Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar 10. desember 2025 09:02 Í dag, 10. desember, er alþjóðlegur dagur mannréttinda, en þennan dag árið 1948 var Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna samþykkt. Mannréttindayfirlýsingin varð til úr því uppgjöri sem átti sér stað í kjölfar síðari heimstyrjaldarinnar þegar þjóðir heims voru staðráðnar í að hörmungar stríðsins mættu aldrei endurtaka sig. Með yfirlýsingunni voru vörðuð þau grunngildi að mannleg reisn og jöfn og óafsalanleg réttindi væru undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum. Þetta er jafn satt í dag og það var árið 1948. Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að halda þessum gildum á lofti – öll þurfum við í okkar ólíku hlutverkum og áhrifastöðum að miðla og standa vörð um þá reisn og þá verðleika sem eru sérhverri manneskju eðlislæg. Áhyggjur Mannréttindastofnana á Norðurlöndum Fyrsti bindandi alþjóðlegi mannréttindasamningurinn sem festi í sessi ákveðin grundvallarréttindi sem finna má í Mannréttindayfirlýsingunni, Mannréttindasáttmáli Evrópu, fagnaði 75 ára afmæli þann 4. nóvember sl. Samþykkt hans markaði merkileg tímamót og upphaf nýrra tíma. Óhætt er að segja að sáttmálinn hafi verið mikilvægt leiðarljós og haft víðtæk og stefnumarkandi áhrif á vernd mannréttinda, bæði hér á landi og í allri Evrópu. Í tilefni af afmæli Mannréttindasáttmálans gáfu allar mannréttindastofnanir á Norðurlöndum frá sér sameiginlega yfirlýsingu, þar sem settar eru fram áhyggjur okkar af því bakslagi sem hefur átt sér stað þegar kemur að viðhorfum til mannréttinda og þeirra alþjóðlegu stofnana sem settar voru á fót til að verja þau og vernda. Stofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar og Evrópuráðið hafa frá upphafi staðið vörð um lýðræðið og réttarríkið og gegnt lykilhlutverki við að tryggja mannréttindi einstaklinga og vernda þá fyrir geðþóttaákvörðunum yfirvalda. Nú eru þessar mikilvægu alþjóðlegu stofnanir undir áður óþekktum þrýstingi, jafnvel frá ríkjum sem áður studdu þær af festu. Endurspeglast þetta meðal annars í þeirri orðræðu sem víða hefur verið viðhöfð um Mannréttindadómstól Evrópu, sem er til þess fallin að grafa undan trausti til dómstólsins og um leið veikja þá mikilvægu vernd sem hann hefur veitt borgurum Evrópu í áratugi. Mannréttindastofnanir á Norðurlöndum hvetja stjórnvöld til að standa með alþjóðlegum stofnunum og verja þau grunngildi sem þær hvíla á og þau ævarandi sannindi að mannréttindi séu algild réttindi okkar allra – alltaf og alls staðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í dag, 10. desember, er alþjóðlegur dagur mannréttinda, en þennan dag árið 1948 var Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna samþykkt. Mannréttindayfirlýsingin varð til úr því uppgjöri sem átti sér stað í kjölfar síðari heimstyrjaldarinnar þegar þjóðir heims voru staðráðnar í að hörmungar stríðsins mættu aldrei endurtaka sig. Með yfirlýsingunni voru vörðuð þau grunngildi að mannleg reisn og jöfn og óafsalanleg réttindi væru undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum. Þetta er jafn satt í dag og það var árið 1948. Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að halda þessum gildum á lofti – öll þurfum við í okkar ólíku hlutverkum og áhrifastöðum að miðla og standa vörð um þá reisn og þá verðleika sem eru sérhverri manneskju eðlislæg. Áhyggjur Mannréttindastofnana á Norðurlöndum Fyrsti bindandi alþjóðlegi mannréttindasamningurinn sem festi í sessi ákveðin grundvallarréttindi sem finna má í Mannréttindayfirlýsingunni, Mannréttindasáttmáli Evrópu, fagnaði 75 ára afmæli þann 4. nóvember sl. Samþykkt hans markaði merkileg tímamót og upphaf nýrra tíma. Óhætt er að segja að sáttmálinn hafi verið mikilvægt leiðarljós og haft víðtæk og stefnumarkandi áhrif á vernd mannréttinda, bæði hér á landi og í allri Evrópu. Í tilefni af afmæli Mannréttindasáttmálans gáfu allar mannréttindastofnanir á Norðurlöndum frá sér sameiginlega yfirlýsingu, þar sem settar eru fram áhyggjur okkar af því bakslagi sem hefur átt sér stað þegar kemur að viðhorfum til mannréttinda og þeirra alþjóðlegu stofnana sem settar voru á fót til að verja þau og vernda. Stofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar og Evrópuráðið hafa frá upphafi staðið vörð um lýðræðið og réttarríkið og gegnt lykilhlutverki við að tryggja mannréttindi einstaklinga og vernda þá fyrir geðþóttaákvörðunum yfirvalda. Nú eru þessar mikilvægu alþjóðlegu stofnanir undir áður óþekktum þrýstingi, jafnvel frá ríkjum sem áður studdu þær af festu. Endurspeglast þetta meðal annars í þeirri orðræðu sem víða hefur verið viðhöfð um Mannréttindadómstól Evrópu, sem er til þess fallin að grafa undan trausti til dómstólsins og um leið veikja þá mikilvægu vernd sem hann hefur veitt borgurum Evrópu í áratugi. Mannréttindastofnanir á Norðurlöndum hvetja stjórnvöld til að standa með alþjóðlegum stofnunum og verja þau grunngildi sem þær hvíla á og þau ævarandi sannindi að mannréttindi séu algild réttindi okkar allra – alltaf og alls staðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Íslands.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun