem einfaldar utanumhald og framkvæmd brottvísun þeirra sem neita að yfirgefa landið eftir að hafa verið synjað um vernd og dvalarleyfi. Það liggur fyrir að breyta eigi þáttum í löggjöfinni sem snúa almennt að dvalar- og atvinnuleyfum, fjölskyldusameiningum og 18 mánaða sér íslensku reglan verður afnumin og svo mætti lengi telja. Sér íslenska 18 mánaða reglan felur í sér að umsækjendur fá sjálfkrafa útgefið dvalarleyfi ef afgreiðsla mála þeirra tefst um meira en eitt og hálft ár. Hún hefur falið í sér hvata til umsækjenda til að tefja mál með öllum ráðum til að virkja framangreint ákvæði. Þetta hefur kostað ríkissjóð fúlgur fjár. Farsælasta leiðin til úrbóta í flestum málum er að ræða hreinskilnislega um þær áskoranir sem við er að etja. Það er einmitt gert í skýrslunni „Ísland í örum vexti“ sem er afrakstur starfshóps sem dómsmálaráðherra skipaði um útgáfu dvalarleyfa. Þar er meðal annars bent á tuttugu og fimm sér íslenskar reglur í útlendingamálum sem nú stendur til að breyta. Skýrslan hefur verið uppspretta frétta af útlendingamálum frá því hún kom út og er þegar byrjuð að nýtast við að koma skikk á málaflokkinn. Nú hefur til dæmis verið ákveðið að framvegis verði erfðaefni þeirra sem óska eftir að koma til landsins á grundvelli fjölskyldusameiningar rannsakað áður en viðkomandi fær leyfi til að koma til landsins. Landamæraeftirlitið er sem betur fer að eflast og nú berast reglulega fréttir af frávísun brotamanna við landamærin. Stofnanir málaflokksins eins og Útlendingastofnun, lögregla og fleiri fá skýran pólitískan stuðning um að framfylgja lögum, í stað átaka sem ríktu um þau mál í tíð fyrri ríkisstjórnar. Það er jákvætt að hingað komi heiðarlegt fólk sem ætlar að leggja gott af mörkum til samfélagsins og ber virðingu fyrir vestrænum gildum. Glæpamenn sem leggjast á bótakerfið eru hins vegar ekki velkomnir. Við í Flokki fólksins erum ánægð með framvinduna í útlendingamálum. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur lagt fram og boðað nokkur mál sem miða að því að stórbæta útlendingakerfið. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er með fimm frumvörp á þingmálaskrá sem tengjast útlendingamálum. Þá eru fleiri ráðherrar með mál sem einnig tengjast málaflokknum. Þar má nefna frumvarp Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra um hertar reglur á leigubílamarkaði og Frumvarp Loga Más Einarssonar menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra um álagningu skólagjalda á háskólanemendur sem hingað koma utan EES-svæðisins. Það er talsvert verk að vinna eftir verkleysi og óstjórn Sjálfstæðisflokksins í útlendingamálum á liðnum árum. Það er öfugsnúið að þeir sem hafa hve hæst um stöðuna í málaflokknum, þvældust fyrir því með málþófi í vor og sumar að frumvarp um afturköllun verndar þeirra sem brjóta stórlega eða ítrekað af sér næði fram að ganga. Það er mikilvæg ákvörðun að koma upp brottfararstöð sem einfaldar utanumhald og framkvæmd brottvísun þeirra sem neita að yfirgefa landið eftir að hafa verið synjað um vernd og dvalarleyfi. Það liggur fyrir að breyta eigi þáttum í löggjöfinni sem snúa almennt að dvalar- og atvinnuleyfum, fjölskyldusameiningum og 18 mánaða sér íslensku reglan verður afnumin og svo mætti lengi telja. Sér íslenska 18 mánaða reglan felur í sér að umsækjendur fá sjálfkrafa útgefið dvalarleyfi ef afgreiðsla mála þeirra tefst um meira en eitt og hálft ár. Hún hefur falið í sér hvata til umsækjenda til að tefja mál með öllum ráðum til að virkja framangreint ákvæði. Þetta hefur kostað ríkissjóð fúlgur fjár. Farsælasta leiðin til úrbóta í flestum málum er að ræða hreinskilnislega um þær áskoranir sem við er að etja. Það er einmitt gert í skýrslunni „Ísland í örum vexti“ sem er afrakstur starfshóps sem dómsmálaráðherra skipaði um útgáfu dvalarleyfa. Þar er meðal annars bent á tuttugu og fimm sér íslenskar reglur í útlendingamálum sem nú stendur til að breyta. Skýrslan hefur verið uppspretta frétta af útlendingamálum frá því hún kom út og er þegar byrjuð að nýtast við að koma skikk á málaflokkinn. Nú hefur til dæmis verið ákveðið að framvegis verði erfðaefni þeirra sem óska eftir að koma til landsins á grundvelli fjölskyldusameiningar rannsakað áður en viðkomandi fær leyfi til að koma til landsins. Landamæraeftirlitið er sem betur fer að eflast og nú berast reglulega fréttir af frávísun brotamanna við landamærin. Stofnanir málaflokksins eins og Útlendingastofnun, lögregla og fleiri fá skýran pólitískan stuðning um að framfylgja lögum, í stað átaka sem ríktu um þau mál í tíð fyrri ríkisstjórnar. Það er jákvætt að hingað komi heiðarlegt fólk sem ætlar að leggja gott af mörkum til samfélagsins og ber virðingu fyrir vestrænum gildum. Glæpamenn sem leggjast á bótakerfið eru hins vegar ekki velkomnir. Við í Flokki fólksins erum ánægð með framvinduna í útlendingamálum. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun