Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar 4. desember 2025 08:30 Að vera kona er merkilegt hlutskipti. Reglulega gerist það að verund þín er þurrkuð út. Eins og hendi sé veifað. Verund konu þykir enda ómerkilegt fyrirbæri og ekkert tiltökumál þó að hún sé þurrkuð út. Þannig hefur það jú alltaf verið og af hverju ætti það að vera eitthvað öðruvísi núna? Ég hélt satt að segja að við hér í jafnréttisparadísinni Íslandi værum komin lengra. Ég hélt að við værum komin á þann stað að við konur þyrftum ekki lengur að berjast fyrir því að fá að vera til þó að við tækjum þá ákvörðun að eignast barn en það var greinilega grundvallarmisskilningur. Núna í lok fyrsta aldarfjórðungs 21. aldar á Íslandi þykir stjórnmálakonum sjálfsagt að tala eins og leikskólar og réttindi kvenna tengist ekki. Það sé bara engin tenging á milli þess að konur vilji eiga möguleika á að fara út á vinnumarkaðinn eftir fæðingarorlof og leikskóla. Stjórnmálakonum. Ég endurtek: Stjórnmálakonum. Mér þykir þetta vægt sagt alveg stórundarlegt mál. Ég skil ekki hvernig það getur gerst á ekki lengri tíma að konur – konur í stjórnmálum – þurrki kvennabaráttuna út með jafn afgerandi hætti. Virðingarleysið sem stjórnmálakonur sýna ungum mæðrum á Íslandi er slíkt að undir því verður ekki setið. Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifaði grein hér á Vísi í fyrradag þar sem hann leggur út af orðum mínum um þessi mál – grein sem verður til þess að ég get ekki orða bundist og lít á það sem skyldu mína að tjá mig hér á opinberum vettvangi og fylgja þannig eftir því sem ég hef látið frá mér fara um þessi mál á Fésbókinni. Það vill svo til að forsætisráðherra okkar er ung kona. Ung kona sem á börn. Fyrrverandi utanríkisráðherra var ung kona sem á börn. Núverandi utanríkisráðherra var einu sinni ung kona í stjórnmálum og átti og á börn. Þingmenn okkar af kvenkyni mörg síðustu ár og áratugi hafa verið ungar konur sem hafa átt börn. Hvernig geta konur verið svona fljótar að gleyma? Ætla þær afkomendum sínum á hverjum tíma að heyja sömu baráttuna upp á nýtt? Baráttuna um að fá að vera til þótt þær séu konur? Konur hafa nefnilega áhuga á stjórnmálum. Þær hafa áhuga á að verða rithöfundar. Þær hafa áhuga að verða forstjórar. Þær hafa áhuga að verða skipstjórar. Þær hafa áhuga á að verða flugstjórar. Þær hafa áhuga að verða fræðimenn. Þær hafa áhuga að fá að vera til um leið og þær leyfa sér að eiga börn. Þær eru ekki allar til í að vera í fæðingarorlofi í þrjú ár með hverju barni og setja þannig líf sitt á pásu fyrir barnið. Þær eru ekki allar tilbúnar til þess að fórna sjálfri sér fyrir barnið þó að þær elski barnið takmarkalaust og skilyrðislaust eins og við gerum flestar. Þetta makalausa tal um að leikskólar séu „menntastofnanir“ og ekkert annað er ótrúlegt fyrirbæri. Ég hefði gaman að því að blaðamenn spyrðu foreldra og starfsmenn á leikskólum hinna Norðurlandanna hvert væri hlutverk leikskóla. Stjórnmálakonur á Íslandi hafa ákveðið að gerast málsvarar leikskólakennara og -stjóra sem eru höfundarnir að þessum slitum á milli réttinda kvenna og leikskólavistar barna. Konur í miklum meirihluta. Konur komnar af barneignaraldri – ömmur – eins og ég. Það er forgangurinn. Hópurinn sem íslenskar stjórnmálakonur hafa ákveðið að standa vörð um. Konur sem starfa á leikskólum. Þær eiga svo bágt. Streitan er þvílík á leikskólum að starfsumhverfið er heilsuspillandi. Það hefur gjörbreyst frá fyrri tíð. Hér í eina tíð gátu leikskólastjórar og -kennarar tekið á móti tveimur hópum barna á dag. Öðrum fyrir hádegi og hinum eftir hádegi. Vinnudegi leikskólans var ekki lokið fyrr en klukkan kortér yfir fimm ef ég man rétt. Og hann hófst fyrir klukkan átta – líklega hálfátta. En auðvitað mættu ekki allir starfsmenn á sama tíma né hættu á sama tíma. Stjórnmálakonum á Íslandi er hinsvegar skítsama um ungar mæður. Þær geta étið það sem úti frýs – eða ekki er annað að heyra. Þannig sé ég það. Ég hef mótmælt þessari stöðu harðlega og mun halda því áfram svo lengi sem þess er þörf. Ég á systkinadætur, dóttur og dótturdætur. Ég ætla ekki að horfa upp á stjórnmálakonur þurrka út verund okkar kvenna án þess að hreyfa mótbárum. Ég er kona. Ég elska börn og ég virði leikskólakennarastarfið mikils. Fáar stofnanir hef ég álitið mikilvægari í gegnum tíðina en leikskóla. Hysteríu virði ég einskis og mæðrahyggju fyrirlít ég af innstu hjartarótum. Mæðrahyggju sem gengur út á ýta að konum þeirri hugmynd að heill barnsins sé undir því komin að móðirin fórni sjálfi sínu og tilvist fyrir það. Heill móður og barns fer saman. Móður sem líður vel í eigin skinni og sinnir sjálfi sínu af heilindum er barninu hollust. Góður heilsdagsleikskóli er barninu hollur – það þekkjum við og vitum öll. Ég efast ekkert um að leikskólarnir eiga við vanda að etja hvað varðar starfsmannahald – það er ekki mál foreldra að leysa þann vanda. Þar er margt að athuga og margt hægt að gera. Það er ekki boðlegt á 21. öld, í landi sem þykist vera í forystu hvað varðar jafnrétti kynjanna, að bjóða okkur upp á stjórnmál sem brjóta niður grundvallarréttindi kvenna. Grundvallarréttindi sem tók áratugi að ávinna. Í landi með konur í forystu hvert sem litið er. Það hlýtur að vera að stjórnmálafólk í slíku samfélagi eigi að vita betur. Höfundur er dóttir, kona, móðir og amma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Að vera kona er merkilegt hlutskipti. Reglulega gerist það að verund þín er þurrkuð út. Eins og hendi sé veifað. Verund konu þykir enda ómerkilegt fyrirbæri og ekkert tiltökumál þó að hún sé þurrkuð út. Þannig hefur það jú alltaf verið og af hverju ætti það að vera eitthvað öðruvísi núna? Ég hélt satt að segja að við hér í jafnréttisparadísinni Íslandi værum komin lengra. Ég hélt að við værum komin á þann stað að við konur þyrftum ekki lengur að berjast fyrir því að fá að vera til þó að við tækjum þá ákvörðun að eignast barn en það var greinilega grundvallarmisskilningur. Núna í lok fyrsta aldarfjórðungs 21. aldar á Íslandi þykir stjórnmálakonum sjálfsagt að tala eins og leikskólar og réttindi kvenna tengist ekki. Það sé bara engin tenging á milli þess að konur vilji eiga möguleika á að fara út á vinnumarkaðinn eftir fæðingarorlof og leikskóla. Stjórnmálakonum. Ég endurtek: Stjórnmálakonum. Mér þykir þetta vægt sagt alveg stórundarlegt mál. Ég skil ekki hvernig það getur gerst á ekki lengri tíma að konur – konur í stjórnmálum – þurrki kvennabaráttuna út með jafn afgerandi hætti. Virðingarleysið sem stjórnmálakonur sýna ungum mæðrum á Íslandi er slíkt að undir því verður ekki setið. Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifaði grein hér á Vísi í fyrradag þar sem hann leggur út af orðum mínum um þessi mál – grein sem verður til þess að ég get ekki orða bundist og lít á það sem skyldu mína að tjá mig hér á opinberum vettvangi og fylgja þannig eftir því sem ég hef látið frá mér fara um þessi mál á Fésbókinni. Það vill svo til að forsætisráðherra okkar er ung kona. Ung kona sem á börn. Fyrrverandi utanríkisráðherra var ung kona sem á börn. Núverandi utanríkisráðherra var einu sinni ung kona í stjórnmálum og átti og á börn. Þingmenn okkar af kvenkyni mörg síðustu ár og áratugi hafa verið ungar konur sem hafa átt börn. Hvernig geta konur verið svona fljótar að gleyma? Ætla þær afkomendum sínum á hverjum tíma að heyja sömu baráttuna upp á nýtt? Baráttuna um að fá að vera til þótt þær séu konur? Konur hafa nefnilega áhuga á stjórnmálum. Þær hafa áhuga á að verða rithöfundar. Þær hafa áhuga að verða forstjórar. Þær hafa áhuga að verða skipstjórar. Þær hafa áhuga á að verða flugstjórar. Þær hafa áhuga að verða fræðimenn. Þær hafa áhuga að fá að vera til um leið og þær leyfa sér að eiga börn. Þær eru ekki allar til í að vera í fæðingarorlofi í þrjú ár með hverju barni og setja þannig líf sitt á pásu fyrir barnið. Þær eru ekki allar tilbúnar til þess að fórna sjálfri sér fyrir barnið þó að þær elski barnið takmarkalaust og skilyrðislaust eins og við gerum flestar. Þetta makalausa tal um að leikskólar séu „menntastofnanir“ og ekkert annað er ótrúlegt fyrirbæri. Ég hefði gaman að því að blaðamenn spyrðu foreldra og starfsmenn á leikskólum hinna Norðurlandanna hvert væri hlutverk leikskóla. Stjórnmálakonur á Íslandi hafa ákveðið að gerast málsvarar leikskólakennara og -stjóra sem eru höfundarnir að þessum slitum á milli réttinda kvenna og leikskólavistar barna. Konur í miklum meirihluta. Konur komnar af barneignaraldri – ömmur – eins og ég. Það er forgangurinn. Hópurinn sem íslenskar stjórnmálakonur hafa ákveðið að standa vörð um. Konur sem starfa á leikskólum. Þær eiga svo bágt. Streitan er þvílík á leikskólum að starfsumhverfið er heilsuspillandi. Það hefur gjörbreyst frá fyrri tíð. Hér í eina tíð gátu leikskólastjórar og -kennarar tekið á móti tveimur hópum barna á dag. Öðrum fyrir hádegi og hinum eftir hádegi. Vinnudegi leikskólans var ekki lokið fyrr en klukkan kortér yfir fimm ef ég man rétt. Og hann hófst fyrir klukkan átta – líklega hálfátta. En auðvitað mættu ekki allir starfsmenn á sama tíma né hættu á sama tíma. Stjórnmálakonum á Íslandi er hinsvegar skítsama um ungar mæður. Þær geta étið það sem úti frýs – eða ekki er annað að heyra. Þannig sé ég það. Ég hef mótmælt þessari stöðu harðlega og mun halda því áfram svo lengi sem þess er þörf. Ég á systkinadætur, dóttur og dótturdætur. Ég ætla ekki að horfa upp á stjórnmálakonur þurrka út verund okkar kvenna án þess að hreyfa mótbárum. Ég er kona. Ég elska börn og ég virði leikskólakennarastarfið mikils. Fáar stofnanir hef ég álitið mikilvægari í gegnum tíðina en leikskóla. Hysteríu virði ég einskis og mæðrahyggju fyrirlít ég af innstu hjartarótum. Mæðrahyggju sem gengur út á ýta að konum þeirri hugmynd að heill barnsins sé undir því komin að móðirin fórni sjálfi sínu og tilvist fyrir það. Heill móður og barns fer saman. Móður sem líður vel í eigin skinni og sinnir sjálfi sínu af heilindum er barninu hollust. Góður heilsdagsleikskóli er barninu hollur – það þekkjum við og vitum öll. Ég efast ekkert um að leikskólarnir eiga við vanda að etja hvað varðar starfsmannahald – það er ekki mál foreldra að leysa þann vanda. Þar er margt að athuga og margt hægt að gera. Það er ekki boðlegt á 21. öld, í landi sem þykist vera í forystu hvað varðar jafnrétti kynjanna, að bjóða okkur upp á stjórnmál sem brjóta niður grundvallarréttindi kvenna. Grundvallarréttindi sem tók áratugi að ávinna. Í landi með konur í forystu hvert sem litið er. Það hlýtur að vera að stjórnmálafólk í slíku samfélagi eigi að vita betur. Höfundur er dóttir, kona, móðir og amma.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun