Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2026 07:32 Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, heilsar Arne Slot, knattspyrnustjóra Liverpool, fyrir leik liðanna. Getty/David Price Arsenal batt enda á sitt slæma gengi með 4-1 útisigri á Portsmouth í enska bikarnum á sunnudag. Knattspyrnustjórinn Mikel Arteta notaði tækifærið eftir leikinn til að hrósa kollega sínum hjá Liverpool, Arne Slot. Slot hjálpaði nefnilega til við að lægja öldurnar eftir hið mikið umrædda atvik milli Gabriel Martinelli og Conor Bradley á blaðamannafundi eftir innbyrðis leik liðanna á fimmtudag. Martinelli komst í fréttirnar af réttum ástæðum í gær eftir viðburðarríka daga á undan. „Í fótbolta er mikið um að tefja tímann og leikmenn sem þykjast vera meiddir undir lok leiks – sem getur pirrað mótherja. Ég er viss um að hann hefði aldrei gert það ef hann hefði vitað hversu alvarleg meiðslin gætu verið,“ sagði Arne Slot eftir 0-0 jafnteflið á Emirates. Kantmaður Arsenal lenti í miklu fjölmiðla- og netstormi eftir að hafa ýtt hinum þegar meidda Conor Bradley af vellinum í uppbótartíma í viðureign Arsenal og Liverpool. Atvikið olli sterkum viðbrögðum í kjölfarið og á sunnudag var staðfest að Bradley verður frá keppni það sem eftir er af tímabilinu. Dæmi um einhvern sem þekkir leikinn vel „Mér fannst Slot tjá sig frábærlega eftir leikinn. Hvernig hann talaði um mótherjann, útskýrði aðstæðurnar og lagði áherslu á að Gabriel hefði alls ekki ætlað að meiða leikmanninn,“ benti Arteta á eftir sigurinn á sunnudag. „Ég held að það sé dæmi um einhvern sem þekkir leikinn vel,“ sagði Arteta um knattspyrnustjóra Liverpool. 🗣️ Mikel Arteta on Gabriel Martinelli being booed: “It’s part of football, and then it’s how you take it. Arne Slot explained it brilliantly after the game, being your opponent. That’s personality - coming and talking on the pitch.” 🔊 pic.twitter.com/tht0nu0jAT— DailyAFC (@DailyAFC) January 11, 2026 Nokkrir brugðust harkalega við hegðun Martinelli, þar á meðal sérfræðingur Sky Sports, Gary Neville. „Þú getur ekki gert þetta, fíflið þitt,“ sagði Gary Neville eftir atvikið. „Ég skil satt að segja ekki hvernig leikmenn Liverpool fóru ekki að honum og einfaldlega slógu hann og tóku rauða spjaldið. Þetta er algjörlega óásættanlegt,“ sagði Neville. Skoraði þrennu Martinelli bað Bradley afsökunar í kjölfarið. Hann sá síðan sjálfur um að koma sér í fréttirnar af réttum ástæðum. Martinelli var maður leiksins og skoraði alls þrjú mörk í sigrinum á Portsmouth. Eftir fyrsta mark sitt gegn Portsmouth leit út fyrir að hann væri aftur að biðja Norður-Írann aftur afsökunar. Enski boltinn Arsenal FC Liverpool FC Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Slot hjálpaði nefnilega til við að lægja öldurnar eftir hið mikið umrædda atvik milli Gabriel Martinelli og Conor Bradley á blaðamannafundi eftir innbyrðis leik liðanna á fimmtudag. Martinelli komst í fréttirnar af réttum ástæðum í gær eftir viðburðarríka daga á undan. „Í fótbolta er mikið um að tefja tímann og leikmenn sem þykjast vera meiddir undir lok leiks – sem getur pirrað mótherja. Ég er viss um að hann hefði aldrei gert það ef hann hefði vitað hversu alvarleg meiðslin gætu verið,“ sagði Arne Slot eftir 0-0 jafnteflið á Emirates. Kantmaður Arsenal lenti í miklu fjölmiðla- og netstormi eftir að hafa ýtt hinum þegar meidda Conor Bradley af vellinum í uppbótartíma í viðureign Arsenal og Liverpool. Atvikið olli sterkum viðbrögðum í kjölfarið og á sunnudag var staðfest að Bradley verður frá keppni það sem eftir er af tímabilinu. Dæmi um einhvern sem þekkir leikinn vel „Mér fannst Slot tjá sig frábærlega eftir leikinn. Hvernig hann talaði um mótherjann, útskýrði aðstæðurnar og lagði áherslu á að Gabriel hefði alls ekki ætlað að meiða leikmanninn,“ benti Arteta á eftir sigurinn á sunnudag. „Ég held að það sé dæmi um einhvern sem þekkir leikinn vel,“ sagði Arteta um knattspyrnustjóra Liverpool. 🗣️ Mikel Arteta on Gabriel Martinelli being booed: “It’s part of football, and then it’s how you take it. Arne Slot explained it brilliantly after the game, being your opponent. That’s personality - coming and talking on the pitch.” 🔊 pic.twitter.com/tht0nu0jAT— DailyAFC (@DailyAFC) January 11, 2026 Nokkrir brugðust harkalega við hegðun Martinelli, þar á meðal sérfræðingur Sky Sports, Gary Neville. „Þú getur ekki gert þetta, fíflið þitt,“ sagði Gary Neville eftir atvikið. „Ég skil satt að segja ekki hvernig leikmenn Liverpool fóru ekki að honum og einfaldlega slógu hann og tóku rauða spjaldið. Þetta er algjörlega óásættanlegt,“ sagði Neville. Skoraði þrennu Martinelli bað Bradley afsökunar í kjölfarið. Hann sá síðan sjálfur um að koma sér í fréttirnar af réttum ástæðum. Martinelli var maður leiksins og skoraði alls þrjú mörk í sigrinum á Portsmouth. Eftir fyrsta mark sitt gegn Portsmouth leit út fyrir að hann væri aftur að biðja Norður-Írann aftur afsökunar.
Enski boltinn Arsenal FC Liverpool FC Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira