Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Aron Guðmundsson skrifar 10. desember 2025 22:27 José Mourinho hefur verið að sækja góð úrslit upp á síðkastið. Hér er hann á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir/Getty Fjölmargir leikir voru á dagskrá Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Manchester City og Arsenal unnu sína leiki eins og sagt var frá í öðrum fréttum en Benfica virðist komið á gott skrið undir stjórn José Mourinho og Newcastle United þurfti að sætta sig við jafntefli í Þýskalandi. Lærisveinar José Mourinho í Benfica ætla að gera sig gildandi í baráttunni um sæti í umspili 16-liða úrslita Meistaradeildarinnar. Liðið vann afar sterkan sigur á ítölsku risunum í Napólí í kvöld, 2-0, og er um að ræða annan sigur liðsins í keppninni í röð. Sigurinn gerir það að verkum að Benfica er nú einu stigi frá umspilssæti þegar að tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Newcastle United var grátlega nálægt því að vinna góðan útisigur á Bayer Leverkusen er liðin mættust í Þýskalandi í kvöld. Leverkusen komst snemma yfir í leiknum eftir sjálfsmark Bruno Guimaraes en mörk frá Anthony Gordon og Lewis Miley komu Newcastle í 2-1 forystu. Spánverjanum Alejandro Grimaldo, sem hefur oft á tíðum reddað Bayer Leverkusen, tókst þó að tryggja sínu liði stig með marki á 88.mínútu. Lokatölur 2-2 jafntefli. Newcastle er í 12.sæti deildarinnar með tíu stig. Leverkusen er í 20.sæti með níu stig. Þá gerði PSG markalaust jafntefli við Athletic Bilbao á Spáni og varð þar af stigum í toppbaráttu deildarinnar en er þó enn í góðri stöðu í 3.sæti. Vel studdir Bodö/Glimt menn gerðu svo vel í því að sækja jafntefli á útivelli gegn Borussia Dortmund, 2-2 og eygja enn von um sæti í umspili þó svo að framundan séu tveir risa leikir á móti erfiðum andstæðingum. Þá hafði Juventus betur gegn Pafos frá Kýpur með tveimur mörkum gegn engum og er sem stendur í 17.sæti sem er jafnframt umspilssæti fyrir sextán liða úrslitin. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Newcastle United Tengdar fréttir Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Manchester City hafði betur gegn Real Madrid á Santiago Bernabeu í Madríd í stórleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 2-1 sigur Manchester City staðreynd og spurning hvort um hafi verið að ræða síðasta leik Real Madrid undir stjórn þjálfarans Xabi Alonso. 10. desember 2025 21:57 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Lærisveinar José Mourinho í Benfica ætla að gera sig gildandi í baráttunni um sæti í umspili 16-liða úrslita Meistaradeildarinnar. Liðið vann afar sterkan sigur á ítölsku risunum í Napólí í kvöld, 2-0, og er um að ræða annan sigur liðsins í keppninni í röð. Sigurinn gerir það að verkum að Benfica er nú einu stigi frá umspilssæti þegar að tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Newcastle United var grátlega nálægt því að vinna góðan útisigur á Bayer Leverkusen er liðin mættust í Þýskalandi í kvöld. Leverkusen komst snemma yfir í leiknum eftir sjálfsmark Bruno Guimaraes en mörk frá Anthony Gordon og Lewis Miley komu Newcastle í 2-1 forystu. Spánverjanum Alejandro Grimaldo, sem hefur oft á tíðum reddað Bayer Leverkusen, tókst þó að tryggja sínu liði stig með marki á 88.mínútu. Lokatölur 2-2 jafntefli. Newcastle er í 12.sæti deildarinnar með tíu stig. Leverkusen er í 20.sæti með níu stig. Þá gerði PSG markalaust jafntefli við Athletic Bilbao á Spáni og varð þar af stigum í toppbaráttu deildarinnar en er þó enn í góðri stöðu í 3.sæti. Vel studdir Bodö/Glimt menn gerðu svo vel í því að sækja jafntefli á útivelli gegn Borussia Dortmund, 2-2 og eygja enn von um sæti í umspili þó svo að framundan séu tveir risa leikir á móti erfiðum andstæðingum. Þá hafði Juventus betur gegn Pafos frá Kýpur með tveimur mörkum gegn engum og er sem stendur í 17.sæti sem er jafnframt umspilssæti fyrir sextán liða úrslitin.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Newcastle United Tengdar fréttir Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Manchester City hafði betur gegn Real Madrid á Santiago Bernabeu í Madríd í stórleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 2-1 sigur Manchester City staðreynd og spurning hvort um hafi verið að ræða síðasta leik Real Madrid undir stjórn þjálfarans Xabi Alonso. 10. desember 2025 21:57 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Manchester City hafði betur gegn Real Madrid á Santiago Bernabeu í Madríd í stórleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 2-1 sigur Manchester City staðreynd og spurning hvort um hafi verið að ræða síðasta leik Real Madrid undir stjórn þjálfarans Xabi Alonso. 10. desember 2025 21:57