Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2025 06:32 Alan Ruschel með hinum tveimur liðsfélögunum, Neto og Follmann, sem komust af í flugslysinu. Myndin er tekin í góðgerðaleik á móti Barcelona í ágúst 2017. Getty/Alex Caparros Einn af þeim þremur leikmönnum brasilíska félagsins Chapecoense sem komust af hefur nú rætt þessa skelfilegu lífsreynslu sína fyrir næstum því tíu árum síðar. 19 af 22 leikmönnum létust í flugslysi Chapecoense þegar liðið var á leið í einn stærsta leikinn í sögu félagsins árið 2016. Hinn 36 ára gamli Alan Ruschel var einn þeirra sem lifðu slysið af og hann hefur nú tjáð sig við spænska blaðið Marca. „Ég man að flugstjórinn tilkynnti að við værum að fara að lenda. Við hringsóluðum, hringsóluðum aftur en við lentum ekki. Skyndilega, í einni af þessum hringsólunum, slokknuðu öll ljós í flugvélinni og allt varð hljótt. Enginn öskraði, það var engin skelfing, bara þessi tilfinning um „hvað er að gerast?“,“ sagði Ruschel við Marca. Ruschel man að síðan hafi skyndilega komið „mjög mikil ókyrrð“ og að „viðvörunarbjalla fór í gang inni í flugvélinni“. „Eftir það man ég ekkert meira,“ segir hann. Í þessu ítarlega viðtali við spænska stórblaðið segir Alan Ruschel meðal annars að hann hafi farið í algjört áfallaástand strax eftir slysið. „Ég bað björgunarmennina að hringja í pabba minn, ég afhenti þeim skilríkin mín og giftingarhringinn minn. En ég man ekkert eftir því,“ sagði Ruschel. Ruschel féll síðar í dá eftir slysið, en hann lifði af. „Ég var kominn á fætur eftir viku, tíu daga,“ segir Ruschel. 😔 Se cumplen nueve años de la tragedia de @ChapecoenseReal que conmovió al mundo entero✈️ Alan Ruschel, uno de los seis supervivientes, habla con MARCA sobre la noche que marcó su destino🗨️ "Preguntaba por mis compañeros, y nadie me decía nada" ⚽😢 pic.twitter.com/EZ0xhfH7qN— MARCA (@marca) November 28, 2025 Eftir að hann vaknaði úr dáinu fékk hann þó ekkert að vita um látna liðsfélaga sína. „Ég hafði enga hugmynd um hvað hafði gerst. Þegar ég vaknaði hélt ég áfram að spyrja um fólk, um liðsfélaga mína en enginn vildi segja mér neitt. Læknunum var ráðlagt að segja mér ekki allt í einu, heldur aðeins þegar sálfræðingurinn kæmi til að hjálpa mér að vinna úr fréttunum,“ sagði Ruschel. Að lokum fékk hann að vita hvað hafði í raun og veru gerst. „Þá varð ég fyrir áfalli og gat ekki brugðist við. Það var gríðarlegt áfall,“ sagði Ruschel. Eftir flugslysið gat Alan Ruschel haldið áfram að spila fótbolta og hann lék með Chapecoense til og með 2021. Ruschel er í dag enn að spila með Juventude, sem spilar í efstu deild Brasilíu. 💚 Así narra Alan Ruschel a MARCA el momento en el que su vida cambió para siempre. Pone los pelos de punta... pic.twitter.com/tNjNLCVG7B— MARCA (@marca) November 28, 2025 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira
19 af 22 leikmönnum létust í flugslysi Chapecoense þegar liðið var á leið í einn stærsta leikinn í sögu félagsins árið 2016. Hinn 36 ára gamli Alan Ruschel var einn þeirra sem lifðu slysið af og hann hefur nú tjáð sig við spænska blaðið Marca. „Ég man að flugstjórinn tilkynnti að við værum að fara að lenda. Við hringsóluðum, hringsóluðum aftur en við lentum ekki. Skyndilega, í einni af þessum hringsólunum, slokknuðu öll ljós í flugvélinni og allt varð hljótt. Enginn öskraði, það var engin skelfing, bara þessi tilfinning um „hvað er að gerast?“,“ sagði Ruschel við Marca. Ruschel man að síðan hafi skyndilega komið „mjög mikil ókyrrð“ og að „viðvörunarbjalla fór í gang inni í flugvélinni“. „Eftir það man ég ekkert meira,“ segir hann. Í þessu ítarlega viðtali við spænska stórblaðið segir Alan Ruschel meðal annars að hann hafi farið í algjört áfallaástand strax eftir slysið. „Ég bað björgunarmennina að hringja í pabba minn, ég afhenti þeim skilríkin mín og giftingarhringinn minn. En ég man ekkert eftir því,“ sagði Ruschel. Ruschel féll síðar í dá eftir slysið, en hann lifði af. „Ég var kominn á fætur eftir viku, tíu daga,“ segir Ruschel. 😔 Se cumplen nueve años de la tragedia de @ChapecoenseReal que conmovió al mundo entero✈️ Alan Ruschel, uno de los seis supervivientes, habla con MARCA sobre la noche que marcó su destino🗨️ "Preguntaba por mis compañeros, y nadie me decía nada" ⚽😢 pic.twitter.com/EZ0xhfH7qN— MARCA (@marca) November 28, 2025 Eftir að hann vaknaði úr dáinu fékk hann þó ekkert að vita um látna liðsfélaga sína. „Ég hafði enga hugmynd um hvað hafði gerst. Þegar ég vaknaði hélt ég áfram að spyrja um fólk, um liðsfélaga mína en enginn vildi segja mér neitt. Læknunum var ráðlagt að segja mér ekki allt í einu, heldur aðeins þegar sálfræðingurinn kæmi til að hjálpa mér að vinna úr fréttunum,“ sagði Ruschel. Að lokum fékk hann að vita hvað hafði í raun og veru gerst. „Þá varð ég fyrir áfalli og gat ekki brugðist við. Það var gríðarlegt áfall,“ sagði Ruschel. Eftir flugslysið gat Alan Ruschel haldið áfram að spila fótbolta og hann lék með Chapecoense til og með 2021. Ruschel er í dag enn að spila með Juventude, sem spilar í efstu deild Brasilíu. 💚 Así narra Alan Ruschel a MARCA el momento en el que su vida cambió para siempre. Pone los pelos de punta... pic.twitter.com/tNjNLCVG7B— MARCA (@marca) November 28, 2025
Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira