Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns, Ása Kristín Einarsdóttir, Elí Hörpu- og Önundarbur, Maríanna Wathne Kristjánsdóttir, Valgeir Þór Jakobsson og Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifa 10. desember 2025 08:16 Við sem þessa grein skrifum erum tómstunda- og félagsmálafræðingar sem störfum á vettvangi æskulýðs og frítímans. Ástæða þess að við sjáum okkur knúin til að skrifa þessa grein er sú að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur ætlar að festa í lög heimildir til að fangelsa börn og fullorðna í sérstökum varðhaldsbúðum vegna uppruna þeirra og stöðu þeirra sem umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þetta brýtur í bága við réttindi barnsins, auk þess sem frumvarpið hefur marga ágalla, bæði lagalega, siðferðislega og fjárhagslega, líkt og fjölda mannréttindasamtaka, fagfélaga og einstaklinga hafa bent á. Þessar varðhaldsbúður vill ríkisstjórnin kalla brottfararstöð og þvertekur fyrir að um fangelsi sé að ræða. Það er að vissu leyti rétt: Miðað við núverandi frumvarp og miðað við þær fyrirmyndir sem dómsmálaráðherra vísar í (t.d. sambærilegar varðhaldsbúðir í Noregi) má sjá að fólk í fangelsum býr við talsvert meiri réttindi en fólkið sem stendur til að vista í varðhaldsbúðum dómsmálaráðherra. Til að mynda er fólk í varðhaldsbúðunum svipt grundvallar réttarfarslegum réttindum á borð við að kæra úrskurð um réttmæti vistunar og vistunartíminn er ekki skýrt afmarkaður (getur farið allt upp í 3 ár miðað við núverandi frumvarpsdrög og greinargerð) og heimilt er að vista börn í búðunum, en varðhald á börnum brýtur í bága við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur lögfest. Í störfum okkar sem tómstunda- og félagsmálafræðingar höfum við unnið með börnum og fólki sem hefur neyðst til að flýja heimaland sitt og sækja um vernd hér á landi. Við höfum orðið vitni að þeim hindrunum sem mæta þeim í íslensku samfélagi og þeirri þrautseigju sem þau hafa þurft að sýna. Við höfum innsýn í þær flóknu áfallasögur sem fólk og börn á flótta eiga að baki og skiljum hvernig evrópsk og íslensk yfirvöld eiga sök á hluta þessara áfalla. Við áttum okkur á ábyrgð okkar í að vinna að því að koma í veg fyrir frekari áföll og bæta upp fyrir þann skaða sem yfirvöld okkar hafa valdið. Það er ekki síst vegna þessa sem við höfum unnið hörðum höndum að því að skapa aðstæður sem gera börnum og unglingum kleift að læra íslensku, eignast vini og halda áfram að leika og læra, vaxa og dafna og finna sér samastað í íslensku samfélagi, óháð uppruna og samfélagsstöðu. Það sama á við um fullorðna og aldraða. Eftir að hafa unnið með börnum, fullorðnum og öldruðum með flóttabakgrunn vitum við að eini raunverulegi munurinn á fólki sem er á flótta og okkur, sem ekki höfum þurft að flýja, er skipulögð, lögfest, kerfisbundin útskúfun og útilokun. Okkar starf felst ekki síst í því að brjóta niður veggi útilokunar og slökkva í hatursbálinu sem knýr áfram útskúfun. Í stað þess að hlusta á sérfræðinga, fagfólk, lögfræðinga og mannréttindasamtök og koma í veg fyrir að fólk og börn á flótta verði fyrir frekari skaða, hefur ríkisstjórnin ákveðið að taka undir villandi og fordómafulla orðræðu og með því kynda undir hatursbálinu sem réttlætir óréttlætanlega útskúfun. Þau hafa ákveðið að gera hina kerfisbundnu veggi útilokunar að raunverulegum veggjum þar sem hægt verður að læsa börn og fólk inni, einangra þau og jafnvel fjötra þau niður, án ytra eftirlits og án andmælaréttar. Ekki verður leyfilegt að fá heimsóknir frá vinum, félagasamtökum, blaðamönnum og óljóst er um aðgengi lögmanna. Upplifun af því að tilheyra er ein af mikilvægustu sálrænu þörfum mannfólks. Þetta læra tómstunda- og félagsmálafræðingar á sinni fyrstu önn í námi. Mörg okkar sem starfa á vettvangi eru löngu búin að uppgötva þessa staðreynd, óháð því hvort við höfum verið í námi eða ekki, þar sem við höfum orðið vitni að þeim jákvæðu áhrifum á líf fólks þegar einstaklingar upplifa að þau tilheyri og séu velkomin. Við sjáum einnig þær myrku afleiðingar sem útskúfun og útilokun hefur í för með sér: sundrung, fátækt og aukið ofbeldi. Það er ekki síst vegna þessarar lifandi þekkingar starfsstéttarinnar sem að vinna okkar tekur mið af því að öll geti verið með og upplifað sig sem velkomin og mikilvæg fyrir heildina (inngilding) og að öll njóti jafns aðgengis að frjálsu frístundastarfi á eigin forsendum (félagslegt réttlæti). Þetta felur í sér að hluti af okkar starfi er að vera málsvarar og samherjar þeirra hópa sem við vinnum með. Þetta málsvarastarf þarf að eiga sér stað bæði í starfi sem og á opinberum vettvangi. Þessi grein er hluti af því starfi á opinberum vettvangi og við hvetjum alla tómstunda- og félagsmálafræðinga og fólk sem vinnur á vettvangi frítímans að beita sér af öllu afli gegn því að börn og fólk sem hér sækir hér um vernd sé vistað í varðhaldsbúðum og þannig einangrað, niðurlægt og útskúfað. Við, undirrituð, skorum á nefndarmenn í Allsherjar- og menntamálanefnd, sem sjá um að ákveða hvort frumvarpið sé tilbúið til afgreiðslu í Alþingi, að hlusta á sérfræðinga, fagfólk og mannréttindasamtök og koma í veg fyrir að veruleg brot á réttindum barna og fólks á flótta séu gerð að lögum. Það sama gildir um alla talsmenn barna á Alþingi og í raun um þingheim allan. Við skorum á ykkur að standa vörð um réttindi, frelsi og velferð barna og fólks á flótta. Hér er að finna undirskriftasöfnun fyrir fólk sem vinnur á vettvangi frítímans og er mótfallið hverslags áformum um varðhaldsbúðir. Tómstundafræðin snýst um að leiða saman hópa, ekki stía þeim í sundur. Við viljum samfélag sem byggir á mannréttindum, samkennd og réttlæti, ekki samfélag sem læsir börn og fjölskyldur inni vegna uppruna þeirra og félagslegrar stöðu. Undirritað: Andrea Rói Sigurbjörns, forstöðumaður ReykjadalsÁsa Kristín Einarsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingurElí Hörpu- og Önundarbur, tómstunda- og félagsmálafræðingur í Unglingasmiðjunni StígMaríanna Wathne Kristjánsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingurValgeir Þór Jakobsson, formaður SamfésÞórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, verkefnastjóri þátttöku barna hjá UNICEF Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Við sem þessa grein skrifum erum tómstunda- og félagsmálafræðingar sem störfum á vettvangi æskulýðs og frítímans. Ástæða þess að við sjáum okkur knúin til að skrifa þessa grein er sú að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur ætlar að festa í lög heimildir til að fangelsa börn og fullorðna í sérstökum varðhaldsbúðum vegna uppruna þeirra og stöðu þeirra sem umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þetta brýtur í bága við réttindi barnsins, auk þess sem frumvarpið hefur marga ágalla, bæði lagalega, siðferðislega og fjárhagslega, líkt og fjölda mannréttindasamtaka, fagfélaga og einstaklinga hafa bent á. Þessar varðhaldsbúður vill ríkisstjórnin kalla brottfararstöð og þvertekur fyrir að um fangelsi sé að ræða. Það er að vissu leyti rétt: Miðað við núverandi frumvarp og miðað við þær fyrirmyndir sem dómsmálaráðherra vísar í (t.d. sambærilegar varðhaldsbúðir í Noregi) má sjá að fólk í fangelsum býr við talsvert meiri réttindi en fólkið sem stendur til að vista í varðhaldsbúðum dómsmálaráðherra. Til að mynda er fólk í varðhaldsbúðunum svipt grundvallar réttarfarslegum réttindum á borð við að kæra úrskurð um réttmæti vistunar og vistunartíminn er ekki skýrt afmarkaður (getur farið allt upp í 3 ár miðað við núverandi frumvarpsdrög og greinargerð) og heimilt er að vista börn í búðunum, en varðhald á börnum brýtur í bága við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur lögfest. Í störfum okkar sem tómstunda- og félagsmálafræðingar höfum við unnið með börnum og fólki sem hefur neyðst til að flýja heimaland sitt og sækja um vernd hér á landi. Við höfum orðið vitni að þeim hindrunum sem mæta þeim í íslensku samfélagi og þeirri þrautseigju sem þau hafa þurft að sýna. Við höfum innsýn í þær flóknu áfallasögur sem fólk og börn á flótta eiga að baki og skiljum hvernig evrópsk og íslensk yfirvöld eiga sök á hluta þessara áfalla. Við áttum okkur á ábyrgð okkar í að vinna að því að koma í veg fyrir frekari áföll og bæta upp fyrir þann skaða sem yfirvöld okkar hafa valdið. Það er ekki síst vegna þessa sem við höfum unnið hörðum höndum að því að skapa aðstæður sem gera börnum og unglingum kleift að læra íslensku, eignast vini og halda áfram að leika og læra, vaxa og dafna og finna sér samastað í íslensku samfélagi, óháð uppruna og samfélagsstöðu. Það sama á við um fullorðna og aldraða. Eftir að hafa unnið með börnum, fullorðnum og öldruðum með flóttabakgrunn vitum við að eini raunverulegi munurinn á fólki sem er á flótta og okkur, sem ekki höfum þurft að flýja, er skipulögð, lögfest, kerfisbundin útskúfun og útilokun. Okkar starf felst ekki síst í því að brjóta niður veggi útilokunar og slökkva í hatursbálinu sem knýr áfram útskúfun. Í stað þess að hlusta á sérfræðinga, fagfólk, lögfræðinga og mannréttindasamtök og koma í veg fyrir að fólk og börn á flótta verði fyrir frekari skaða, hefur ríkisstjórnin ákveðið að taka undir villandi og fordómafulla orðræðu og með því kynda undir hatursbálinu sem réttlætir óréttlætanlega útskúfun. Þau hafa ákveðið að gera hina kerfisbundnu veggi útilokunar að raunverulegum veggjum þar sem hægt verður að læsa börn og fólk inni, einangra þau og jafnvel fjötra þau niður, án ytra eftirlits og án andmælaréttar. Ekki verður leyfilegt að fá heimsóknir frá vinum, félagasamtökum, blaðamönnum og óljóst er um aðgengi lögmanna. Upplifun af því að tilheyra er ein af mikilvægustu sálrænu þörfum mannfólks. Þetta læra tómstunda- og félagsmálafræðingar á sinni fyrstu önn í námi. Mörg okkar sem starfa á vettvangi eru löngu búin að uppgötva þessa staðreynd, óháð því hvort við höfum verið í námi eða ekki, þar sem við höfum orðið vitni að þeim jákvæðu áhrifum á líf fólks þegar einstaklingar upplifa að þau tilheyri og séu velkomin. Við sjáum einnig þær myrku afleiðingar sem útskúfun og útilokun hefur í för með sér: sundrung, fátækt og aukið ofbeldi. Það er ekki síst vegna þessarar lifandi þekkingar starfsstéttarinnar sem að vinna okkar tekur mið af því að öll geti verið með og upplifað sig sem velkomin og mikilvæg fyrir heildina (inngilding) og að öll njóti jafns aðgengis að frjálsu frístundastarfi á eigin forsendum (félagslegt réttlæti). Þetta felur í sér að hluti af okkar starfi er að vera málsvarar og samherjar þeirra hópa sem við vinnum með. Þetta málsvarastarf þarf að eiga sér stað bæði í starfi sem og á opinberum vettvangi. Þessi grein er hluti af því starfi á opinberum vettvangi og við hvetjum alla tómstunda- og félagsmálafræðinga og fólk sem vinnur á vettvangi frítímans að beita sér af öllu afli gegn því að börn og fólk sem hér sækir hér um vernd sé vistað í varðhaldsbúðum og þannig einangrað, niðurlægt og útskúfað. Við, undirrituð, skorum á nefndarmenn í Allsherjar- og menntamálanefnd, sem sjá um að ákveða hvort frumvarpið sé tilbúið til afgreiðslu í Alþingi, að hlusta á sérfræðinga, fagfólk og mannréttindasamtök og koma í veg fyrir að veruleg brot á réttindum barna og fólks á flótta séu gerð að lögum. Það sama gildir um alla talsmenn barna á Alþingi og í raun um þingheim allan. Við skorum á ykkur að standa vörð um réttindi, frelsi og velferð barna og fólks á flótta. Hér er að finna undirskriftasöfnun fyrir fólk sem vinnur á vettvangi frítímans og er mótfallið hverslags áformum um varðhaldsbúðir. Tómstundafræðin snýst um að leiða saman hópa, ekki stía þeim í sundur. Við viljum samfélag sem byggir á mannréttindum, samkennd og réttlæti, ekki samfélag sem læsir börn og fjölskyldur inni vegna uppruna þeirra og félagslegrar stöðu. Undirritað: Andrea Rói Sigurbjörns, forstöðumaður ReykjadalsÁsa Kristín Einarsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingurElí Hörpu- og Önundarbur, tómstunda- og félagsmálafræðingur í Unglingasmiðjunni StígMaríanna Wathne Kristjánsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingurValgeir Þór Jakobsson, formaður SamfésÞórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, verkefnastjóri þátttöku barna hjá UNICEF
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun