Fótbolti

Kaup­manna­hafnar­búi af­greiddi Úganda

Sindri Sverrisson skrifar
Elias Achouri skoraði tvö í kvöld.
Elias Achouri skoraði tvö í kvöld. Getty/Jean Catuffe

Elias Achouri, leikmaður FC Kaupmannahafnar, skoraði tvö marka Túnis þegar liðið vann 3-1 sigur gegn Úganda í C-riðli Afríkumótsins í fótbolta í kvöld.

Achouri skoraði tvö mörk fyrir FCK í desember áður en hann hélt á Afríkumótið og er greinilega áfram heitur þar.

Það var þó Ellyes Skhiri sem kom Túnis yfir í dag, á 10. mínútu, en Achouri bætti við marki á 40. mínútu. Hann skoraði svo aftur um miðjan seinni hálfleik en Denis Omedi minnkaði muninn fyrir Úganda í uppbótartíma.

Túnis og Nígería hafa því bæði þrjú stig í riðlinum en Nígería vann Tansaníu 2-1 fyrr í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×