„Okkur sjálfum að kenna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2025 22:28 Diogo Dalot fagnar marki sínu fyrir Manchester United í kvöld. Getty/ Ash Donelon Diogo Dalot hélt að hann væri búinn að tryggja Manchester United sigurinn þegar hann var tekinn af velli en þurfti síðan að horfa upp á West Ham jafna metin á lokamínútum leiksins. United missti af tækifærinu að komast upp í fimmta sæti deildarinnar. „Vonsvikinn. Þegar við erum 1-0 yfir og 30 mínútur eftir, þá finnst mér að við verðum að stjórna leiknum miklu betur. Sérstaklega á Old Trafford. Við megum ekki verða jafn óöruggir og við urðum eftir markið. Við vorum kannski aðeins kærulausari með boltann,“ sagði Diogo Dalot, markaskorari Manchester United, í samtali við Sky Sport. Við vorum með leikinn í höndunum „Auðvitað vonsvikinn með jafnteflið. Við vorum með leikinn í höndunum,“ sagði Dalot. „Þetta er lausnin sem við þurfum að finna. Það getur verið margt. Þetta ætti ekki að vera svona því maður er að berjast í sextíu mínútur til að skora mark og þegar það gerist ætti maður að halda áfram að gera það sama, stjórna enn betur, vera lengur með boltann svo við getum verið ráðandi. Sérstaklega spilið sem leiðir að hornspyrnunni sem við fengum á okkur – það er svona spil sem við þurfum að forðast, sérstaklega gegn liðum sem eru góð í skyndisóknum,“ sagði Dalot. „Og við vissum í dag að þeir myndu leita að skyndisóknum og föstum leikatriðum og því miður gátum við ekki haldið út en á endanum verðum við að líta í eigin barm. Mér finnst þetta frekar vera okkur sjálfum að kenna en West Ham að þakka,“ sagði Dalot. Myndi skipta því út fyrir stigin þrjú án þess að hugsa mig um Um fyrsta mark sitt í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford: „Þetta er frábær tilfinning. Alltaf þegar maður fær tækifæri til að skora fyrir svona félag er það magnað. Sérstaklega fyrir framan Stretford End. En á endanum er bragðið ekki það sama, ég myndi skipta því út fyrir stigin þrjú án þess að hugsa mig um. En ég er ánægður með að hjálpa liðinu á allan hátt, hvort sem það er með marki eða einhverju öðru,“ sagði Dalot. „En svona úrslit gefa manni eitthvað til að skoða. Við getum ekki verið að vinna á heimavelli með 30 mínútur eftir og ekki stjórnað leiknum,“ sagði Dalot. „Mér finnst þessi úrslit gríðarlega mikilvæg. Við erum á þeim tíma árs þar sem maður má ekki tapa of mörgum stigum, annars verður bilið upp í toppinn enn meira. Á þessu tímabili er bilið stutt, en það kemur að því að liðin byrja að dreifast og við viljum vera þar, við viljum vera í efstu fjórum, efstu fimm. Það er markmiðið, við verðum að vera þar. Í dag fengum við stórt tækifæri, ég held að þess vegna séu vonbrigðin enn meiri,“ sagði Dalot. Enski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Sjá meira
„Vonsvikinn. Þegar við erum 1-0 yfir og 30 mínútur eftir, þá finnst mér að við verðum að stjórna leiknum miklu betur. Sérstaklega á Old Trafford. Við megum ekki verða jafn óöruggir og við urðum eftir markið. Við vorum kannski aðeins kærulausari með boltann,“ sagði Diogo Dalot, markaskorari Manchester United, í samtali við Sky Sport. Við vorum með leikinn í höndunum „Auðvitað vonsvikinn með jafnteflið. Við vorum með leikinn í höndunum,“ sagði Dalot. „Þetta er lausnin sem við þurfum að finna. Það getur verið margt. Þetta ætti ekki að vera svona því maður er að berjast í sextíu mínútur til að skora mark og þegar það gerist ætti maður að halda áfram að gera það sama, stjórna enn betur, vera lengur með boltann svo við getum verið ráðandi. Sérstaklega spilið sem leiðir að hornspyrnunni sem við fengum á okkur – það er svona spil sem við þurfum að forðast, sérstaklega gegn liðum sem eru góð í skyndisóknum,“ sagði Dalot. „Og við vissum í dag að þeir myndu leita að skyndisóknum og föstum leikatriðum og því miður gátum við ekki haldið út en á endanum verðum við að líta í eigin barm. Mér finnst þetta frekar vera okkur sjálfum að kenna en West Ham að þakka,“ sagði Dalot. Myndi skipta því út fyrir stigin þrjú án þess að hugsa mig um Um fyrsta mark sitt í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford: „Þetta er frábær tilfinning. Alltaf þegar maður fær tækifæri til að skora fyrir svona félag er það magnað. Sérstaklega fyrir framan Stretford End. En á endanum er bragðið ekki það sama, ég myndi skipta því út fyrir stigin þrjú án þess að hugsa mig um. En ég er ánægður með að hjálpa liðinu á allan hátt, hvort sem það er með marki eða einhverju öðru,“ sagði Dalot. „En svona úrslit gefa manni eitthvað til að skoða. Við getum ekki verið að vinna á heimavelli með 30 mínútur eftir og ekki stjórnað leiknum,“ sagði Dalot. „Mér finnst þessi úrslit gríðarlega mikilvæg. Við erum á þeim tíma árs þar sem maður má ekki tapa of mörgum stigum, annars verður bilið upp í toppinn enn meira. Á þessu tímabili er bilið stutt, en það kemur að því að liðin byrja að dreifast og við viljum vera þar, við viljum vera í efstu fjórum, efstu fimm. Það er markmiðið, við verðum að vera þar. Í dag fengum við stórt tækifæri, ég held að þess vegna séu vonbrigðin enn meiri,“ sagði Dalot.
Enski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Sjá meira