Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 7. desember 2025 14:02 Íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum. Hagvöxtur er að minnka og óvissa eykst á meðan álögur á atvinnulífið aukast stöðugt í formi hærri vörugjalda, veiðigjalds og annarra íþyngjandi þátta. Þó slíkar álögur kunni að vera réttlætanlegar út frá tilteknum sjónarhornum, skapa þær skilyrði sem hamlar verðmætasköpun og dregur úr samkeppnishæfni. Hvað getum við gert? Leiðin út úr efnahagslegum áskorunum felst í vexti sem byggir á nýsköpun, aukinni framleiðni og tæknilausnum. Við getum ekki lengur treyst á gamlar leiðir eða heppni. Við verðum að byggja upp nýjar tekjuöflunarleiðir og styrkja undirstöður hagkerfisins, samhliða því að styrkja innviði samfélagsins. Nýsköpun sem grunnur velgengni Málefni nýsköpunar og þekkingargreina standa nú frammi fyrir byltingu gervigreindar og stafrænna lausna. Ísland þarf því nauðsynlega heildstæðari stefnu um áherslur í nýsköpun þvert á atvinnugreinar svo við stöndum jafnfætis fremstu nýsköpunarríkjum heims. Þetta er undirstaða samkeppnishæfni okkar, lífskjara og byggðaþróunar til framtíðar. Vistkerfi nýsköpunar Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar er nú til umræðu á Alþingi. Í því samhengi höfum við í Framsókn lagt til ýmsar hugmyndir til að styrkja innviði samfélagsins, ekki síst á sviði nýsköpunar. Þannig leggur Framsókn til að þróað verði vistkerfi nýsköpunar. Slíkt vistkerfi felst í lifandi neti og samspili háskóla, fyrirtækja, fjárfesta, hins opinbera, innviða og hvata (með lögum) sem vinnur saman að því að breyta hugmyndum í verðmæti fyrir atvinnulíf, samfélag og byggðir um allt land. Slíkt net kallar á heildarhugsun og samvinnu þvert á fyrirtæki og stofnanir. Stóra málið Eins og flestir þekkja til er gervigreind að gjörbreyta öllum framleiðsluháttum, samskiptum og innviðum samfélaga. Tryggja þarf að ný tækni styðji við aukna velmegun og samfélagslegan ábata á öllum sviðum með lausnum á sviði orkuskipta, loftslagsmála, matvælaframleiðslu, heilbrigðisþjónustu og náttúruverndar, svo dæmi séu nefnd. Í því ljósi þarf Ísland einnig að vera virkur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi á borð við Horizon Europe og norræn gervigreindarnet. Nýsköpun um allt land Nýsköpun má ekki vera bundin við höfuðborgarsvæðið. Byggja þarf upp innviði, tækni og ráðgjöf í öllum landshlutum þannig að hugmyndir, störf og verðmæti geti orðið til hvar sem er á landinu. Tvíþætt hvatastefna Nauðsynlegt er að efla frumstig hugmyndavinnu en þar kviknar nýsköpunin. Framsókn leggur því til stofnun sérstaks nýsköpunarsjóðs landsbyggðarinnar, með 500.000–1.500.000 kr. styrkjum fyrir einstaklinga og litlar teymishugmyndir. Þessi sjóður fyllir tómarúm sem hefðbundin styrkjakerfi ná ekki að dekka, sérstaklega í dreifðum byggðum. Samhliða þessu hefur Framsókn mótað áherslur fyrir stærri fjárfestingar með hraðari afskriftum (svo dæmi sé tekið) þegar fyrirtæki fjárfesta í sjálfbærum, skilvirkum og grænum tækjum. Markmiðið er að örva fjárfestingar í tækni sem eykur framleiðni, dregur úr kostnaði og skapar samkeppnisforskot á alþjóðamarkaði. Þannig fáum við tvíþætta nálgun: smáir hvatar fyrir hugmyndafasa og einstaklinga, en stórir hvatar fyrir fyrirtæki sem ráðast í tækni- og framleiðniaukandi fjárfestingar. Hvatar skipta öllu máli Skattalegir hvatar eru það sem kveikir og styður við fyrstu skref frumkvöðla bæði einstaklinga og innan stórra fyrirtækja. Þeir draga úr áhættu, flýta fjárfestingum og tryggja að hugmyndir þróist í raunveruleg verkefni. Án hvata hægir á ferli við sköpun nýrra hugmynda, en með réttum hvötum hleypur kraftur í nýsköpun og atvinnulíf. Breytingartillaga Í ofangreindu ljósi leggur Framsókn til að fjármagn verði aukið um 500 milljónir króna í málefnasvið 7 um nýsköpun í fjárlagafrumvarpi 2026. Þessi aukning mun styrkja uppbyggingu heildræns vistkerfis nýsköpunar, fjármagna nýjan landsbyggðarsjóð fyrir frumstigs hugmyndir, efla alþjóðlegt samstarf á sviði nýsköpunar og gervigreindar, tryggja að nýsköpunartækifæri séu til staðar um allt land og styðja við skattahvatakerfi fyrir fjárfestingar í tækni og framleiðniaukningu. Allt slíkt þarf þó að undirbúa af kostgæfni og á grunni samráðs. Ef Ísland ætlar sér að vaxa út úr efnahagslegum áskorunum er þetta eina leiðin: heildstætt vistkerfi nýsköpunar, sterkir innviðir, alþjóðleg tenging og hvatar á öllum stigum nýsköpunar. Slíkt er fjárfesting í framtíð Íslands. Höfundur er alþingismaður Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokkurinn Nýsköpun Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum. Hagvöxtur er að minnka og óvissa eykst á meðan álögur á atvinnulífið aukast stöðugt í formi hærri vörugjalda, veiðigjalds og annarra íþyngjandi þátta. Þó slíkar álögur kunni að vera réttlætanlegar út frá tilteknum sjónarhornum, skapa þær skilyrði sem hamlar verðmætasköpun og dregur úr samkeppnishæfni. Hvað getum við gert? Leiðin út úr efnahagslegum áskorunum felst í vexti sem byggir á nýsköpun, aukinni framleiðni og tæknilausnum. Við getum ekki lengur treyst á gamlar leiðir eða heppni. Við verðum að byggja upp nýjar tekjuöflunarleiðir og styrkja undirstöður hagkerfisins, samhliða því að styrkja innviði samfélagsins. Nýsköpun sem grunnur velgengni Málefni nýsköpunar og þekkingargreina standa nú frammi fyrir byltingu gervigreindar og stafrænna lausna. Ísland þarf því nauðsynlega heildstæðari stefnu um áherslur í nýsköpun þvert á atvinnugreinar svo við stöndum jafnfætis fremstu nýsköpunarríkjum heims. Þetta er undirstaða samkeppnishæfni okkar, lífskjara og byggðaþróunar til framtíðar. Vistkerfi nýsköpunar Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar er nú til umræðu á Alþingi. Í því samhengi höfum við í Framsókn lagt til ýmsar hugmyndir til að styrkja innviði samfélagsins, ekki síst á sviði nýsköpunar. Þannig leggur Framsókn til að þróað verði vistkerfi nýsköpunar. Slíkt vistkerfi felst í lifandi neti og samspili háskóla, fyrirtækja, fjárfesta, hins opinbera, innviða og hvata (með lögum) sem vinnur saman að því að breyta hugmyndum í verðmæti fyrir atvinnulíf, samfélag og byggðir um allt land. Slíkt net kallar á heildarhugsun og samvinnu þvert á fyrirtæki og stofnanir. Stóra málið Eins og flestir þekkja til er gervigreind að gjörbreyta öllum framleiðsluháttum, samskiptum og innviðum samfélaga. Tryggja þarf að ný tækni styðji við aukna velmegun og samfélagslegan ábata á öllum sviðum með lausnum á sviði orkuskipta, loftslagsmála, matvælaframleiðslu, heilbrigðisþjónustu og náttúruverndar, svo dæmi séu nefnd. Í því ljósi þarf Ísland einnig að vera virkur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi á borð við Horizon Europe og norræn gervigreindarnet. Nýsköpun um allt land Nýsköpun má ekki vera bundin við höfuðborgarsvæðið. Byggja þarf upp innviði, tækni og ráðgjöf í öllum landshlutum þannig að hugmyndir, störf og verðmæti geti orðið til hvar sem er á landinu. Tvíþætt hvatastefna Nauðsynlegt er að efla frumstig hugmyndavinnu en þar kviknar nýsköpunin. Framsókn leggur því til stofnun sérstaks nýsköpunarsjóðs landsbyggðarinnar, með 500.000–1.500.000 kr. styrkjum fyrir einstaklinga og litlar teymishugmyndir. Þessi sjóður fyllir tómarúm sem hefðbundin styrkjakerfi ná ekki að dekka, sérstaklega í dreifðum byggðum. Samhliða þessu hefur Framsókn mótað áherslur fyrir stærri fjárfestingar með hraðari afskriftum (svo dæmi sé tekið) þegar fyrirtæki fjárfesta í sjálfbærum, skilvirkum og grænum tækjum. Markmiðið er að örva fjárfestingar í tækni sem eykur framleiðni, dregur úr kostnaði og skapar samkeppnisforskot á alþjóðamarkaði. Þannig fáum við tvíþætta nálgun: smáir hvatar fyrir hugmyndafasa og einstaklinga, en stórir hvatar fyrir fyrirtæki sem ráðast í tækni- og framleiðniaukandi fjárfestingar. Hvatar skipta öllu máli Skattalegir hvatar eru það sem kveikir og styður við fyrstu skref frumkvöðla bæði einstaklinga og innan stórra fyrirtækja. Þeir draga úr áhættu, flýta fjárfestingum og tryggja að hugmyndir þróist í raunveruleg verkefni. Án hvata hægir á ferli við sköpun nýrra hugmynda, en með réttum hvötum hleypur kraftur í nýsköpun og atvinnulíf. Breytingartillaga Í ofangreindu ljósi leggur Framsókn til að fjármagn verði aukið um 500 milljónir króna í málefnasvið 7 um nýsköpun í fjárlagafrumvarpi 2026. Þessi aukning mun styrkja uppbyggingu heildræns vistkerfis nýsköpunar, fjármagna nýjan landsbyggðarsjóð fyrir frumstigs hugmyndir, efla alþjóðlegt samstarf á sviði nýsköpunar og gervigreindar, tryggja að nýsköpunartækifæri séu til staðar um allt land og styðja við skattahvatakerfi fyrir fjárfestingar í tækni og framleiðniaukningu. Allt slíkt þarf þó að undirbúa af kostgæfni og á grunni samráðs. Ef Ísland ætlar sér að vaxa út úr efnahagslegum áskorunum er þetta eina leiðin: heildstætt vistkerfi nýsköpunar, sterkir innviðir, alþjóðleg tenging og hvatar á öllum stigum nýsköpunar. Slíkt er fjárfesting í framtíð Íslands. Höfundur er alþingismaður Framsóknar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun