Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 3. desember 2025 16:46 Innilegar hamingjuóskir til samfélagsins alls á alþjóðadegi fatlaðs fólks, 3. desember. Mörg stór skref eru að baki í réttindabaráttu fatlaðs fólks og mikill árangur hefur náðst frá því við fögnuðum deginum síðast. Hins vegar er enn mikið verk að vinna. Alþjóðadagur fatlaðs fólks er nefnilega ekki bara til þess gerður að fagna og skála. Hann spratt upp úr baráttu fatlaðs fólks sjálfs fyrir valdeflingu, þátttöku og mannréttindum. Dagurinn á að minna okkur á að hindranir hverfa ekki af sjálfu sér og að jafnrétti krefst raunverulegra aðgerða. Lögfesting... og hvað svo? Í ár höldum við upp á daginn í nýju samhengi. Þann 12. nóvember lögfesti Alþingi samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, SRFF. Þetta var gríðarstór áfangi sem ÖBÍ réttindasamtök hafa barist fyrir í hartnær tvo áratugi. Með lögfestingunni viðurkennir Alþingi að réttindi fatlaðs fólks séu mannréttindi sem íslensk stjórnvöld bera skýrar og lögbundnar skyldur til að virða. En þótt lögfesting sé stórt skref er hún ekki nema einnmitt það, eitt skref. Lögfestingin ein og sér kemur ekki á fullu aðgengi, útrýmir biðlistum, tryggir þjónustu, menntun eða stöðu fatlaðs fólks á vinnumarkaði. Til þess þurfa bæði ríki og sveitarfélög að taka skuldbindingar samningsins alvarlega, setja skýr markmið, fjármagna aðgerðir og innleiða breytingar í samráði við fatlað fólk. Ýmislegt annað hefur áunnist á árinu. Ber þar að nefna gildistöku nýrra laga um almannatryggingakerfið og stofnun Mannréttindastofnunnar Íslands. Stuttu eftir lögfestinguna voru svo tilnefndir talsmenn fatlaðs fólks á Alþingi. Það er jákvætt skref og getur orðið mikilvægur vettvangur. Upplýst samfélag og Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtök fagna alþjóðadegi fatlaðs fólks á ýmsan hátt. Við stöndum fyrir átaki sem nefnist Upplýst samfélag og gengur út á að baða mannvirki í fjólubláu ljósi. Mikill fjöldi fyrirtækja, stofnanna og annarra tekur þátt í dag og kunnum við þeim þakkir fyrir. Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka hafa verið veitt á þessum degi allt frá árinu 2007. Þau minna okkur á að víða er unnið frábært starf, bæði af einstaklingum og stofnunum, til að brjóta niður fordóma og skapa eitt samfélag fyrir öll. Handhafi verðlaunanna í ár er Magnús Orri Arnarson, kvikmyndaframleiðandi og þáttagerðarmaður með meiru. Einnig voru tilnefnd Listvinnzlan, Sigurður Hólmar Jóhannesson og Hákon Arnar Bjarkason. ÖBÍ veitir í fyrsta sinn verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni sem tengjast fötlunarfræði á masters- eða doktorsstigi í dag. Rannsóknir á högum fatlaðs fólks skipta enda lykilmáli í réttindabaráttunni. Við bindum vonir við að samfélagið allt fagni deginum með okkur og standi með réttindabaráttu fatlaðs fólks. Við hjá ÖBÍ hvetjum jafnframt Alþingi og ráðherra til að taka höndum saman og gera eitthvað úr deginum í framtíðinni svo úr verði sameiginlegt átak samfélagsins alls, ekki einungis hagsmunasamtaka. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Innilegar hamingjuóskir til samfélagsins alls á alþjóðadegi fatlaðs fólks, 3. desember. Mörg stór skref eru að baki í réttindabaráttu fatlaðs fólks og mikill árangur hefur náðst frá því við fögnuðum deginum síðast. Hins vegar er enn mikið verk að vinna. Alþjóðadagur fatlaðs fólks er nefnilega ekki bara til þess gerður að fagna og skála. Hann spratt upp úr baráttu fatlaðs fólks sjálfs fyrir valdeflingu, þátttöku og mannréttindum. Dagurinn á að minna okkur á að hindranir hverfa ekki af sjálfu sér og að jafnrétti krefst raunverulegra aðgerða. Lögfesting... og hvað svo? Í ár höldum við upp á daginn í nýju samhengi. Þann 12. nóvember lögfesti Alþingi samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, SRFF. Þetta var gríðarstór áfangi sem ÖBÍ réttindasamtök hafa barist fyrir í hartnær tvo áratugi. Með lögfestingunni viðurkennir Alþingi að réttindi fatlaðs fólks séu mannréttindi sem íslensk stjórnvöld bera skýrar og lögbundnar skyldur til að virða. En þótt lögfesting sé stórt skref er hún ekki nema einnmitt það, eitt skref. Lögfestingin ein og sér kemur ekki á fullu aðgengi, útrýmir biðlistum, tryggir þjónustu, menntun eða stöðu fatlaðs fólks á vinnumarkaði. Til þess þurfa bæði ríki og sveitarfélög að taka skuldbindingar samningsins alvarlega, setja skýr markmið, fjármagna aðgerðir og innleiða breytingar í samráði við fatlað fólk. Ýmislegt annað hefur áunnist á árinu. Ber þar að nefna gildistöku nýrra laga um almannatryggingakerfið og stofnun Mannréttindastofnunnar Íslands. Stuttu eftir lögfestinguna voru svo tilnefndir talsmenn fatlaðs fólks á Alþingi. Það er jákvætt skref og getur orðið mikilvægur vettvangur. Upplýst samfélag og Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtök fagna alþjóðadegi fatlaðs fólks á ýmsan hátt. Við stöndum fyrir átaki sem nefnist Upplýst samfélag og gengur út á að baða mannvirki í fjólubláu ljósi. Mikill fjöldi fyrirtækja, stofnanna og annarra tekur þátt í dag og kunnum við þeim þakkir fyrir. Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka hafa verið veitt á þessum degi allt frá árinu 2007. Þau minna okkur á að víða er unnið frábært starf, bæði af einstaklingum og stofnunum, til að brjóta niður fordóma og skapa eitt samfélag fyrir öll. Handhafi verðlaunanna í ár er Magnús Orri Arnarson, kvikmyndaframleiðandi og þáttagerðarmaður með meiru. Einnig voru tilnefnd Listvinnzlan, Sigurður Hólmar Jóhannesson og Hákon Arnar Bjarkason. ÖBÍ veitir í fyrsta sinn verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni sem tengjast fötlunarfræði á masters- eða doktorsstigi í dag. Rannsóknir á högum fatlaðs fólks skipta enda lykilmáli í réttindabaráttunni. Við bindum vonir við að samfélagið allt fagni deginum með okkur og standi með réttindabaráttu fatlaðs fólks. Við hjá ÖBÍ hvetjum jafnframt Alþingi og ráðherra til að taka höndum saman og gera eitthvað úr deginum í framtíðinni svo úr verði sameiginlegt átak samfélagsins alls, ekki einungis hagsmunasamtaka. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun