Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2025 13:07 Mennirnir tveir voru búnir að gefast upp og sýna að þeir voru ekki vopnaðir eða með sprengjur þegar þeir voru skotnir. AP/Palestine TV Dómsmálaráðuneyti Ísrael rannsakar nú ísraelska landamæraverði sem skutu tvo grunaða vígamenn til bana á Vesturbakkanum í gær. Það var gert eftir að mennirnir gáfust upp fyrir landamæravörðum. Myndband af aftökunni í Jenin fór í dreifingu í gær. Mennirnir tveir, sem sagðir eru hafa verið meðlimir Íslamska jíhads, voru eftirlýstir í Ísrael og gerðu landamæraverðir og hermenn áhlaup í Jenín sem ætlað var að koma höndum yfir þá. Myndaband sem hefur verið í dreifingu sýnir mennina ganga út úr byggingu með hendur á lofti. Einn hermaður virðist sparka í annan mannanna og skríða þeir síðan aftur inn í húsið sem þeir komu út úr og þar skaut ísraelskur landamæravörður báða mennina til bana. Hér að neðan má sjá frétt um málið frá Al Jazeera en myndefnið getur vakið óhug. Embættismenn hjá Sameinuðu þjóðunum hafa fordæmt aftöku mannanna. Times of Israel hefur eftir forsvarsmönnum hersins og lögreglunnar að málið sé til rannsóknar. Landamæraverðirnir sem voru þarna eru sagðir hafa haldið því fram að mennirnir tveir hafi neitað að fylgja skipunum þeirra. Haft er eftir hermönnunum í ísraelskum miðlum að óljóst hafi verið hvort mennirnir hafi verið vopnaðir eða í sprengjuvestum, þó myndbönd gefi til kynna að þeir hafi sýnt að svo væri ekki. Mennirnir eru sagðir hafa neitað að framfylgja skipunum og segja hermennirnir að þeir hafi farið sjálfir aftur inn í húsið en myndbandið gefur til kynna að hermennirnir hafi skipað mönnunum aftur inn í húsið. Þegar mennirnir fóru aftur inn í húsið hafi þeir verið skotnir. Rannsaka einnig spark í eldri mann Ísraelski herinn hefur einnig atvik til rannsóknar þar sem hermaður sparkaði eldri palestínskan mann í jörðina á Vesturbakkanum fyrr í vikunni. Myndband af þeirri árás sýndi manninn ganga fyrir framan ísraelska hermenn þegar einn hermannanna hljóp á eftir gamla manninum og sparkaði harkalega í hann. Við það Þá féll maðurinn í jörðina. Í svari við fyrirspurn Times of Israel segja talsmenn hersins að hegðun umrædds hermanns sé ekki í takti við viðmið og starfsreglur og að málið verði rannsakað. Herinn hafði lýst yfir útgöngubanni í bænum Tubas, vegna yfirstandandi aðgerða hersins þar, og segja talsmennirnir að maðurinn hefði því ekki átt að vera úti á götu. Þá hafi hann ekki svarað skipunum hermanna um að stoppa, því hafi hann verið handtekinn. Manninum var sleppt eftir yfirheyrslu. جنود الاحتلال يعتدون على رجل مُسن، وينكلون به في مدينة طوباس. pic.twitter.com/zIWZYgAyai— شبكة قدس الإخبارية (@qudsn) November 26, 2025 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Mennirnir tveir, sem sagðir eru hafa verið meðlimir Íslamska jíhads, voru eftirlýstir í Ísrael og gerðu landamæraverðir og hermenn áhlaup í Jenín sem ætlað var að koma höndum yfir þá. Myndaband sem hefur verið í dreifingu sýnir mennina ganga út úr byggingu með hendur á lofti. Einn hermaður virðist sparka í annan mannanna og skríða þeir síðan aftur inn í húsið sem þeir komu út úr og þar skaut ísraelskur landamæravörður báða mennina til bana. Hér að neðan má sjá frétt um málið frá Al Jazeera en myndefnið getur vakið óhug. Embættismenn hjá Sameinuðu þjóðunum hafa fordæmt aftöku mannanna. Times of Israel hefur eftir forsvarsmönnum hersins og lögreglunnar að málið sé til rannsóknar. Landamæraverðirnir sem voru þarna eru sagðir hafa haldið því fram að mennirnir tveir hafi neitað að fylgja skipunum þeirra. Haft er eftir hermönnunum í ísraelskum miðlum að óljóst hafi verið hvort mennirnir hafi verið vopnaðir eða í sprengjuvestum, þó myndbönd gefi til kynna að þeir hafi sýnt að svo væri ekki. Mennirnir eru sagðir hafa neitað að framfylgja skipunum og segja hermennirnir að þeir hafi farið sjálfir aftur inn í húsið en myndbandið gefur til kynna að hermennirnir hafi skipað mönnunum aftur inn í húsið. Þegar mennirnir fóru aftur inn í húsið hafi þeir verið skotnir. Rannsaka einnig spark í eldri mann Ísraelski herinn hefur einnig atvik til rannsóknar þar sem hermaður sparkaði eldri palestínskan mann í jörðina á Vesturbakkanum fyrr í vikunni. Myndband af þeirri árás sýndi manninn ganga fyrir framan ísraelska hermenn þegar einn hermannanna hljóp á eftir gamla manninum og sparkaði harkalega í hann. Við það Þá féll maðurinn í jörðina. Í svari við fyrirspurn Times of Israel segja talsmenn hersins að hegðun umrædds hermanns sé ekki í takti við viðmið og starfsreglur og að málið verði rannsakað. Herinn hafði lýst yfir útgöngubanni í bænum Tubas, vegna yfirstandandi aðgerða hersins þar, og segja talsmennirnir að maðurinn hefði því ekki átt að vera úti á götu. Þá hafi hann ekki svarað skipunum hermanna um að stoppa, því hafi hann verið handtekinn. Manninum var sleppt eftir yfirheyrslu. جنود الاحتلال يعتدون على رجل مُسن، وينكلون به في مدينة طوباس. pic.twitter.com/zIWZYgAyai— شبكة قدس الإخبارية (@qudsn) November 26, 2025
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira