Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Agnar Már Másson skrifar 30. desember 2025 11:12 Olíufélögin munu birta nýtt bensínverð á miðnætti um nýársnótt. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Forstjóri Atlantsolíu segir lok afsláttardaga skýra hvers vegna bensínverð hækkaði skyndilega á nokkrum stöðvum olíufélagsins í gær. Það hafi ekkert að gera með tilvonandi skattabreytingar. Samkvæmt samkeppnislögum megi olíufélögin aftur á móti ekki gefa upp hver verðlækkunin verði um áramótin fyrr en ný lög taka gildi. Lækkað bensínverð muni liggja fyrir á miðnætti á nýársnótt. Netverji vakti á því athygli á Facebook í gær að bensínverð á stöð Atlantsolíu í Njarðvík hefði snarhækkað um tugi króna yfir daginn. Guðrún Ragna Garðarsdóttir, forstjóri Atlantsolíu, segir þessa hækkun hafa eðlilega skýringu og hafi ekkert að gera með þær breytingar sem spáð er á olíuverði um næstu áramót, þegar kílómetragjald kemur í stað olíu- og bensíngjalda, heldur sé það vegna afsláttardaga. Forstjórinn útskýrir að afsláttardagar hafi staðið yfir hjá olíufélaginu í desember en þeim hafi einmitt lokið í gær, en þá höfðu allar stöðvar félagsins verið svokallaðar sprengistöðvar tímabundið. Guðrún Ragna Garðarsdóttir forstjóri Atlantsolíu. Á hverjum tíma sé handfylli stöðva „afsláttarlaus“ en þá sé verð lægra en ekki boðið upp á frekari afslátt svo sem með bensínlykli eða öðru slíku. „Við erum til dæmis með tíu svona stöðvar í dag,“ segir Guðrún og tekur fram að sprengjustöðvarnar séu tilgreindar á vefsíðu félagsins. „Í desember höfðum við allar stöðvar okkar afsláttarlausar og við lækkuðum verð,“ bætir forstjórinn við. „Svo var það tekið af. Við gerðum þetta líka um páskana í fyrra en það varð engin umræða þá, en eðlileg er umræðan núna því að skattabreytingar standa fyrir dyrum.“ Óljóst er hve mikið olíuverð lækkar um áramótin. Félag íslenskra bifreiðaeigenda áætlar að bensínverð lækki um rúmar 93 krónur á hvern lítra og dísilverð um rúmar 80 krónur. Olíufélögin hafa aftur á móti haldið spilunum þétt að sér en Guðrún segir að olíufélögin megi ekki gefa upp hver lækkunin verði vegna samkeppnislaga. Hún segir að Atlantsolía muni birta nýtt olíuverð á miðnætti. Framkvæmdastjórar N1 og Olís segja einnig við Morgunblaðið í dag að verðlækkunin muni liggja fyrir um áramótin. Kílómetragjald Bílar Skattar, tollar og gjöld Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bensín og olía Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Fleiri fréttir Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Sjá meira
Netverji vakti á því athygli á Facebook í gær að bensínverð á stöð Atlantsolíu í Njarðvík hefði snarhækkað um tugi króna yfir daginn. Guðrún Ragna Garðarsdóttir, forstjóri Atlantsolíu, segir þessa hækkun hafa eðlilega skýringu og hafi ekkert að gera með þær breytingar sem spáð er á olíuverði um næstu áramót, þegar kílómetragjald kemur í stað olíu- og bensíngjalda, heldur sé það vegna afsláttardaga. Forstjórinn útskýrir að afsláttardagar hafi staðið yfir hjá olíufélaginu í desember en þeim hafi einmitt lokið í gær, en þá höfðu allar stöðvar félagsins verið svokallaðar sprengistöðvar tímabundið. Guðrún Ragna Garðarsdóttir forstjóri Atlantsolíu. Á hverjum tíma sé handfylli stöðva „afsláttarlaus“ en þá sé verð lægra en ekki boðið upp á frekari afslátt svo sem með bensínlykli eða öðru slíku. „Við erum til dæmis með tíu svona stöðvar í dag,“ segir Guðrún og tekur fram að sprengjustöðvarnar séu tilgreindar á vefsíðu félagsins. „Í desember höfðum við allar stöðvar okkar afsláttarlausar og við lækkuðum verð,“ bætir forstjórinn við. „Svo var það tekið af. Við gerðum þetta líka um páskana í fyrra en það varð engin umræða þá, en eðlileg er umræðan núna því að skattabreytingar standa fyrir dyrum.“ Óljóst er hve mikið olíuverð lækkar um áramótin. Félag íslenskra bifreiðaeigenda áætlar að bensínverð lækki um rúmar 93 krónur á hvern lítra og dísilverð um rúmar 80 krónur. Olíufélögin hafa aftur á móti haldið spilunum þétt að sér en Guðrún segir að olíufélögin megi ekki gefa upp hver lækkunin verði vegna samkeppnislaga. Hún segir að Atlantsolía muni birta nýtt olíuverð á miðnætti. Framkvæmdastjórar N1 og Olís segja einnig við Morgunblaðið í dag að verðlækkunin muni liggja fyrir um áramótin.
Kílómetragjald Bílar Skattar, tollar og gjöld Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bensín og olía Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Fleiri fréttir Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent