Enski boltinn

Varði öll þrjú vítin og Sunderland á­fram

Valur Páll Eiríksson skrifar
Roefs varði allar þrjár spyrnur Everton í vítakeppninni.
Roefs varði allar þrjár spyrnur Everton í vítakeppninni. Carl Recine/Getty Images

Sunderland komst áfram í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta eftir útisigur á Everton eftir vítaspyrnukeppni. Robin Roefs, markvörður Sunderland, var magnaður.

Liðin áttust við í úrvalsdeildarslag í 3. umferðinni á Hill Dickinson-vellinum í Liverpool. Sunderland komst yfir þökk sé marki Frakkans Enzo Le Feé í fyrri hálfleik en Everton jafnaði undir lok leiks þegar James Garner skoraði úr víti.

Ekkert var skorað í framlengingu og vítaspyrnukeppni tók við. Þar klúðraði áðurnefndur Garner fyrstu spyrnu, er Robin Roefs varði frá honum. Roefs varði einnig næstu spyrnu, frá Thierno Barry og svo þá þriðju frá Beto.

Sunderland skoraði á meðan úr sínum fyrstu þremur spyrnum sem dugði fyrir 3-0 sigri í vítakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×