Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Hjörvar Ólafsson skrifar 19. desember 2025 20:44 Ármann breytti stöðunni umtalsvert í baráttunni við botn Bónus-deildar karla í körfubolta með sannfærandi sigri sínum gegn ÍA í 11. umferð deildarinnar í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur í leik þar sem Ármann var í bílstjórasætinu frá upphafi til enda urðu 102-83 fyrir heimamenn. Um síðustu helgi voru Iceguys með flugeldasýningu í Laugardalshöllinni og leikurinn í kvöld var enginn eftirbátur þeirrar sýningar. Breytingar voru gerðar á leikmananhópi Ármanns í aðdraganda þessa leiks. Lagio Grantsaan, sem leikið hefur með Ármanni í vetur, varð fyrir meiðslum nýverið, og nú er ljóst að liðband í hné er skaddað. Til þess að bregðast við þeim skakkaföllum hefur Ármann tryggt sér þjónustu Zarko Jukic sem var í herbúðum ÍR. Félagaskiptin gengu í gegn í hádeginu í dag og Jukic var mættur í þennan mikilvæga slag. Gojko Zudzum er enn á meiðslalistanum hjá Skagamönnum en þar er um stórt skarð að ræða sem Skagaliðið þarf að fylla þessa dagana. Voandi nær Zudzum að jafna sig á þeim meiðslum sem hafa verið að plaga hann um jólahátíðina. Ármann hóf leikinn af miklum krafti og heimamenn voru komnir í 17-1 um miðbik fyrsta leikhluta. Þá vöknuðu gestirnir til lífsins af værum blundi sínum og minnkuðu muninn undir lok leikhlutans. Styrmir Jónasson skoraði fjögur stig í röð þegar um það bil þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum og staðan var þá 19-11 Ármanni í vil. Þá spýttu Ármenningar aftur aðeins í lófana og heimamenn leiddu 27-15 þegar fyrsta leikhluta var lokið. Ármann hélt áfram þægilegu forskoti og liðið var 41-25 yfir þegar annar leikhluti var hálfnaður. Þegar liðin röltu til búningsklefa í hálfleik var útlitið bjart fyrir Ármanni en liðið átti 18 stig á ÍA en staðan var 55-37. Ingvi Þór Guðmundsson var að finna fjölina sína fyrir utan þriggja stiga línuna framan af leik en fyrstu fjögur þriggja stiga skotin hans rötuðu rétta leið. Leikmenn Ármanns tóku fótinn ekkert af bensíngjöfinni framan af þriðja leikhluta og hugguleg troðsla nýjasta leikmanns liðsins, Zarko Jukic, kom liðinu 20 stigum yfir, 62-42. Í kjölfarið kom góð rispa hjá gestunum af Akranesi með minnkuðu muninn niður í 10 stig. Ármann herti þá tökin á nýjan leik og Bragi Guðmundsson sá til þess að heimaliðið var 17 stigum yfir, 80-63, þegar leikmenn komu inn í fjórða og síðasta leikhlutann. Hafi stuðningsmenn Skagaliðsins haft von í brjósti sínu um endurkomu í leikhlutaskiptanum þá hvarf sú vonarglæta eins og dögg fyrir sólu á þessum dimma en samt kærleiksríka hluta ársins á fyrstu mínútum fjórða leikhluta. Ármann skoraði fyrstu 10 stig leikhlutans og breytti stöðunni í 90-63 og ljóst að 27 stiga munur yrði fjall sem illmögulegt væri að klífa fyrir gestina. Eftir þennan sigur er hagur Ármanns mun vænni í fallbaráttunni nú þegar liðin fara inn í jólafrí í deildinni. Ármann vermir þó enn botnsæti deildarinnar en er komið með fjögur stig og eru einum sigri á eftir ÍA og Þór Þorlákshöfn sem eru í sætunum fyrir ofan þá. Útlit er fyrir spennandi baráttu um að forðast fall úr deildinni á nýju ári. Ármann ÍA Bónus-deild karla
Ármann breytti stöðunni umtalsvert í baráttunni við botn Bónus-deildar karla í körfubolta með sannfærandi sigri sínum gegn ÍA í 11. umferð deildarinnar í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur í leik þar sem Ármann var í bílstjórasætinu frá upphafi til enda urðu 102-83 fyrir heimamenn. Um síðustu helgi voru Iceguys með flugeldasýningu í Laugardalshöllinni og leikurinn í kvöld var enginn eftirbátur þeirrar sýningar. Breytingar voru gerðar á leikmananhópi Ármanns í aðdraganda þessa leiks. Lagio Grantsaan, sem leikið hefur með Ármanni í vetur, varð fyrir meiðslum nýverið, og nú er ljóst að liðband í hné er skaddað. Til þess að bregðast við þeim skakkaföllum hefur Ármann tryggt sér þjónustu Zarko Jukic sem var í herbúðum ÍR. Félagaskiptin gengu í gegn í hádeginu í dag og Jukic var mættur í þennan mikilvæga slag. Gojko Zudzum er enn á meiðslalistanum hjá Skagamönnum en þar er um stórt skarð að ræða sem Skagaliðið þarf að fylla þessa dagana. Voandi nær Zudzum að jafna sig á þeim meiðslum sem hafa verið að plaga hann um jólahátíðina. Ármann hóf leikinn af miklum krafti og heimamenn voru komnir í 17-1 um miðbik fyrsta leikhluta. Þá vöknuðu gestirnir til lífsins af værum blundi sínum og minnkuðu muninn undir lok leikhlutans. Styrmir Jónasson skoraði fjögur stig í röð þegar um það bil þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum og staðan var þá 19-11 Ármanni í vil. Þá spýttu Ármenningar aftur aðeins í lófana og heimamenn leiddu 27-15 þegar fyrsta leikhluta var lokið. Ármann hélt áfram þægilegu forskoti og liðið var 41-25 yfir þegar annar leikhluti var hálfnaður. Þegar liðin röltu til búningsklefa í hálfleik var útlitið bjart fyrir Ármanni en liðið átti 18 stig á ÍA en staðan var 55-37. Ingvi Þór Guðmundsson var að finna fjölina sína fyrir utan þriggja stiga línuna framan af leik en fyrstu fjögur þriggja stiga skotin hans rötuðu rétta leið. Leikmenn Ármanns tóku fótinn ekkert af bensíngjöfinni framan af þriðja leikhluta og hugguleg troðsla nýjasta leikmanns liðsins, Zarko Jukic, kom liðinu 20 stigum yfir, 62-42. Í kjölfarið kom góð rispa hjá gestunum af Akranesi með minnkuðu muninn niður í 10 stig. Ármann herti þá tökin á nýjan leik og Bragi Guðmundsson sá til þess að heimaliðið var 17 stigum yfir, 80-63, þegar leikmenn komu inn í fjórða og síðasta leikhlutann. Hafi stuðningsmenn Skagaliðsins haft von í brjósti sínu um endurkomu í leikhlutaskiptanum þá hvarf sú vonarglæta eins og dögg fyrir sólu á þessum dimma en samt kærleiksríka hluta ársins á fyrstu mínútum fjórða leikhluta. Ármann skoraði fyrstu 10 stig leikhlutans og breytti stöðunni í 90-63 og ljóst að 27 stiga munur yrði fjall sem illmögulegt væri að klífa fyrir gestina. Eftir þennan sigur er hagur Ármanns mun vænni í fallbaráttunni nú þegar liðin fara inn í jólafrí í deildinni. Ármann vermir þó enn botnsæti deildarinnar en er komið með fjögur stig og eru einum sigri á eftir ÍA og Þór Þorlákshöfn sem eru í sætunum fyrir ofan þá. Útlit er fyrir spennandi baráttu um að forðast fall úr deildinni á nýju ári.
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti