Undirbýr Liverpool líf án Salah? Valur Páll Eiríksson skrifar 1. desember 2025 13:45 Mohamed Salah hafði átt fast sæti í byrjunarliði Liverpool í öllum deildarleikjum undir stjórn Arne Slot, þar til í gær. Getty/Stu Forster Mohamed Salah sat allan leikinn á varamannabekk Liverpool þegar liðið vann langþráðan 2-0 útisigur á West Ham United um helgina. Ákvörðun þjálfarans Arne Slot gæti gefið til kynna að hlutverk Egyptans fari minnkandi. Farið er að hitna undir stjórasæti Slot í Liverpool en Púllarar höfðu tapað níu af tólf leikjum í aðdraganda leiks helgarinnar. Þar á meðal voru 3-0 tap fyrir Nottingham Forest á heimavelli síðustu helgi og 4-1 tap á sama velli fyrir PSV í Meistaradeildinni í miðri viku. Mohamed Salah hefur verið besti leikmaður Liverpool síðan hann gekk í raðir félagsins fyrir tæpum áratug og var lykillinn að Englandsmeistaratitli liðsins í vor. Frammistaða hans hefur hins vegar verið ámælisverð það sem af er vetri. Liverpool vann loks leik á ný og hélt hreinu í fyrsta skipti um hríð þegar Salah sat allan tímann á bekknum um helgina. Það var í fyrsta sinn frá því í apríl 2024 sem hann situr heilan leik á varamannabekknum í ensku úrvalsdeildinni, þá hafði Jurgen Klopp hann á bekknum, einnig í leik við West Ham í Lundúnum. Slot tók stóra ákvörðun með því að láta Salah sitja á bekknum en var verðlaunaður fyrir með 2-0 sigri, einn af aðeins tveimur sigrum Liverpool í síðustu átta deildarleikjum. Salah var einnig á bekknum í 5-1 útisigri á Frankfurt í Meistaradeild Evrópu fyrr í haust og veltir margur því upp hvort liðið sé hreinlega betra án Egyptans. Ljóst er að Púllarar verða án hans um nokkurra vikna skeið þegar hann heldur á Afríkumótið í Marokkó með egypska landsliðinu síðar í þessum mánuði. Góðu tíðindin fyrir Liverpool eru þau að Svíanum Alexander Isak tókst loks að brjóta ísinn í ensku úrvalsdeildinni í sigri sunnudagsins. „Salah getur ekki kvartað yfir þessu því að hann hefur ekki verið að spila vel, og þegar svo er, þá verður maður að sætta sig við ákvörðunina,“ segir Alan Shearer, knattspyrnufræðingur hjá breska ríkisútvarpinu, BBC. „Þetta virkaði fyrir Liverpool, og það hefur virkað fyrir Isak, því hann var munurinn á liðunum,“ bætir Shearer við. Búast má við því að Salah snúi aftur í Liverpool-liðið þegar það mætir Sunderland á miðvikudagskvöldið kemur. Heil umferð fer fram í ensku úrvalsdeildinni frá þriðjudegi fram á fimmtudag. Allir leikir vikunnar verða sýndir beint á Sýn Sport en sjá má dagskránna að neðan. Þriðjudagur 2. desember 18:50 VARsjáin (Sýn Sport) 19:30 Fulham - Manchester City (Sýn Sport 2) 19:30 Bournemouth - Everton (Sýn Sport 3) 20:15 Newcastle - Tottenham (Sýn Sport) Miðvikudagur 3. desember 19:15 Doc Zone - allir leikirnir í beinni samtímis (Sýn Sport) 19:30 Arsenal - Brentford (Sýn Sport 3) 19:30 Brighton - Aston Villa (Sýn Sport 5) 19:30 Burnley - Crystal Palace (Sýn Sport 6) 19:30 Wolves - Nottingham Forest (Sýn Sport Ísland 3) 20:15 Leeds - Chelsea (Sýn Sport 4) 20:15 Liverpool - Sunderland (Sýn Sport 2) Fimmtudagur 4. desember 20:00 Manchester United - Everton (Sýn Sport) 22:10 Big Ben (Sýn Sport) Enski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjá meira
Farið er að hitna undir stjórasæti Slot í Liverpool en Púllarar höfðu tapað níu af tólf leikjum í aðdraganda leiks helgarinnar. Þar á meðal voru 3-0 tap fyrir Nottingham Forest á heimavelli síðustu helgi og 4-1 tap á sama velli fyrir PSV í Meistaradeildinni í miðri viku. Mohamed Salah hefur verið besti leikmaður Liverpool síðan hann gekk í raðir félagsins fyrir tæpum áratug og var lykillinn að Englandsmeistaratitli liðsins í vor. Frammistaða hans hefur hins vegar verið ámælisverð það sem af er vetri. Liverpool vann loks leik á ný og hélt hreinu í fyrsta skipti um hríð þegar Salah sat allan tímann á bekknum um helgina. Það var í fyrsta sinn frá því í apríl 2024 sem hann situr heilan leik á varamannabekknum í ensku úrvalsdeildinni, þá hafði Jurgen Klopp hann á bekknum, einnig í leik við West Ham í Lundúnum. Slot tók stóra ákvörðun með því að láta Salah sitja á bekknum en var verðlaunaður fyrir með 2-0 sigri, einn af aðeins tveimur sigrum Liverpool í síðustu átta deildarleikjum. Salah var einnig á bekknum í 5-1 útisigri á Frankfurt í Meistaradeild Evrópu fyrr í haust og veltir margur því upp hvort liðið sé hreinlega betra án Egyptans. Ljóst er að Púllarar verða án hans um nokkurra vikna skeið þegar hann heldur á Afríkumótið í Marokkó með egypska landsliðinu síðar í þessum mánuði. Góðu tíðindin fyrir Liverpool eru þau að Svíanum Alexander Isak tókst loks að brjóta ísinn í ensku úrvalsdeildinni í sigri sunnudagsins. „Salah getur ekki kvartað yfir þessu því að hann hefur ekki verið að spila vel, og þegar svo er, þá verður maður að sætta sig við ákvörðunina,“ segir Alan Shearer, knattspyrnufræðingur hjá breska ríkisútvarpinu, BBC. „Þetta virkaði fyrir Liverpool, og það hefur virkað fyrir Isak, því hann var munurinn á liðunum,“ bætir Shearer við. Búast má við því að Salah snúi aftur í Liverpool-liðið þegar það mætir Sunderland á miðvikudagskvöldið kemur. Heil umferð fer fram í ensku úrvalsdeildinni frá þriðjudegi fram á fimmtudag. Allir leikir vikunnar verða sýndir beint á Sýn Sport en sjá má dagskránna að neðan. Þriðjudagur 2. desember 18:50 VARsjáin (Sýn Sport) 19:30 Fulham - Manchester City (Sýn Sport 2) 19:30 Bournemouth - Everton (Sýn Sport 3) 20:15 Newcastle - Tottenham (Sýn Sport) Miðvikudagur 3. desember 19:15 Doc Zone - allir leikirnir í beinni samtímis (Sýn Sport) 19:30 Arsenal - Brentford (Sýn Sport 3) 19:30 Brighton - Aston Villa (Sýn Sport 5) 19:30 Burnley - Crystal Palace (Sýn Sport 6) 19:30 Wolves - Nottingham Forest (Sýn Sport Ísland 3) 20:15 Leeds - Chelsea (Sýn Sport 4) 20:15 Liverpool - Sunderland (Sýn Sport 2) Fimmtudagur 4. desember 20:00 Manchester United - Everton (Sýn Sport) 22:10 Big Ben (Sýn Sport)
Enski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjá meira