Enski boltinn

Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mohamed Salah þakkar stuðningsmönnum Liverpool fyrir eftir leikinn gegn Brighton.
Mohamed Salah þakkar stuðningsmönnum Liverpool fyrir eftir leikinn gegn Brighton. getty/Martin Rickett

Mohamed Salah ætti ekki að yfirgefa Liverpool í janúarglugganum. Þetta segir Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Rauða hersins.

Salah sneri aftur í lið Liverpool í 2-0 sigrinum á Brighton í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn og lagði annað mark liðsins upp fyrir Hugo Ekitike.

Egyptinn fór ekki með Liverpool-liðinu til Mílanó þar sem það mætti Inter í Meistaradeild Evrópu eftir ummæli hans í viðtali eftir 3-3 jafnteflið við Leeds United um þarsíðustu helgi.

Þar kvartaði Salah undan því að hafa verið gerður að blóraböggli vegna slæms gengis Liverpool og að samband þeirra Arnes Slot, knattspyrnustjóra Rauða hersins, væri brostið.

Margir gagnrýndu Salah fyrir þetta upphlaup, meðal annars Carragher sem sagði hann eingöngu hafa hugsað um sjálfan sig.

Í Monday Night Football á Sky Sports í gær sagði Carragher ólíklegt að Salah yrði leikmaður Liverpool á næsta tímabili en réði honum frá því að yfirgefa félagið í næsta mánuði. Salah verður í Marokkó næstu vikurnar þar sem Afríkukeppnin fer fram.

Hrósaði Slot

„Ég sé Salah ekki spila fyrir Liverpool á næsta tímabili en það stærsta í þessu er hvort við sjáum hann aftur og fram til loka tímabilsins,“ sagði Carragher.

„Við vitum að hann er að fara í Afríkukeppnina sem klárast um miðjan janúar. Það er augljóst að hann er ekki sáttur við Arne Slot en ég vil hrósa stjóranum því hann hefði auðveldlega getað sagt að Salah yrði ekki með gegn Brighton og að málin yrðu leyst eftir Afríkukeppnina. En hann hugsaði meira um liðið en sjálfan sig og það var mikilvægara að Salah yrði á bekknum og hann skilaði sínu.“

Ekki að fara til Real Madrid eða Barcelona

Margir veltu fyrir sér hvort Salah hefði verið að kveðja stuðningsmenn Liverpool eftir leikinn gegn Brighton.

„Hann var tilfinningaríkur og vissi ekki hvort þetta væri síðasta skiptið á Anfield. Ef hann er að spá í að fara myndi ég ráðleggja honum að hugsa sig tvisvar um,“ sagði Carragher.

„Hann er ekki að fara frá Liverpool til Real Madrid eða Barcelona. Það er Sádi-Arabía. Á seinni hluta tímabilsins gæti Liverpool komist í bikarúrslit eða úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Geturðu ímyndað þér Salah í Sádi-Arabíu að horfa á Liverpool ganga út á völlinn í Búdapest í úrslitaleik Meistaradeildarinnar?“

Slíðrið sverðin

Carragher sagði að Salah gengi ekki að sæti í byrjunarliði Liverpool vísu en hann ætti að fá tækifæri til að kveðja félagið með viðeigandi hætti.

„Náðu sáttum við stjórann og hugsaðu um 3-4 mánuði hjá Liverpool. Versta sem gerist er að hann fær stóra kveðjustund en það besta er að hann gangi út á völlinn með liðsfélögum sínum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar,“ sagði Carragher.

„Ef hann er í Sádi-Arabíu að horfa á Liverpool gera það mun hann sjá mikið eftir því.“

Liverpool er í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 26 stig eftir sextán umferðir. Næsti leikur liðsins er gegn Tottenham á útivelli á laugardaginn kemur.


Tengdar fréttir

„Kannski áttum við heppnina skilið í dag“

Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, var ánægður með langþráðan deildarsigur í samtali sínu við BBC Match of the Day eftir 2-0 sigur á Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“

Mohamed Salah kom óvænt inn á sem varamaður í fyrri hálfleik í 2-0 sigri Liverpool á Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag. En var þetta síðasti leikur hans? Sérfræðingur breska ríkisútvarpsins og fyrrum knattspyrnuhetja er ekki á því.

Salah snýr aftur eftir sáttafundinn

Mohamed Salah verður í leikmannahópi Liverpool á morgun þegar liðið mætir Brighton, eftir fund með stjóranum Arne Slot í dag.

„Hvað getur Slot gert?“

Sérfræðingur Sýnar Sport telur ólíklegt að Mo Salah spili fleiri leiki fyrir Liverpool, ekki nema aðstæður breytist til muna hjá félaginu og að þjálfarinn verði látinn taka poka sinn.

„Endanlegt ippon fyrir Slot“

Á meðan Mohamed Salah spilaði sig út sem fórnarlamb heima í Liverpool þá fóru liðsfélagar hans og sóttu þrjú stig á San Siro í Meistaradeildinni. Arnar Gunnlaugsson og Sigurvin Ólafsson eru á því að Arne Slot sé sigurvegarinn eftir úrslitin í gær og að Salah spili ekki aftur fyrir Liverpool.

Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök

Arne Slot, stjóri Liver­pool, spyr sig hvort Mohamed Salah sjálfur sé á því að hann hafi gert mistök eftir að hafa farið hamförum í viðtali á dögunum. Eins og við var að búast var hann spurður út í stöðu Salah eftir sigur gegn Inter í kvöld en vildi heldur að spurningarnar snerust um þá leik­menn sem spiluðu leikinn.

Dramatískur sigur Liver­pool án Salah

Mark á lokamínútunum gegn Inter Milan tryggði Salah lausu Liverpool liði 1-0 kærkominn sigur í Meistaradeildinni í stormasamri viku fyrir félagið.

Einmanalegt hjá Salah í ræktinni

Mohamed Salah varð eftir í Bítlaborginni þegar Liverpool fór til Mílanó þar sem Englandsmeistararnir mæta Inter í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Egyptinn situr samt ekki auðum höndum heima í Liverpool.

Salah ekki með Liverpool til Ítalíu

Mohamed Salah ferðast ekki með Liverpool yfir til Ítalíu og verður ekki í leikmannahópi liðsins gegn Inter Milan í Meistaradeildinni Evrópu annað kvöld.

Kom stjórn­endum Liver­pool á óvart hversu harðorður Salah var

Leik­menn Liver­pool bjuggust við því að Mohamed Salah myndi tjá sig um stöðu sína hjá félaginu eftir að hafa verið ónotaður varamaður gegn Leeds United um komandi helgi. Það kom stjórn­endum Liver­pool hins vegar  á óvart hversu harðorður Salah var um sam­band sitt við þjálfarann Arne Slot.

Búist við að Salah verði hent úr hóp

Búist er við því að Mohamed Salah ferðist ekki með Liverpool yfir til Ítalíu í dag og verði ekki í hóp á morgun er liðið mætir Inter Milan í Meistaradeildinni. 

Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“

Michael Owen, fyrrum framherji Liverpool, sem varð síðar óvinsæll hjá félaginu þegar hann samdi við Manchester United, hefur lagt orð í belg varðandi framgang Mohamed Salah eftir leik Liverpool við Leeds í gær.

Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“

Íslenskir stuðningsmenn Liverpool eru í losti eftir að Egyptinn Mohamed Salah kastaði handsprengju eftir jafntefli liðsins við Leeds í gær. Allt logar hjá félaginu sem og stuðningsmönnum eftir að Egyptinn lét stjórnendur liðsins heyra það.

Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“

Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, gagnrýndi framkomu Mohamed Salah eftir leik liðsins við Leeds í gær. Salah rauf þögnina við fjölmiðla eftir þriðja leik hans á varamannabekk liðsins í röð þar sem hann útilokaði ekki brottför frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×