VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sindri Sverrisson skrifar 3. desember 2025 09:32 Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson mættu í VARsjána í gær og úr varð afar hressandi þáttur. Sýn Sport Hraðfréttabræðurnir Benni og Fannar mættu í VARsjána á Sýn Sport í gærkvöld og fóru yfir ýmislegt tengt enska boltanum en líka allt aðra hluti. Skemmtilegt brot úr þættinum má sjá í spilaranum hér að neðan. Í spjallinu í byrjun þáttar forvitnuðust Stefán Árni Pálsson og Albert Brynjar Ingason um hinn nýja skemmtiþátt Benna og Fannars, Gott kvöld, og vildu sérstaklega vita hversu langt Fannar væri tilbúinn að ganga fyrir gott sjónvarpsefni. Erfiðast í kassanum hjá Almari „Erfiðasta sem ég hef gert er þegar Benni reyndi að fá mig inn í kassann hjá Almari. Þá fauk í mig. Þá var ég farinn að kúgast og eiginlega farinn að æla. Þetta er eiginlega í eina skiptið sem við Benni höfum rifist smá í tökum,“ sagði Fannar. „Þá vorum við í tökum og það var eiginlega ekki fyndið nema að hann færi með hausinn inn í kassann,“ benti Benni á. „Það var bara ekki hægt,“ sagði Fannar, greinilega ekki búinn að gleyma fnyknum í listaverkinu sem Almar í kassanum var. „Það er margt sem maður myndi ekki gera. En ég hef gaman af fólki og gaman af að sýna fólk í nýju ljósi. Oft er fólk, til dæmis í pólitík, rosalega alvarlegt en við reynum að sýna hina hliðina,“ bætti Fannar við. Hrekkur Sigmundar Davíðs sló í gegn Þeir horfðu svo á brot úr síðasta þætti af Góðu kvöldi þar sem alþingismaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, kunnur grallaraspói, hrekkti meðal annars flokkssystur sína úr Miðflokknum. Hrekkurinn sló í gegn en Albert vildi líka sérstaklega fá að greina hlaupastíl flokksformannsins: „Ef við eigum að vera alveg heiðarlegir þá er þetta vondur hlaupastíl. Þetta er svona eins og smá upphitun. Hann er ósjálfrátt að taka háar hnébeygjur,“ sagði Albert léttur en brot af spjallinu má sjá í spilaranum hér að ofan. VARsjáin er á Sýn Sport á þriðjudagskvöldum og alla þætti má finna á Sýn+. Enski boltinn heldur áfram að rúlla í dag þar sem sex leikir eru á dagskrá í kvöld. Allir verða í beinni á Sýn Sport. Miðvikudagur 3. desember 19:15 Doc Zone - allir leikirnir í beinni samtímis (Sýn Sport) 19:30 Arsenal - Brentford (Sýn Sport 3) 19:30 Brighton - Aston Villa (Sýn Sport 5) 19:30 Burnley - Crystal Palace (Sýn Sport 6) 19:30 Wolves - Nottingham Forest (Sýn Sport Ísland 3) 20:15 Leeds - Chelsea (Sýn Sport 4) 20:15 Liverpool - Sunderland (Sýn Sport 2) Fimmtudagur 4. desember 20:00 Manchester United - West Ham (Sýn Sport) 22:10 Big Ben (Sýn Sport) VARsjáin Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Sjá meira
Skemmtilegt brot úr þættinum má sjá í spilaranum hér að neðan. Í spjallinu í byrjun þáttar forvitnuðust Stefán Árni Pálsson og Albert Brynjar Ingason um hinn nýja skemmtiþátt Benna og Fannars, Gott kvöld, og vildu sérstaklega vita hversu langt Fannar væri tilbúinn að ganga fyrir gott sjónvarpsefni. Erfiðast í kassanum hjá Almari „Erfiðasta sem ég hef gert er þegar Benni reyndi að fá mig inn í kassann hjá Almari. Þá fauk í mig. Þá var ég farinn að kúgast og eiginlega farinn að æla. Þetta er eiginlega í eina skiptið sem við Benni höfum rifist smá í tökum,“ sagði Fannar. „Þá vorum við í tökum og það var eiginlega ekki fyndið nema að hann færi með hausinn inn í kassann,“ benti Benni á. „Það var bara ekki hægt,“ sagði Fannar, greinilega ekki búinn að gleyma fnyknum í listaverkinu sem Almar í kassanum var. „Það er margt sem maður myndi ekki gera. En ég hef gaman af fólki og gaman af að sýna fólk í nýju ljósi. Oft er fólk, til dæmis í pólitík, rosalega alvarlegt en við reynum að sýna hina hliðina,“ bætti Fannar við. Hrekkur Sigmundar Davíðs sló í gegn Þeir horfðu svo á brot úr síðasta þætti af Góðu kvöldi þar sem alþingismaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, kunnur grallaraspói, hrekkti meðal annars flokkssystur sína úr Miðflokknum. Hrekkurinn sló í gegn en Albert vildi líka sérstaklega fá að greina hlaupastíl flokksformannsins: „Ef við eigum að vera alveg heiðarlegir þá er þetta vondur hlaupastíl. Þetta er svona eins og smá upphitun. Hann er ósjálfrátt að taka háar hnébeygjur,“ sagði Albert léttur en brot af spjallinu má sjá í spilaranum hér að ofan. VARsjáin er á Sýn Sport á þriðjudagskvöldum og alla þætti má finna á Sýn+. Enski boltinn heldur áfram að rúlla í dag þar sem sex leikir eru á dagskrá í kvöld. Allir verða í beinni á Sýn Sport. Miðvikudagur 3. desember 19:15 Doc Zone - allir leikirnir í beinni samtímis (Sýn Sport) 19:30 Arsenal - Brentford (Sýn Sport 3) 19:30 Brighton - Aston Villa (Sýn Sport 5) 19:30 Burnley - Crystal Palace (Sýn Sport 6) 19:30 Wolves - Nottingham Forest (Sýn Sport Ísland 3) 20:15 Leeds - Chelsea (Sýn Sport 4) 20:15 Liverpool - Sunderland (Sýn Sport 2) Fimmtudagur 4. desember 20:00 Manchester United - West Ham (Sýn Sport) 22:10 Big Ben (Sýn Sport)
VARsjáin Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Sjá meira