Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2025 17:33 Adam Árni Róbertsson kominn í Þróttarabúninginn og að skoða aðstæður í Laugardalnum. Þróttur Reykjavík hefur keypt þriðja markahæsta leikmann Lengjudeildar karla í fótbolta í sumar. Framherjinn Adam Árni Róbertsson hefur skrifað undir samning við Þrótt en hann kemur til félagsins frá Grindavík þar sem hann hefur spilað síðustu tvö tímabil og var fyrirliði. Adam Árni er 26 ára gamall og spilaði fyrst með meistaraflokki Keflavíkur í B-deildinni sumarið 2017. Hann hefur spilað fyrir Keflavík í A-deildinni og skoraði alls 5 mörk í 51 leik. Adam gerði góða hluti með Grindavíkurliðinu í sumar, var þriðji markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar með fjórtán mörk og skoraði alls sextán mörk í 21 leik í deild og bikar sumarið 2025. Adam Árni hefur alls skorað 31 mark í 69 leikjum í B-deildinni og Þróttarar ætla að treysta á mörkin hans á komandi sumri. Liðið endaði í þriðja sæti í deildarkeppninni en datt síðan út á móti HK í undanúrslitum umspilsins um laust sæti í Bestu deildinni. Eldgosamyndir og mörk Þróttarar kynna nýjan leikmann með eldgosamyndum og svipmyndum frá mörgum af mörgum hans síðasta sumar. Grindavík segir frá því á sínum miðlum að Þróttur R hafi keypt Adam Árna af Grindavík. „Grindavík vill þakka honum fyrir hans framlag seinustu ár sem gleymist seint,“ segir á miðlum Grindvíkinga. Adam Árni skoraði eitt mark í 4-2 sigri Grindavíkur á Þrótti í maí en skoraði ekki í seinni leik liðanna. Höfðu lengi augastað á honum „Við höfum haft augastað á Adam Árna um lengri tíma og lýsum mikilli ánægju með komu hans í Þrótt. Hann mun styrkja okkar unga og efnilega lið mjög mikið enda hörkuleikmaður,” sagði Kristján Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar Þróttar, í frétt á heimasíðu Þróttar. „Adam Árni hafði úr mörgum kostum að velja en valdi Þrótt og það segir góða sögu. Við trúum því staðfastlega að koma hans muni styrkja möguleika Þróttar í baráttu fyrir sæti í bestu deildinni sumarið 2026. Við bjóðum Adam Árna velkominn í Laugardalinn,” sagði Kristján. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Þróttur (@throttur) Þróttur Reykjavík UMF Grindavík Lengjudeild karla Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Framherjinn Adam Árni Róbertsson hefur skrifað undir samning við Þrótt en hann kemur til félagsins frá Grindavík þar sem hann hefur spilað síðustu tvö tímabil og var fyrirliði. Adam Árni er 26 ára gamall og spilaði fyrst með meistaraflokki Keflavíkur í B-deildinni sumarið 2017. Hann hefur spilað fyrir Keflavík í A-deildinni og skoraði alls 5 mörk í 51 leik. Adam gerði góða hluti með Grindavíkurliðinu í sumar, var þriðji markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar með fjórtán mörk og skoraði alls sextán mörk í 21 leik í deild og bikar sumarið 2025. Adam Árni hefur alls skorað 31 mark í 69 leikjum í B-deildinni og Þróttarar ætla að treysta á mörkin hans á komandi sumri. Liðið endaði í þriðja sæti í deildarkeppninni en datt síðan út á móti HK í undanúrslitum umspilsins um laust sæti í Bestu deildinni. Eldgosamyndir og mörk Þróttarar kynna nýjan leikmann með eldgosamyndum og svipmyndum frá mörgum af mörgum hans síðasta sumar. Grindavík segir frá því á sínum miðlum að Þróttur R hafi keypt Adam Árna af Grindavík. „Grindavík vill þakka honum fyrir hans framlag seinustu ár sem gleymist seint,“ segir á miðlum Grindvíkinga. Adam Árni skoraði eitt mark í 4-2 sigri Grindavíkur á Þrótti í maí en skoraði ekki í seinni leik liðanna. Höfðu lengi augastað á honum „Við höfum haft augastað á Adam Árna um lengri tíma og lýsum mikilli ánægju með komu hans í Þrótt. Hann mun styrkja okkar unga og efnilega lið mjög mikið enda hörkuleikmaður,” sagði Kristján Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar Þróttar, í frétt á heimasíðu Þróttar. „Adam Árni hafði úr mörgum kostum að velja en valdi Þrótt og það segir góða sögu. Við trúum því staðfastlega að koma hans muni styrkja möguleika Þróttar í baráttu fyrir sæti í bestu deildinni sumarið 2026. Við bjóðum Adam Árna velkominn í Laugardalinn,” sagði Kristján. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Þróttur (@throttur)
Þróttur Reykjavík UMF Grindavík Lengjudeild karla Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira