Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2026 11:30 Jose Mourinho var allt annað en sáttur eftir súrt tap í deildarbikarnum. Getty/Luis Eiras Jose Mourinho, þjálfari Benfica, var mjög reiður eftir óvænt tap liðsins gegn Braga í undanúrslitum portúgalska deildabikarsins á miðvikudag. Benfica var 2-0 undir í hálfleik og tapaði 3-1 í Leiria. Mourinho sagði á blaðamannafundi eftir leikinn að leikmenn hans myndu sofa á æfingasvæði félagsins í Seixal næstu daga til að íhuga óvænt brotthvarf sitt úr keppninni. Fóru ekki heim „Þar sem við héldum að við myndum spila úrslitaleikinn förum við ekki heim, við förum til Seixal. Leikmennirnir munu sofa í Seixal og á morgun er æfing og hinn er æfing,“ „En það er enginn leikur á laugardag. Þar sem enginn úrslitaleikur er á laugardag er næsti leikur okkar gegn FC Porto næsta miðvikudag [í átta liða úrslitum portúgalska bikarsins]. Þegar við komum til Seixal fara allir inn í herbergin sín. Ég vona að leikmennirnir sofi jafn vel og ég, sem sagt, að þeir sofi ekkert. Það er það sem ég óska þeim. Að þeir sofi ekki og hugsi mikið, eins og ég mun gera.“ Benfica hafði bundið miklar vonir við að lyfta bikarnum eftir að Sporting CP tapaði 2-1 fyrir Vitoria Guimaraes í undanúrslitaleiknum á þriðjudag. Mourinho, sem tók við stjórnartaumunum hjá Benfica í september, var svekktur yfir samskiptaleysi leikmanna sinna. Á morgun getum við byrjað að tala saman „Á morgun getum við byrjað að tala saman, sem er ekki það sem gerðist í búningsklefanum,“ sagði fyrrverandi þjálfari FC Porto, Chelsea og Manchester United. „Í búningsklefanum var einræða og einræður virka ekki fyrir mig; mér líkar að eiga samræður við leikmennina. Við munum ræða muninn á fyrri og seinni hálfleik og undirbúa okkur á besta mögulega hátt fyrir leikinn gegn FC Porto,“ sagði Mourinho. Benfica er í þriðja sæti Primeira Liga, tíu stigum á eftir toppliði Porto. Portúgalski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Benfica var 2-0 undir í hálfleik og tapaði 3-1 í Leiria. Mourinho sagði á blaðamannafundi eftir leikinn að leikmenn hans myndu sofa á æfingasvæði félagsins í Seixal næstu daga til að íhuga óvænt brotthvarf sitt úr keppninni. Fóru ekki heim „Þar sem við héldum að við myndum spila úrslitaleikinn förum við ekki heim, við förum til Seixal. Leikmennirnir munu sofa í Seixal og á morgun er æfing og hinn er æfing,“ „En það er enginn leikur á laugardag. Þar sem enginn úrslitaleikur er á laugardag er næsti leikur okkar gegn FC Porto næsta miðvikudag [í átta liða úrslitum portúgalska bikarsins]. Þegar við komum til Seixal fara allir inn í herbergin sín. Ég vona að leikmennirnir sofi jafn vel og ég, sem sagt, að þeir sofi ekkert. Það er það sem ég óska þeim. Að þeir sofi ekki og hugsi mikið, eins og ég mun gera.“ Benfica hafði bundið miklar vonir við að lyfta bikarnum eftir að Sporting CP tapaði 2-1 fyrir Vitoria Guimaraes í undanúrslitaleiknum á þriðjudag. Mourinho, sem tók við stjórnartaumunum hjá Benfica í september, var svekktur yfir samskiptaleysi leikmanna sinna. Á morgun getum við byrjað að tala saman „Á morgun getum við byrjað að tala saman, sem er ekki það sem gerðist í búningsklefanum,“ sagði fyrrverandi þjálfari FC Porto, Chelsea og Manchester United. „Í búningsklefanum var einræða og einræður virka ekki fyrir mig; mér líkar að eiga samræður við leikmennina. Við munum ræða muninn á fyrri og seinni hálfleik og undirbúa okkur á besta mögulega hátt fyrir leikinn gegn FC Porto,“ sagði Mourinho. Benfica er í þriðja sæti Primeira Liga, tíu stigum á eftir toppliði Porto.
Portúgalski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira