Handbolti

Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra

Valur Páll Eiríksson skrifar
Stiven Tobar Valencia er sagður sitja heima í janúar.
Stiven Tobar Valencia er sagður sitja heima í janúar. Vísir/Vilhelm

Stiven Tobar Valencia er sagt hafa verið tjáð af landsliðsþjálfaranum Snorra Steini Guðjónssyni að hann fari ekki með landsliðinu á EM í næsta mánuði.

Handkastið greinir frá. Landsliðshópur Íslands verður opinberaður á morgun en samkvæmt frétt miðilsins segir að Snorri Steinn hafi hringt í leikmenn í dag og skýrt þeim frá valinu.

Stiven, sem leikur fyrir Benfica í Portúgal, eigi að hafa fengið símtal á þá vegu að hann fari ekki með á EM í janúar þar sem Ísland leikur í Svíþjóð. Líklegt þyki þá að Bjarki Már Elísson, leikmaður Veszprém, og Orri Freyr Þorkelsson, leikmaður Sporting, manni vinstra hornið.

Stiven kom inn í stað Bjarka á HM í janúar síðastliðnum og var ásamt Orra Frey í hópnum. Þeir voru báðir í landsliðshópi Íslands er liðið mætti Þýskalandi í æfingaleikjum fyrir skemmstu.

Landsliðshópur Íslands verður opinberaður á morgun klukkan 13:00. Sýnt verður beint frá valinu og blaðamannafundi HSÍ hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×