Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. desember 2025 15:35 Owen segist skilja líðan Salah vel en gjörðir hans verr. Samsett/Getty Michael Owen, fyrrum framherji Liverpool, sem varð síðar óvinsæll hjá félaginu þegar hann samdi við Manchester United, hefur lagt orð í belg varðandi framgang Mohamed Salah eftir leik Liverpool við Leeds í gær. Owen hefur unnið sem sérfræðingur í sjónvarpi undanfarin ár en tjáði sig um mál Salah á samfélagsmiðlinum X í morgun. Salah fór hörðum orðum um stjórnendur Liverpool eftir leik liðsins við Leeds í gær sem lauk með 3-3 jafntefli. Um var að ræða þriðja leikinn í röð þar sem Salah sat á varamannabekknum eftir dræmt gengi í aðdragandanum. Salah sagði þá sem valdið hafa gera sig að blóraböggli og að samband hans við þjálfarann Arne Slot væri brostið. Owen segist skilja afstöðu Salah en skilur ekkert í því að hann láti hana í ljós með þessum hætti, og á þessum tímapunkti. „Ó, Mo Salah. Ég get ímyndað mér hvernig þér líður. Þú ert búinn að bera þetta lið á herðum þér í langan tíma og unnið allt sem hægt er að vinna. En þetta er liðsíþrótt og þú getur ekki sagt það sem þú sagðir,“ segir Owen og bætir við: Oh @mosalah 🫣 I can imagine how you feel. You’ve carried this team for a long time and won everything there is to win. But this is a team game and you simply can’t publicly say what you’ve said. You’re going to afcon in a week. Surely you bite your lip, enjoy representing your…— Michael Owen (@themichaelowen) December 7, 2025 „Þú ert á leið á Afríkukeppnina eftir viku. Þú hlýtur að geta haldið aftur af þér, notið þess að spila fyrir þjóð þína og séð hvernig landið liggur eftir viku?“ Ljóst er að nóg verður að gera á skrifstofu Liverpool næstu daga og óljóst hvað verður í framhaldinu. Ólíklegt þykir að Slot og Salah geti slíðrað sverðin og leiða má að því líkur að annar þeirra yfirgefi félagið, ef ekki hreinlega báðir. Liverpool á leik við Inter Milan í Meistaradeild Evrópu í Mílanó á þriðjudagskvöldið kemur og mætir síðan Brighton á Anfield næsta laugardag. Í kjölfarið heldur Salah á Afríkumótið með egypska landsliðinu. Enski boltinn Tengdar fréttir Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Mohamed Salah segir Liverpool hafa fleygt sér undir rútuna, efast um framtíð sína hjá félaginu og segir samband hans og Arne Slot brostið. Egyptinn var á varamannabekknum hjá liðinu þriðja leikinn í röð í 3-3 jafntefli við Leeds United í kvöld. 6. desember 2025 21:46 Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, gagnrýndi framkomu Mohamed Salah eftir leik liðsins við Leeds í gær. Salah rauf þögnina við fjölmiðla eftir þriðja leik hans á varamannabekk liðsins í röð þar sem hann útilokaði ekki brottför frá félaginu. 7. desember 2025 09:04 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira
Owen hefur unnið sem sérfræðingur í sjónvarpi undanfarin ár en tjáði sig um mál Salah á samfélagsmiðlinum X í morgun. Salah fór hörðum orðum um stjórnendur Liverpool eftir leik liðsins við Leeds í gær sem lauk með 3-3 jafntefli. Um var að ræða þriðja leikinn í röð þar sem Salah sat á varamannabekknum eftir dræmt gengi í aðdragandanum. Salah sagði þá sem valdið hafa gera sig að blóraböggli og að samband hans við þjálfarann Arne Slot væri brostið. Owen segist skilja afstöðu Salah en skilur ekkert í því að hann láti hana í ljós með þessum hætti, og á þessum tímapunkti. „Ó, Mo Salah. Ég get ímyndað mér hvernig þér líður. Þú ert búinn að bera þetta lið á herðum þér í langan tíma og unnið allt sem hægt er að vinna. En þetta er liðsíþrótt og þú getur ekki sagt það sem þú sagðir,“ segir Owen og bætir við: Oh @mosalah 🫣 I can imagine how you feel. You’ve carried this team for a long time and won everything there is to win. But this is a team game and you simply can’t publicly say what you’ve said. You’re going to afcon in a week. Surely you bite your lip, enjoy representing your…— Michael Owen (@themichaelowen) December 7, 2025 „Þú ert á leið á Afríkukeppnina eftir viku. Þú hlýtur að geta haldið aftur af þér, notið þess að spila fyrir þjóð þína og séð hvernig landið liggur eftir viku?“ Ljóst er að nóg verður að gera á skrifstofu Liverpool næstu daga og óljóst hvað verður í framhaldinu. Ólíklegt þykir að Slot og Salah geti slíðrað sverðin og leiða má að því líkur að annar þeirra yfirgefi félagið, ef ekki hreinlega báðir. Liverpool á leik við Inter Milan í Meistaradeild Evrópu í Mílanó á þriðjudagskvöldið kemur og mætir síðan Brighton á Anfield næsta laugardag. Í kjölfarið heldur Salah á Afríkumótið með egypska landsliðinu.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Mohamed Salah segir Liverpool hafa fleygt sér undir rútuna, efast um framtíð sína hjá félaginu og segir samband hans og Arne Slot brostið. Egyptinn var á varamannabekknum hjá liðinu þriðja leikinn í röð í 3-3 jafntefli við Leeds United í kvöld. 6. desember 2025 21:46 Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, gagnrýndi framkomu Mohamed Salah eftir leik liðsins við Leeds í gær. Salah rauf þögnina við fjölmiðla eftir þriðja leik hans á varamannabekk liðsins í röð þar sem hann útilokaði ekki brottför frá félaginu. 7. desember 2025 09:04 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira
Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Mohamed Salah segir Liverpool hafa fleygt sér undir rútuna, efast um framtíð sína hjá félaginu og segir samband hans og Arne Slot brostið. Egyptinn var á varamannabekknum hjá liðinu þriðja leikinn í röð í 3-3 jafntefli við Leeds United í kvöld. 6. desember 2025 21:46
Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, gagnrýndi framkomu Mohamed Salah eftir leik liðsins við Leeds í gær. Salah rauf þögnina við fjölmiðla eftir þriðja leik hans á varamannabekk liðsins í röð þar sem hann útilokaði ekki brottför frá félaginu. 7. desember 2025 09:04