Réðust á sína eigin leikmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2025 21:27 Terem Moffi er kominn í veikindaleyfi í viku en hann var kýldur, sparkað í hann, togað í hár hans. Getty/ Jonathan Moscrop Sóknarmennirnir Terem Moffi og Jérémie Boga hjá franska fótboltafélaginu Nice hafa báðir fengið leyfi frá liðinu eftir að þeir urðu fyrir meintri líkamsárás af hendi eigin stuðningsmanna á sunnudagskvöldið. Árásin varð þegar þeir sneru aftur eftir 3-1 tap gegn Lorient. Um 400 harðlínumenn (svokallaðir Ultras) biðu eftir leikmönnunum á æfingasvæði félagsins eftir að liðið kom til baka úr leiknum. Tveir stuðningsmenn fóru um borð í liðsrútuna til að láta í ljós reiði sína áður en ofbeldið braust út þegar leikmennirnir stigu út úr rútunni. Après avoir été ciblés par une partie des 400 supporters niçois présents devant le centre d'entraînement de Nice, dimanche soir, Terem Moffi et Jeremie Boga sont en arrêt maladie. Le premier pour une semaine, le second pour cinq jours.➡️ https://t.co/WyYK9YTbSN pic.twitter.com/dpxTNf9Tmw— L'Équipe (@lequipe) December 1, 2025 Moffi er kominn í veikindaleyfi í viku og Boga í fimm daga. Þeir voru báðir kýldir, hrækt á þá, sparkað í þá og móðgaðir af harðlínumönnunum, að sögn fólks sem var á staðnum á Boulevard Jean-Luciano þar sem liðsrútan hafði flutt leikmenn og starfsfólk frá flugvellinum eftir heimkomuna frá Lorient. Leikmennirnir tveir fóru til lögreglunnar á mánudag til að leggja fram kæru á hendur meintum árásarmönnum. Í dag gaf Nice út eftirfarandi yfirlýsingu: „Á sunnudag, við heimkomuna frá Lorient, var „Örnunum“ tekið á æfingasvæðinu af stórum hóp fólks. Félagið skilur vonbrigðin sem skapast hafa vegna fjölda slakrar frammistöðu og leikja sem eru langt frá gildum þess.“ „Hins vegar eru þær öfgar sem við sáum í þessum mannsöfnuði óásættanlegar. Nokkrir meðlimir félagsins urðu fyrir árás. OGC Nice veitir þeim fullan stuðning og fordæmir þessa gjörninga af fyllstu hörku.“ Tapið í Brittany var það sjötta í röð hjá Nice í öllum keppnum. Moffi og Boga voru helstu skotmörkin og sökuðu stuðningsmenn þá um slæmt hugarfar undanfarnar vikur. Moffi var kýldur, sparkað í hann, togað í hár hans og þurfti hann hjálp frá markverðinum Yéhvann Diouf til að komast úr mannþrönginni og örugglega inn í byggingu félagsins, að því er heimildir herma. Restinni af hópnum tókst að lokum að komast inn í byggingu liðsins, að sögn heimildarmanna, og voru margir leikmenn í áfalli og með áfallastreituröskun og kenndu félaginu um skort á öryggi og vernd. „Hvernig geta þeir ekki verndað okkur betur? Þetta var ótrúlegt og ógnvekjandi,“ sagði einn leikmaður Nice við ESPN. Nice er í tíunda sæti frönsku deildarinnar og mætir Angers um helgina. Communiqué officiel de l'OGC Nice ⤵︎— OGC Nice (@ogcnice) December 1, 2025 Franski boltinn Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Árásin varð þegar þeir sneru aftur eftir 3-1 tap gegn Lorient. Um 400 harðlínumenn (svokallaðir Ultras) biðu eftir leikmönnunum á æfingasvæði félagsins eftir að liðið kom til baka úr leiknum. Tveir stuðningsmenn fóru um borð í liðsrútuna til að láta í ljós reiði sína áður en ofbeldið braust út þegar leikmennirnir stigu út úr rútunni. Après avoir été ciblés par une partie des 400 supporters niçois présents devant le centre d'entraînement de Nice, dimanche soir, Terem Moffi et Jeremie Boga sont en arrêt maladie. Le premier pour une semaine, le second pour cinq jours.➡️ https://t.co/WyYK9YTbSN pic.twitter.com/dpxTNf9Tmw— L'Équipe (@lequipe) December 1, 2025 Moffi er kominn í veikindaleyfi í viku og Boga í fimm daga. Þeir voru báðir kýldir, hrækt á þá, sparkað í þá og móðgaðir af harðlínumönnunum, að sögn fólks sem var á staðnum á Boulevard Jean-Luciano þar sem liðsrútan hafði flutt leikmenn og starfsfólk frá flugvellinum eftir heimkomuna frá Lorient. Leikmennirnir tveir fóru til lögreglunnar á mánudag til að leggja fram kæru á hendur meintum árásarmönnum. Í dag gaf Nice út eftirfarandi yfirlýsingu: „Á sunnudag, við heimkomuna frá Lorient, var „Örnunum“ tekið á æfingasvæðinu af stórum hóp fólks. Félagið skilur vonbrigðin sem skapast hafa vegna fjölda slakrar frammistöðu og leikja sem eru langt frá gildum þess.“ „Hins vegar eru þær öfgar sem við sáum í þessum mannsöfnuði óásættanlegar. Nokkrir meðlimir félagsins urðu fyrir árás. OGC Nice veitir þeim fullan stuðning og fordæmir þessa gjörninga af fyllstu hörku.“ Tapið í Brittany var það sjötta í röð hjá Nice í öllum keppnum. Moffi og Boga voru helstu skotmörkin og sökuðu stuðningsmenn þá um slæmt hugarfar undanfarnar vikur. Moffi var kýldur, sparkað í hann, togað í hár hans og þurfti hann hjálp frá markverðinum Yéhvann Diouf til að komast úr mannþrönginni og örugglega inn í byggingu félagsins, að því er heimildir herma. Restinni af hópnum tókst að lokum að komast inn í byggingu liðsins, að sögn heimildarmanna, og voru margir leikmenn í áfalli og með áfallastreituröskun og kenndu félaginu um skort á öryggi og vernd. „Hvernig geta þeir ekki verndað okkur betur? Þetta var ótrúlegt og ógnvekjandi,“ sagði einn leikmaður Nice við ESPN. Nice er í tíunda sæti frönsku deildarinnar og mætir Angers um helgina. Communiqué officiel de l'OGC Nice ⤵︎— OGC Nice (@ogcnice) December 1, 2025
Franski boltinn Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira