Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2025 07:00 Eiríkur Stefánsson á sér magnaða endurkomusögu sem fjallað er um í nýjasta Ljósablaðinu. Getty/Luis Cano/Ljósablaðið/Hulda Margrét Í nýjasta Ljósablaðinu er athyglisvert viðtal við efnilegan knattspyrnumann sem fékk miklu stærra og erfiðara próf en flestir fá á táningsaldrinum. Ljósið gefur árlega út rit þar sem meðal annars er fjallað um starfsemi Ljóssins, viðtöl við þjónustuþega og fleira áhugavert. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Í blaðinu í ár er flott viðtal við hinn magnaða Eirík Stefánsson. Eiríkur fór á skömmum tíma frá því að vera efnilegur knattspyrnumaður í úrtakshópi landsliðsins yfir í að vera veikasti sjúklingurinn á gjörgæslu. Í viðtalinu ræðir Eiríkur það hvernig hann hefur sigrast á hvítblæði, bráðabrisbólgu og erfiðri dvöl í öndunarvél. Fréttin um Eirík Stefánsson úr Ljósablaðinu.Ljósablaðið Hann segir jafnframt að erfiðasta glíman hafi verið sú andlega; að detta úr takti við jafnaldrana og upplifa það að vera eftir á meðan lífið hélt áfram. Nýkominn í landsliðsúrtak Eiríkur var í tíunda bekk og búinn að vinna sér sæti í æfingahópi íslenska sextán ára landsliðsins þegar áfallið dundi yfir. Ekkert benti til þess að hann væri að verða alvarlega veikur, annað en dularfullt úthaldsleysi. „Ég fann í janúar á æfingum að þolið var orðið mun minna,“ sagði Eiríkur við Ljósblaðið. „Mér fannst það skrítið því hinir strákarnir voru léttir á því en ég var alveg á öndinni,“ sagði Eiríkur í viðtalinu. Eftir veikindi sem voru ranglega talin vera COVID eða eftirköst þess, fékk hann loks rétta greiningu: Hvítblæði. Það tók Eirík nokkurn tíma að meðtaka alvarleikann. Við tók langt og strangt ferli sem hann segir frá í viðtalinu. Ekki krabbameinið sjálft sem ógnaði mest lífi hans Eiríkur fór strax í lyfjagjöf en það var ekki krabbameinið sjálft sem ógnaði lífi hans mest á þessum tíma, heldur heiftarlegar aukaverkanir lyfjanna. Í júlí 2022 fékk hann bráða brisbólgu með drepi sem rakin var til ákveðins krabbameinslyfs. „Það var það erfiðasta við allt ferlið,“ segir Eiríkur en upp lifði hræðilega martröð með fjöllíffærabilum þar sem æðakerfið gaf sig og vökvi safnaðist fyrir í lungum. Eftir eina af mörgum svæfingum reyndist erfitt að vekja hann vegna öndunarörðugleika og því var ákveðið að halda honum sofandi í öndunarvél í rúmlega tvær vikur. Ástandið var tvísýnt um tíma og lá Eiríkur inni á gjörgæslu í þrjátíu daga. Foreldrar hans véku ekki frá honum allan þennan tíma og sváfu þau til skiptis í stól við hlið hans. „Mér var síðar sagt að ég hefði verið veikasti sjúklingurinn á gjörgæslunni á þessum tíma,“ sagði Eiríkur. Var bara alveg á botninum „Erfiðasta í þessu öllu var andlega heilsan,“ sagði Eiríkur og hikar áður en hann heldur áfram. „Maður var bara alveg á botninum. Rosa lengi.“ Hann lýsir því líka hvernig samfélagsmiðlar gerðu illt verra. Það má finna allt viðtalið með því að smella hér. Krabbamein Fótbolti Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Ljósið gefur árlega út rit þar sem meðal annars er fjallað um starfsemi Ljóssins, viðtöl við þjónustuþega og fleira áhugavert. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Í blaðinu í ár er flott viðtal við hinn magnaða Eirík Stefánsson. Eiríkur fór á skömmum tíma frá því að vera efnilegur knattspyrnumaður í úrtakshópi landsliðsins yfir í að vera veikasti sjúklingurinn á gjörgæslu. Í viðtalinu ræðir Eiríkur það hvernig hann hefur sigrast á hvítblæði, bráðabrisbólgu og erfiðri dvöl í öndunarvél. Fréttin um Eirík Stefánsson úr Ljósablaðinu.Ljósablaðið Hann segir jafnframt að erfiðasta glíman hafi verið sú andlega; að detta úr takti við jafnaldrana og upplifa það að vera eftir á meðan lífið hélt áfram. Nýkominn í landsliðsúrtak Eiríkur var í tíunda bekk og búinn að vinna sér sæti í æfingahópi íslenska sextán ára landsliðsins þegar áfallið dundi yfir. Ekkert benti til þess að hann væri að verða alvarlega veikur, annað en dularfullt úthaldsleysi. „Ég fann í janúar á æfingum að þolið var orðið mun minna,“ sagði Eiríkur við Ljósblaðið. „Mér fannst það skrítið því hinir strákarnir voru léttir á því en ég var alveg á öndinni,“ sagði Eiríkur í viðtalinu. Eftir veikindi sem voru ranglega talin vera COVID eða eftirköst þess, fékk hann loks rétta greiningu: Hvítblæði. Það tók Eirík nokkurn tíma að meðtaka alvarleikann. Við tók langt og strangt ferli sem hann segir frá í viðtalinu. Ekki krabbameinið sjálft sem ógnaði mest lífi hans Eiríkur fór strax í lyfjagjöf en það var ekki krabbameinið sjálft sem ógnaði lífi hans mest á þessum tíma, heldur heiftarlegar aukaverkanir lyfjanna. Í júlí 2022 fékk hann bráða brisbólgu með drepi sem rakin var til ákveðins krabbameinslyfs. „Það var það erfiðasta við allt ferlið,“ segir Eiríkur en upp lifði hræðilega martröð með fjöllíffærabilum þar sem æðakerfið gaf sig og vökvi safnaðist fyrir í lungum. Eftir eina af mörgum svæfingum reyndist erfitt að vekja hann vegna öndunarörðugleika og því var ákveðið að halda honum sofandi í öndunarvél í rúmlega tvær vikur. Ástandið var tvísýnt um tíma og lá Eiríkur inni á gjörgæslu í þrjátíu daga. Foreldrar hans véku ekki frá honum allan þennan tíma og sváfu þau til skiptis í stól við hlið hans. „Mér var síðar sagt að ég hefði verið veikasti sjúklingurinn á gjörgæslunni á þessum tíma,“ sagði Eiríkur. Var bara alveg á botninum „Erfiðasta í þessu öllu var andlega heilsan,“ sagði Eiríkur og hikar áður en hann heldur áfram. „Maður var bara alveg á botninum. Rosa lengi.“ Hann lýsir því líka hvernig samfélagsmiðlar gerðu illt verra. Það má finna allt viðtalið með því að smella hér.
Krabbamein Fótbolti Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira