Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar 6. desember 2025 12:01 Það er orðið ljóst að mótorhjólaeigendur á Íslandi eru að verða fyrir tvöfaldri skattatlögu. Annars vegar með hækkun á þegar háu vörugjaldi (sem leggst á við innflutning til landsins) og hins vegar með fyrirhuguðu kílómetragjaldi sem á að leggjast á mótorhjól með sama hætti og fólksbifreiðar og önnur þung ökutæki. Þessar aðgerðir bera þess merki að stjórnvöld skorti skilning á tilgangi umhverfisáhrifum og notkunarmynstri mótorhjóla sem farartæki. Niðurstaðan er gjaldtak sem stenst hvorki rök né sanngirnissjónarmið og virðist undirliggjandi ástæða vera sú að mótorhjól séu einhver lúxusvara fyrir forréttindapésa. Í dag bera mótorhjól 30% vörugjald, en til stendur að hækka það í 40%. Enn sérkennilegra er að mótorhjól eru í sama vörugjaldaflokki og hópferðabifreiðar fyrir 10 farþega eða fleiri, svo lengi sem heildarþyngd þeirra er undir 5 tonnum. En ef rútan er með hópferðaleyfi, lækkar vörugjaldið í 5%. Mótorhjól frekar létt eða á milli 150-250 kg að meðaltali með litlum mótorum, sitja eftir með 40% gjöld. Ríkisstjórnin ætti frekar að hvetja til notkunar mótorhjóla þar sem þau taka lítið pláss, menga lítið og slíta vegum landsins svo gott sem ekki neitt. Frá 2010 hefur meginregla vörugjalda verið skýr um að mengunartölur frá framleiðanda ökutækja ráða almennt skattlagningu Ný mótorhjól verða að standast Euro 5+ umhverfisstaðal, þann strangasta sem settur hefur verið á brunahreyflum. Þau menga lítið, eru létt og slíta vegum vart nokkuð. Þrátt fyrir það eru þau skattlögð eins og atvinnuflutningatæki. Það er enginn faglegur rökstuðningur fyrir þessari nálgun og gagnrýnin á henni er svarað með einkennisorðum ríkisstjórnarinnar um að hún sé á misskilningi byggð. Á sama tíma bera fjórhjól og sérstaklega svokallaðir buggy-bílar engin vörugjöld, þar sem þeir eru skráðir sem dráttarbílar, þrátt fyrir að vera í reynd að mestu notaðir sem leiktæki hjá efnamiklum einstaklingum en aðeins að litlu leyti sem landbúnaðartæki hjá bændum. Víkur þá að kílómetragjaldinu. Að auki hyggjast stjórnvöld leggja á kílómetragjald sem á í tifelli mótorhjóla að vera 40% lægra en kílómetragjald fólksbifreiða eða 4,15 krónur á hvern ekinn kílómetra. Gagnrýni mótorhjólamanna á þessa niðurstöðu háttvirts fjármála- og efnahagsráðherra hefur að sjálfsögðu verið á „misskilningi byggð“ og hún yfirleitt rökstudd með dylgjum og útúrsnúningum ráðherrans. Mikilvægt er að fólk sem setur þessi lög geri sér grein fyrir því að stór hluti aksturs á mótorhjólum fer ekki fram á malbikuðum vegum. Skráð mótorhjól eru í mörgum tilfellum dregin á kerrum á þá staði eða svæði þar sem þeim er ætluð notkun. Mótorhjól á Íslandi eru mjög mikið notuð á fjallvegum, í þolakstri á lokuðum keppnissvæðum og á æfinga- og viðurkenndum íþróttasvæðum. Undirritaður ásamt rúmlega 300 öðrum tók t.d. þátt í 5 klukkustunda þolakstri að Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi fyrr á árinu og keyrði þar á götuskráðu mótorhjóli um 250 kílómetra á túnum landeiganda þar á bæ. Akstur undirritaðs og allra hinna hefði skilað ríkinu rúmar 300.000 krónur í skatttekjur af kílómetragjaldi án þess nokkur maður hafi komist í tæri við bundið slitlag. Að innheimta vegafjármögnunargjald af akstri sem á sér ekki stað á vegakerfinu er með öllu óverjandi. Þetta er eins og að rukka flugvallarskatt af fólki sem aldrei flýgur. Ef kílómetragjald verður lagt á mótorhjól í þessari mynd má gera ráð fyrir fullkomlega fyrirsjáanlegri hegðun. Fólk mun aftengja kílómetrateljara. Það er ólöglegt en nánast óhjákvæmilegt þegar stjórnvöld setja skatt sem nær enginn upplifir sem réttlátan eða skynsamlegan. Þegar skattheimta er rofin frá raunverulegri notkun verður undanskot leið sem fólk grípur til. Hvort sem rætt er um vörugjöld eða kílómetragjöld, þá er niðurstaðan sú sama:Stjórnvöld eru að leggja órökréttan skatt á létt, vistvæn og lítið slitandi ökutæki og umbuna þyngri og mengandi tækjum með sérundantekningum. Ef vilji er til að fjármagna vegakerfið á sanngjörnum grunni styðja við fjölbreyttar samgöngur, hvetja til léttari og sparneytnari ökutækja og draga úr mengun þá þurfa gjöldin að endurspegla raunveruleg áhrif. Höfundur er framkvæmdastjóri KTM á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er orðið ljóst að mótorhjólaeigendur á Íslandi eru að verða fyrir tvöfaldri skattatlögu. Annars vegar með hækkun á þegar háu vörugjaldi (sem leggst á við innflutning til landsins) og hins vegar með fyrirhuguðu kílómetragjaldi sem á að leggjast á mótorhjól með sama hætti og fólksbifreiðar og önnur þung ökutæki. Þessar aðgerðir bera þess merki að stjórnvöld skorti skilning á tilgangi umhverfisáhrifum og notkunarmynstri mótorhjóla sem farartæki. Niðurstaðan er gjaldtak sem stenst hvorki rök né sanngirnissjónarmið og virðist undirliggjandi ástæða vera sú að mótorhjól séu einhver lúxusvara fyrir forréttindapésa. Í dag bera mótorhjól 30% vörugjald, en til stendur að hækka það í 40%. Enn sérkennilegra er að mótorhjól eru í sama vörugjaldaflokki og hópferðabifreiðar fyrir 10 farþega eða fleiri, svo lengi sem heildarþyngd þeirra er undir 5 tonnum. En ef rútan er með hópferðaleyfi, lækkar vörugjaldið í 5%. Mótorhjól frekar létt eða á milli 150-250 kg að meðaltali með litlum mótorum, sitja eftir með 40% gjöld. Ríkisstjórnin ætti frekar að hvetja til notkunar mótorhjóla þar sem þau taka lítið pláss, menga lítið og slíta vegum landsins svo gott sem ekki neitt. Frá 2010 hefur meginregla vörugjalda verið skýr um að mengunartölur frá framleiðanda ökutækja ráða almennt skattlagningu Ný mótorhjól verða að standast Euro 5+ umhverfisstaðal, þann strangasta sem settur hefur verið á brunahreyflum. Þau menga lítið, eru létt og slíta vegum vart nokkuð. Þrátt fyrir það eru þau skattlögð eins og atvinnuflutningatæki. Það er enginn faglegur rökstuðningur fyrir þessari nálgun og gagnrýnin á henni er svarað með einkennisorðum ríkisstjórnarinnar um að hún sé á misskilningi byggð. Á sama tíma bera fjórhjól og sérstaklega svokallaðir buggy-bílar engin vörugjöld, þar sem þeir eru skráðir sem dráttarbílar, þrátt fyrir að vera í reynd að mestu notaðir sem leiktæki hjá efnamiklum einstaklingum en aðeins að litlu leyti sem landbúnaðartæki hjá bændum. Víkur þá að kílómetragjaldinu. Að auki hyggjast stjórnvöld leggja á kílómetragjald sem á í tifelli mótorhjóla að vera 40% lægra en kílómetragjald fólksbifreiða eða 4,15 krónur á hvern ekinn kílómetra. Gagnrýni mótorhjólamanna á þessa niðurstöðu háttvirts fjármála- og efnahagsráðherra hefur að sjálfsögðu verið á „misskilningi byggð“ og hún yfirleitt rökstudd með dylgjum og útúrsnúningum ráðherrans. Mikilvægt er að fólk sem setur þessi lög geri sér grein fyrir því að stór hluti aksturs á mótorhjólum fer ekki fram á malbikuðum vegum. Skráð mótorhjól eru í mörgum tilfellum dregin á kerrum á þá staði eða svæði þar sem þeim er ætluð notkun. Mótorhjól á Íslandi eru mjög mikið notuð á fjallvegum, í þolakstri á lokuðum keppnissvæðum og á æfinga- og viðurkenndum íþróttasvæðum. Undirritaður ásamt rúmlega 300 öðrum tók t.d. þátt í 5 klukkustunda þolakstri að Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi fyrr á árinu og keyrði þar á götuskráðu mótorhjóli um 250 kílómetra á túnum landeiganda þar á bæ. Akstur undirritaðs og allra hinna hefði skilað ríkinu rúmar 300.000 krónur í skatttekjur af kílómetragjaldi án þess nokkur maður hafi komist í tæri við bundið slitlag. Að innheimta vegafjármögnunargjald af akstri sem á sér ekki stað á vegakerfinu er með öllu óverjandi. Þetta er eins og að rukka flugvallarskatt af fólki sem aldrei flýgur. Ef kílómetragjald verður lagt á mótorhjól í þessari mynd má gera ráð fyrir fullkomlega fyrirsjáanlegri hegðun. Fólk mun aftengja kílómetrateljara. Það er ólöglegt en nánast óhjákvæmilegt þegar stjórnvöld setja skatt sem nær enginn upplifir sem réttlátan eða skynsamlegan. Þegar skattheimta er rofin frá raunverulegri notkun verður undanskot leið sem fólk grípur til. Hvort sem rætt er um vörugjöld eða kílómetragjöld, þá er niðurstaðan sú sama:Stjórnvöld eru að leggja órökréttan skatt á létt, vistvæn og lítið slitandi ökutæki og umbuna þyngri og mengandi tækjum með sérundantekningum. Ef vilji er til að fjármagna vegakerfið á sanngjörnum grunni styðja við fjölbreyttar samgöngur, hvetja til léttari og sparneytnari ökutækja og draga úr mengun þá þurfa gjöldin að endurspegla raunveruleg áhrif. Höfundur er framkvæmdastjóri KTM á Íslandi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun