Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2025 15:31 Jayson Shaw var reiður út í áhorfanda en lét það ekki koma í veg fyrir öruggan sigur. Skjáskot/@matchroompool Það átti sér stað ansi skrautlegt atvik í Alexandra Palace í Lundúnum í gærkvöld, þegar keppt var í Mosconi-bikarnum sem er liðakeppni Bandaríkjanna og Evrópu í pool. Skotinn Jayson Shaw, fyrirliði Evrópuliðsins, brást reiður við hátterni áhorfanda þegar hann var að keppa við Skyler Woodward. Ekki er ljóst hvað áhorfandinn gerði til að ögra Shaw en Skotanum varð að minnsta kosti heitt í hamsi. Hann kallaði blótsyrði að áhorfandanum og lét hann vita að hann væri alveg til í að fara út fyrir höllina til að útkljá málin, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. WOW! 😳Jayson Shaw is not happy with somebody in the crowd 👀🍿#MosconiCup 🇪🇺🇺🇸 pic.twitter.com/z63n2RkMMT— Matchroom Pool (@MatchroomPool) December 3, 2025 Shaw vann svo öruggan sigur í viðureigninni og átti sinn þátt í því að Evrópa endaði með 4-0 forskot eftir fyrsta dag mótsins. Shaw hafði verið kokhraustur fyrir mótið enda Evrópu gengið vel og unnið síðustu fimm skipti, á þessu móti sem svipar til Ryder-bikarsins þekkta í golfi. „Ég held að þeim takist ekki að stöðva niðursveifluna. Þessir sömu fimm töpuðu með sannfærandi hætti í fyrra svo ég held að við vitum hvað þarf að gera,“ sagði Shaw við Sky Sports fyrir mótið. „Við spilum okkar leik og tökum frumkvæðið, þá molna þeir niður. Þeir gera það alltaf. Við sjáum það á andlitum þeirra – það er munurinn á okkur og þeim,“ sagði Shaw. Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira
Skotinn Jayson Shaw, fyrirliði Evrópuliðsins, brást reiður við hátterni áhorfanda þegar hann var að keppa við Skyler Woodward. Ekki er ljóst hvað áhorfandinn gerði til að ögra Shaw en Skotanum varð að minnsta kosti heitt í hamsi. Hann kallaði blótsyrði að áhorfandanum og lét hann vita að hann væri alveg til í að fara út fyrir höllina til að útkljá málin, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. WOW! 😳Jayson Shaw is not happy with somebody in the crowd 👀🍿#MosconiCup 🇪🇺🇺🇸 pic.twitter.com/z63n2RkMMT— Matchroom Pool (@MatchroomPool) December 3, 2025 Shaw vann svo öruggan sigur í viðureigninni og átti sinn þátt í því að Evrópa endaði með 4-0 forskot eftir fyrsta dag mótsins. Shaw hafði verið kokhraustur fyrir mótið enda Evrópu gengið vel og unnið síðustu fimm skipti, á þessu móti sem svipar til Ryder-bikarsins þekkta í golfi. „Ég held að þeim takist ekki að stöðva niðursveifluna. Þessir sömu fimm töpuðu með sannfærandi hætti í fyrra svo ég held að við vitum hvað þarf að gera,“ sagði Shaw við Sky Sports fyrir mótið. „Við spilum okkar leik og tökum frumkvæðið, þá molna þeir niður. Þeir gera það alltaf. Við sjáum það á andlitum þeirra – það er munurinn á okkur og þeim,“ sagði Shaw.
Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira