Enski boltinn

Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úr­vals­deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Victor var algjörlega niðurbrotinn þegar hann yfirgaf völlinn í tapi Nottingham Forest á Villa Park.
John Victor var algjörlega niðurbrotinn þegar hann yfirgaf völlinn í tapi Nottingham Forest á Villa Park. Getty/Cody Froggatt

Nottingham Forest tapaði 3-1 á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag en úrslitin réðust endanlega eftir skógarhlaup hjá markverði Forest í seinni hálfleik.

Villa-menn náðu skyndisókn og brasilíski markvörðurinn John Victor var þá staddur langt fyrir utan teig, í einskismannslandi, og John McGinn átti ekki í miklum vandræðum með að koma Villa í 3-1.

Victor var algjörlega óhuggandi eftir þessi mistök og sat eftir á vellinum grátandi. Læknalið Forest var sent inn á völlinn til að huga að honum.

Honum var síðan á endanum skipt út af vegna meiðsla en það má deila um hversu mikið meiddur hann var og hvort að ástæðan hafi hreinlega verið að hann var ekki í andlegu ástandi til að halda leik áfram.

Þetta er augnablik sem Brasilíumaðurinn vill gleyma en gerir það eflaust ekki í bráð.

Victor er 29 ára gamall og kom til enska liðsins í haust frá brasilíska félaginu Botafogo. Þetta var fimmti leikur hans fyrir félagið.

Hér fyrir neðan má sjá markið hans McGinn sem gerði út um leikinn.

Klippa: Hræðileg markmannsmistök í ensku úrvalsdeildinni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×