Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Sindri Sverrisson skrifar 2. desember 2025 11:02 Arne Slot tók stóra ákvörðun varðandi Mohamed Slot um helgina en hvað gerir hann á morgun? Getty/Robbie Jay Barratt Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, segir Mohamed Salah hafa tekið því af mikilli fagmennsku síðustu tvo daga að hafa verið settur á varamannabekkinn á sunnudaginn. Næsti leikur liðsins er annað kvöld. Salah kom ekkert við sögu í 2-0 sigri Liverpool gegn West Ham. Liverpool hafði áður tapað þremur leikjum í röð, gegn Manchester City, Nottingham Forest og PSV, og fengið á sig tíu mörk í þeim. Liðið er núna níu stigum á eftir toppliði Arsenal, eftir 13 umferðir, og á fyrir höndum leik við Sunderland á morgun. Sunderland er stigi á undan Liverpool, í 6. sæti. Mikið hefur verið rætt og ritað um fjarveru Salah á sunnudaginn en hann hafði byrjað alla deildarleiki Liverpool frá því í apríl 2024, eða áður en Slot tók við liðinu. Slot viðurkennir að Salah hafi verið óhress með ákvörðun Hollendingsins. Salah agaður fagmaður „Þetta eru eðlileg viðbrögð frá leikmanni sem er nógu góður til að spila fyrir okkur [að vera vonsvikinn yfir því að spila ekki]. Hann hefur verið svo framúrskarandi fyrir þetta félag í svo mörg ár og mun verða það í framtíðinni. Auðvitað er leikmaður ekki ánægður ef hann spilar ekki. Hann var ekki sá eini sem var óánægður með að byrja ekki. Það er eðlilegt. Hegðun hans var eins og maður myndi búast við af þeim fagmanni sem hann er. Mo er svo agaður og veit hvað hann þarf að gera til að halda sér í formi,“ sagði Slot á blaðamannafundinum í dag. Arne Slot has confirmed that Liverpool's Mohamed Salah will head to the Africa Cup of Nations on 15th December 📅 Salah could miss up to six league games against Spurs, Wolves, Leeds United, Fulham, Arsenal and Burnley, plus an unconfirmed FA Cup fixture should Egypt reach the… pic.twitter.com/r6bI3Ae4yx— Match of the Day (@BBCMOTD) December 2, 2025 Hann staðfesti jafnframt að Salah færi frá Liverpool 15. desember vegna Afríkumótsins og mögulegt er að Salah missi af leikjum fram til 18. janúar, þegar úrslitaleikur mótsins fer fram. Ef Egyptar komast í 8-liða úrslit er ljóst að Salah missir af stórleiknum við Arsenal 8. janúar. Bradley og Frimpong með eftir meiðsli Þá greindi Slot frá því að varnarmennirnir Conor Bradley og Jeremie Frimpong væru að snúa aftur eftir meiðsli. „Conor kom á æfingu í gær í fyrsta sinn. Hann er ekki enn 100% svo við verðum að stýra þessu aðeins og ekki fara of hratt af stað,“ sagði Slot. Þá sagði hann að Alexander Isak hefði fundið fyrir krampa í leiknum á sunnudaginn og að ljóst væri að Isak, Florian Wirtz og Joe Gomez gætu ekki spilað þrjá 90 mínútna leiki á einni viku. Staðan yrði þó metin varðandi þá. Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Sjá meira
Salah kom ekkert við sögu í 2-0 sigri Liverpool gegn West Ham. Liverpool hafði áður tapað þremur leikjum í röð, gegn Manchester City, Nottingham Forest og PSV, og fengið á sig tíu mörk í þeim. Liðið er núna níu stigum á eftir toppliði Arsenal, eftir 13 umferðir, og á fyrir höndum leik við Sunderland á morgun. Sunderland er stigi á undan Liverpool, í 6. sæti. Mikið hefur verið rætt og ritað um fjarveru Salah á sunnudaginn en hann hafði byrjað alla deildarleiki Liverpool frá því í apríl 2024, eða áður en Slot tók við liðinu. Slot viðurkennir að Salah hafi verið óhress með ákvörðun Hollendingsins. Salah agaður fagmaður „Þetta eru eðlileg viðbrögð frá leikmanni sem er nógu góður til að spila fyrir okkur [að vera vonsvikinn yfir því að spila ekki]. Hann hefur verið svo framúrskarandi fyrir þetta félag í svo mörg ár og mun verða það í framtíðinni. Auðvitað er leikmaður ekki ánægður ef hann spilar ekki. Hann var ekki sá eini sem var óánægður með að byrja ekki. Það er eðlilegt. Hegðun hans var eins og maður myndi búast við af þeim fagmanni sem hann er. Mo er svo agaður og veit hvað hann þarf að gera til að halda sér í formi,“ sagði Slot á blaðamannafundinum í dag. Arne Slot has confirmed that Liverpool's Mohamed Salah will head to the Africa Cup of Nations on 15th December 📅 Salah could miss up to six league games against Spurs, Wolves, Leeds United, Fulham, Arsenal and Burnley, plus an unconfirmed FA Cup fixture should Egypt reach the… pic.twitter.com/r6bI3Ae4yx— Match of the Day (@BBCMOTD) December 2, 2025 Hann staðfesti jafnframt að Salah færi frá Liverpool 15. desember vegna Afríkumótsins og mögulegt er að Salah missi af leikjum fram til 18. janúar, þegar úrslitaleikur mótsins fer fram. Ef Egyptar komast í 8-liða úrslit er ljóst að Salah missir af stórleiknum við Arsenal 8. janúar. Bradley og Frimpong með eftir meiðsli Þá greindi Slot frá því að varnarmennirnir Conor Bradley og Jeremie Frimpong væru að snúa aftur eftir meiðsli. „Conor kom á æfingu í gær í fyrsta sinn. Hann er ekki enn 100% svo við verðum að stýra þessu aðeins og ekki fara of hratt af stað,“ sagði Slot. Þá sagði hann að Alexander Isak hefði fundið fyrir krampa í leiknum á sunnudaginn og að ljóst væri að Isak, Florian Wirtz og Joe Gomez gætu ekki spilað þrjá 90 mínútna leiki á einni viku. Staðan yrði þó metin varðandi þá.
Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Sjá meira