„Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2025 09:01 Arne Slot með Ibrahima Konate á meðan allt lék í lyndi hjá Liverpool. Getty/Andrew Powell Það er óhætt að segja að Liverpool-miðvörðurinn Ibrahima Konaté hafi fengið að heyra það frá Messumönnum í gær þegar farið var yfir frammistöðu Frakkans á þessu vonbrigðartímabili fyrir Englandsmeistara Liverpool. Liverpool missti niður 2-0 forystu á móti Leeds um helgina og varð á endanum að sætta sig við 3-3 jafntefli. Konaté gaf vítaspyrnu í stöðunni 2-0 sem kom Leeds-mönnum inn í leikinn. Alberti Brynjari Ingasyni fannst þessi frammistaða Konaté vera enn eitt dæmið um slaka spilamennsku hans. Ekkert eðlilega heimskuleg ákvörðun „Þessi leikur var náttúrulega bara nánast kominn í hús. Þeir voru 2-0 yfir og sigur þarna hefði róað ástandið svo mikið fyrir [Arne] Slot. Þá hefðu þetta verið sjö stig í síðustu þremur leikjum,“ sagði Albert. „Þeir voru komnir í 2-0 og þessi leikur var í fullkomnu jafnvægi áður en hann henti sér í þessa tæklingu. Þetta er ekkert eðlilega heimskuleg ákvörðun hjá Konaté,“ sagði Albert og vildi líka meina að Konaté hafi gert mistök í öðru marki Leeds. Albert tók síðan fyrir fjölda atvika á leiktíðinni þar sem Konaté leit illa út í Liverpool-vörninni. „Það eru fimmtán leikir búnir á tímabili og það er hægt að finna svo rosalega margar klippur af Konaté,“ sagði Albert og sýndi nokkrar þeirra. Þetta er svo letilegt „Þetta er svo letilegt, fótavinnan er svo þung og hún er svo hæg. Þetta er bara leikur eftir leik þar sem Konaté á skítaframmistöðu,“ sagði Albert. „Það er eins og hann sé farinn í hausnum og vilji bara ekki meiðast,“ skaut Arnar Gunnlaugsson inn í. „Þetta er bara svo skrítið því þetta byrjaði bara strax í fyrstu umferð,“ sagði Albert. Hann benti líka á það að Arne Slot hefur verið óhræddur við að bekkja aðra leikmenn en Konaté er alltaf í liðinu. Slot er búinn að vera harður „Slot er búinn að vera harður. Við erum að tala um Salah hérna. Hann er harður að henda honum á bekkinn þrjá leiki í röð. Ég ber virðingu fyrir því, það er bara rétt hjá honum,“ sagði Albert og fór líka yfir aðra leikmenn Liverpool sem hefur sett á bekkinn. „Af hverju fær Konaté alltaf að vera í liðinu, maður sem vill ekki skrifa undir nýjan samning. Ég skil það ekki. Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot þarna þegar hann fór í fyrra. Það er eitthvað sem hann er með á honum,“ sagði Albert. Það má horfa á alla þessa umræðu um Ibrahima Konaté hér fyrir ofan. Enski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjá meira
Liverpool missti niður 2-0 forystu á móti Leeds um helgina og varð á endanum að sætta sig við 3-3 jafntefli. Konaté gaf vítaspyrnu í stöðunni 2-0 sem kom Leeds-mönnum inn í leikinn. Alberti Brynjari Ingasyni fannst þessi frammistaða Konaté vera enn eitt dæmið um slaka spilamennsku hans. Ekkert eðlilega heimskuleg ákvörðun „Þessi leikur var náttúrulega bara nánast kominn í hús. Þeir voru 2-0 yfir og sigur þarna hefði róað ástandið svo mikið fyrir [Arne] Slot. Þá hefðu þetta verið sjö stig í síðustu þremur leikjum,“ sagði Albert. „Þeir voru komnir í 2-0 og þessi leikur var í fullkomnu jafnvægi áður en hann henti sér í þessa tæklingu. Þetta er ekkert eðlilega heimskuleg ákvörðun hjá Konaté,“ sagði Albert og vildi líka meina að Konaté hafi gert mistök í öðru marki Leeds. Albert tók síðan fyrir fjölda atvika á leiktíðinni þar sem Konaté leit illa út í Liverpool-vörninni. „Það eru fimmtán leikir búnir á tímabili og það er hægt að finna svo rosalega margar klippur af Konaté,“ sagði Albert og sýndi nokkrar þeirra. Þetta er svo letilegt „Þetta er svo letilegt, fótavinnan er svo þung og hún er svo hæg. Þetta er bara leikur eftir leik þar sem Konaté á skítaframmistöðu,“ sagði Albert. „Það er eins og hann sé farinn í hausnum og vilji bara ekki meiðast,“ skaut Arnar Gunnlaugsson inn í. „Þetta er bara svo skrítið því þetta byrjaði bara strax í fyrstu umferð,“ sagði Albert. Hann benti líka á það að Arne Slot hefur verið óhræddur við að bekkja aðra leikmenn en Konaté er alltaf í liðinu. Slot er búinn að vera harður „Slot er búinn að vera harður. Við erum að tala um Salah hérna. Hann er harður að henda honum á bekkinn þrjá leiki í röð. Ég ber virðingu fyrir því, það er bara rétt hjá honum,“ sagði Albert og fór líka yfir aðra leikmenn Liverpool sem hefur sett á bekkinn. „Af hverju fær Konaté alltaf að vera í liðinu, maður sem vill ekki skrifa undir nýjan samning. Ég skil það ekki. Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot þarna þegar hann fór í fyrra. Það er eitthvað sem hann er með á honum,“ sagði Albert. Það má horfa á alla þessa umræðu um Ibrahima Konaté hér fyrir ofan.
Enski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjá meira