Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2025 11:29 Anutin Charnvirakul og Hun Manet, forsætisráðherrar Taílands og Kambódíu á ASEAN-ráðstefnunni í október. AP/Mark Schiefelbein Anutin Charnvirakul, forsætisráðherra Taílands, segir að ekki standi til að hefja viðræður við ráðamenn í Kambódíu að svo stöddu. Það verði ekki gert fyrr en Kambódíumenn verði við kröfum Taílendinga. „Eftir það sem þeir hafa gert okkar, þá verða engar viðræður,“ sagði ráðherrann. Forseti herforingjaráðs Taílands sagði einnig í morgun að markmið taílenska hersins væri að gera út af við hernaðargetu Kambódíumanna til langs tíma. Prime Minister Anutin Charnvirakul today dismissed the possibility of immediate negotiations with Cambodia, as a senior Thai military general said the Thai army aims to disable Cambodia’s military capability “for a long time.”“With what they have done to us, there will not be… pic.twitter.com/UKrx0WAFv6— Thai PBS World (@ThaiPBSWorld) December 8, 2025 Átök milli Taílands og Kambódíu brutust aftur út í gær en síðast kom til átaka milli ríkjanna í sumar. Ríkin deila um átta hundruð kílómetra löngum landamærum sem deilt hefur verið um í áratugi. Anutin var spurður í dag, samkvæmt frétt Ríkisútvarps Taílands, að því hvort hann hefði rætt við Anwar Ibrahim, forsætisráðherra Malasíu eða Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, síðan átökin brutust út á nýjan leik í gær. Þeir tveir komu að því að binda enda á síðustu átök milli ríkjanna fyrr í haust. Taílendingar riftu þó friðarsamkomulaginu í nóvember, þegar fjórir taílenskir hermenn særðust þegar jarðsprengja sprakk nærri landamærunum. Forsætisráðherrann, sem tók við embætti í september, sagðist ekki hafa rætt við Trump eða Anwar. Átökin væru milli Taílands og Kambódíu. Taílendingar hafa sakað Kambódíumenn um að hefja skothríð yfir landamærin en ráðamenn í Kambódíu þvertaka fyrir það. Sjá einnig: Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Anutin sagði einnig, samkvæmt Ríkisútvarpi Taílands, að mikilvægt væri að bregðast við þessum meintu árásum Kambódíumanna til að sýna fram á að þeir hefðu ekki átt að ógna fullveldi Taílands. Fjöldi fólks hefur flúið heimili sín í Kambódíu vegna árása frá Taílandi.AP/AKP Með mikla yfirburði á blaði Ummæli forsætisráðherrans og herforingjans gefa ekki til kynna að Taílendingar hafi áhuga á friðarviðræðum að svo stöddu. Taílendingar hafa verið að gera loftárásir í Kambódíu í dag en hernaðarlegir yfirburðir þeirra gagnvart nágrönnum þeirra eru töluverðir. Í það minnsta á blaði. Samkvæmt frétt Reuters voru fjárútlát Kambódíu til varnarmála um 1,3 milljarðar dala í fyrra. Um 124.300 manns eru í herafla Kambódíu og þar af flestir í hernum, eða 75 þúsund manns. Þeir eru sagðir eiga rúmlega tvö hundruð skriðdreka og um 480 stórskotaliðsvopn. Taílendingar vörðu 5,73 milljörðum dala til varnarmála í fyrra og eru rúmlega 360 þúsund menn í herafla ríkisins. Þar af eru 245 þúsund í hernum og eiga þeir um fjögur hundruð skriðdreka, rúmlega tólf hundruð bryndreka og um 2.600 stórskotaliðsvopn. ด่วน‼️ทหารไทยยิงปืนใหญ่ถล่มฐานทหารเขมรที่ปราสาทตาควาย#ทหารไทย #กองทัพภาคที่2 #กองทัพบก #ปราสาทตาควาย #ทหารกัมพูชา #ชายแดนไทยกัมพูชา #ไทยกัมพูชา #TruthFromThailand pic.twitter.com/ItWm7zmfMd— Skyboyz (@Skyboyz15) December 8, 2025 Þegar kemur að flugherjum og flotum ríkjanna er svipaða sögu að segja. Taílendingar eiga einhvern best þjálfaða og búna flugher Suðaustur-Asíu. Þar vinna um 46 þúsund manns en ríkið á 112 herþotur af ýmsum vestrænum gerðum og fjölmargar herþyrlur. Um 1.500 manns starfa í flugher Kambódíu en ríkið á engar herþotur. Þess í stað eiga Kambódíumenn um sextán árásarþyrlur, tíu flutningsþyrlur og tíu fraktflugvélar. Sjóher Taílands býr yfir um 70 þúsund sjóliðum, einu flugmóðurskipi, sjö freigátum og tugum minni skipa og báta. Um 2.800 manns starfa í sjóher Kambódíu og á ríkið þrettán minni skip og báta. Taíland Kambódía Hernaður Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Sjá meira
„Eftir það sem þeir hafa gert okkar, þá verða engar viðræður,“ sagði ráðherrann. Forseti herforingjaráðs Taílands sagði einnig í morgun að markmið taílenska hersins væri að gera út af við hernaðargetu Kambódíumanna til langs tíma. Prime Minister Anutin Charnvirakul today dismissed the possibility of immediate negotiations with Cambodia, as a senior Thai military general said the Thai army aims to disable Cambodia’s military capability “for a long time.”“With what they have done to us, there will not be… pic.twitter.com/UKrx0WAFv6— Thai PBS World (@ThaiPBSWorld) December 8, 2025 Átök milli Taílands og Kambódíu brutust aftur út í gær en síðast kom til átaka milli ríkjanna í sumar. Ríkin deila um átta hundruð kílómetra löngum landamærum sem deilt hefur verið um í áratugi. Anutin var spurður í dag, samkvæmt frétt Ríkisútvarps Taílands, að því hvort hann hefði rætt við Anwar Ibrahim, forsætisráðherra Malasíu eða Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, síðan átökin brutust út á nýjan leik í gær. Þeir tveir komu að því að binda enda á síðustu átök milli ríkjanna fyrr í haust. Taílendingar riftu þó friðarsamkomulaginu í nóvember, þegar fjórir taílenskir hermenn særðust þegar jarðsprengja sprakk nærri landamærunum. Forsætisráðherrann, sem tók við embætti í september, sagðist ekki hafa rætt við Trump eða Anwar. Átökin væru milli Taílands og Kambódíu. Taílendingar hafa sakað Kambódíumenn um að hefja skothríð yfir landamærin en ráðamenn í Kambódíu þvertaka fyrir það. Sjá einnig: Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Anutin sagði einnig, samkvæmt Ríkisútvarpi Taílands, að mikilvægt væri að bregðast við þessum meintu árásum Kambódíumanna til að sýna fram á að þeir hefðu ekki átt að ógna fullveldi Taílands. Fjöldi fólks hefur flúið heimili sín í Kambódíu vegna árása frá Taílandi.AP/AKP Með mikla yfirburði á blaði Ummæli forsætisráðherrans og herforingjans gefa ekki til kynna að Taílendingar hafi áhuga á friðarviðræðum að svo stöddu. Taílendingar hafa verið að gera loftárásir í Kambódíu í dag en hernaðarlegir yfirburðir þeirra gagnvart nágrönnum þeirra eru töluverðir. Í það minnsta á blaði. Samkvæmt frétt Reuters voru fjárútlát Kambódíu til varnarmála um 1,3 milljarðar dala í fyrra. Um 124.300 manns eru í herafla Kambódíu og þar af flestir í hernum, eða 75 þúsund manns. Þeir eru sagðir eiga rúmlega tvö hundruð skriðdreka og um 480 stórskotaliðsvopn. Taílendingar vörðu 5,73 milljörðum dala til varnarmála í fyrra og eru rúmlega 360 þúsund menn í herafla ríkisins. Þar af eru 245 þúsund í hernum og eiga þeir um fjögur hundruð skriðdreka, rúmlega tólf hundruð bryndreka og um 2.600 stórskotaliðsvopn. ด่วน‼️ทหารไทยยิงปืนใหญ่ถล่มฐานทหารเขมรที่ปราสาทตาควาย#ทหารไทย #กองทัพภาคที่2 #กองทัพบก #ปราสาทตาควาย #ทหารกัมพูชา #ชายแดนไทยกัมพูชา #ไทยกัมพูชา #TruthFromThailand pic.twitter.com/ItWm7zmfMd— Skyboyz (@Skyboyz15) December 8, 2025 Þegar kemur að flugherjum og flotum ríkjanna er svipaða sögu að segja. Taílendingar eiga einhvern best þjálfaða og búna flugher Suðaustur-Asíu. Þar vinna um 46 þúsund manns en ríkið á 112 herþotur af ýmsum vestrænum gerðum og fjölmargar herþyrlur. Um 1.500 manns starfa í flugher Kambódíu en ríkið á engar herþotur. Þess í stað eiga Kambódíumenn um sextán árásarþyrlur, tíu flutningsþyrlur og tíu fraktflugvélar. Sjóher Taílands býr yfir um 70 þúsund sjóliðum, einu flugmóðurskipi, sjö freigátum og tugum minni skipa og báta. Um 2.800 manns starfa í sjóher Kambódíu og á ríkið þrettán minni skip og báta.
Taíland Kambódía Hernaður Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Sjá meira