Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. janúar 2026 07:00 Vinkonurnar á bakvið VERU: Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir lýðheilsufræðingur, Birna Björnsdóttir lyfjafræðingur og Hildur Harðardóttir markaðs- og samskiptafræðingur. Á sunnudegi sitja þrjár vinkonur á spjallinu. Umræðuefnið er staðan í samfélaginu og lýðheilsumálin. Í hvað stefnir? Heilbrigðiskerfið er sagt komið yfir öll þolmörk og fyrirséð að álagið muni aukast með stækkandi samfélagi nema eitthvað verði gert. Og ekki er það beint hvetjandi að heyra eftirfarandi staðhæfingar: Að fimmti hver nemandi í 10. bekk finni fyrir kvíða daglega Að þriðjungur karla 18 – 35 ára noti níkótínpúða daglega Að helmingur kvenna 35–44 ára finni oft fyrir streitu í daglegu lífi Að 70% Íslendinga séu í yfirþyngd. Getum við mögulega gert eitthvað í þessu? spyrja vinkonurnar sig. Allar sprenglærðar á sínu sviði, hoknar af reynslu, þar á meðal frá nýsköpunarfyrirtækinu Sidekick Health þar sem þær störfuðu allar og starfa enn að hluta til. Konurnar lýsa sér sem samhuga, uppátækjasamar vinkonur og samstarfskonur, sem ekki aðeins brenna fyrir lýðheilsu heldur eru þær að upplifa þörf til að miðla af sinni reynslu og skila til samfélagsins. Spjallið á umræddum sunnudegi skilaði sér í hugmyndinni VERA sem síðar var kynnt og enn betur mótuð í nýsköpunarhraðlinum Snjallræði og heilsuhraðli KLAKS síðastliðið haust. Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um nýsköpun í heilbrigðisþjónustu. VERURNAR þrjár Vinkonurnar þrjár sem mynda VERU-hópinn heita: Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir lýðheilsufræðingur, Birna Björnsdóttir lyfjafræðingur og Hildur Harðardóttir markaðs- og samskiptafræðingur. Sigríður starfar við þróun meðferðarúrræða hjá Sidekick Health en Birna við klínískar rannsóknir hjá Sidekick. Hildur starfaði við notendarannsóknir en er nú í framhaldsnámi í lýðheilsufræðum við Háskóla Íslands, eins og reyndar Birna líka. Sigríður, Birna og Hildur segja VERU hugmyndina á frumstigi. Það sem samtöl þeirra hafi hins vegar leitt af sér er að það sé þörf á því að aðstoða sveitarfélög við að vinna úr og greina allan þann hafsjó af upplýsingum sem sveitarfélög búa nú þegar yfir og snerta lýðheilsu íbúa. Því þessar upplýsingar og stefnur koma víða að. Svo sem frá Embætti landlæknis, frá WHO, frá Skólapúlsinum, frá einstaka öðrum rannsóknum hérlendis og erlendis og svo mætti áfram telja. Vandinn snúist því ekki um að upplýsingar vanti, heldur frekar leið til að halda utan um þær og greina, vinna úr þeim og mæla síðan árangurinn. Með reynsluna frá Sidekick í farteskinu, mótuðu Hildur, Birna og Sigríður Kristín hugmyndina VERU; hugbúnaðarkerfi fyrir sveitarfélag sem í raun væri eins og stafræn verkfærakista. Þessi verkfærakista myndi samkvæmt kynningartexta virka svona: Kortleggur staðbundnar lýðheilsuáskoranir, hannar sérsniðin inngrip byggð á fyrirliggjandi gögnum, í samráði við hagaðila og mælir markvisst framvindu og árangur yfir tíma. Með þessari nálgun, sem byggir á fyrirbyggjandi aðgerðum, betri nýtingu gagna, tíma og fjár, má lækka sjúkdómsbyrði, stuðla að sjálfbæru heilbrigðiskerfi og farsælla samfélagi til framtíðar. Birna, Hildur og Sigríður segja sveitarfélögin ekki vanta gögn um lýðheilsu íbúa. Það gæti hins vegar skipt sköpum ef þau væru með stafrænt kerfi til að vinna úr gögnunum, greina, hanna inngrip og mæla árangur. Sveitarfélögin 2026 Sigríður, Birna og Hildur segja að það hafi nýst þeim ótrúlega vel að taka þátt í Snjallræði og heilsuhraðli KLAKS. Með þeirri þátttöku hafi þeim tekist að koma hugmyndinni í betri búning og þá þannig að hægt sé að útskýra VERU. Sem fyrst og fremst yrði mótuð og þróuð með sveitarfélögum. „Við erum byrjaðar að tala við öflugt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu til að vinna með því við sjáum fyrir okkur að fyrstu þrjá mánuðina væri nóg að vinna að mótun hugmynda með einum aðila,“ segir Sigríður Kristín. „Í kjölfarið myndum við bæta við í samstarfshópinn tveimur sveitarfélögum og þá helst þannig að annað sveitarfélagið af þeim væri lítið sveitarfélag úti á landi,“ segir Birna. Með ólíkum samstarfsaðilum sé hægt að átta sig á ólíkum áskorunum, áherslum og lausnum eða hönnun inngripa. Ráðast þyrfti í nokkrar smærri rannsóknir en fyrst og fremst þyrfti líka að ræða við íbúana sjálfa. „Ég starfaði við notendarannsóknir hjá Sidekick og þar sáum við glöggt mikilvægi þess að tala við notendur, fólkið sjálft sem við erum að hanna fyrir. Því bara það eitt og sér hvernig fólk til dæmis skilgreinir góða heilsu getur verið afar mismunandi. Þegar það er verið að greina þarfirnar þarf samtalið líka að vera milliliðalaust við þá hópa sem á að þjóna. Ef það er til dæmis verið að tala um lýðheilsu fyrir börn þarf að hlusta á raddir krakkanna sjálfra.“ Aðspurðar segjast vinkonurnar engar áhyggjur hafa af því að pólitíkin eða sveitarstjórnarkosningarnar í vor muni eitthvað hafa áhrif á, trufla eða hægja á framgangi mála eða upphaf að samstarfssamningum við sveitarfélögin. Þvert á móti sé áhugi og vilji hjá aðilum að vinna að mótun nýrra lausna. Vinkonurnar eru nú þegar í viðræðum við sveitarfélög um samstarf og gera ráð fyrir að á þessu ári, verði VERA mótuð í samvinnu við nokkur öflug sveitarfélög sem vilja ryðja brautina. Að VERA Það er alveg ljóst að þótt nýsköpun kalli oftast á mjög fórnfúsa vinnu frumkvöðla eru VERURNAR þrjár líka duglegar að einblína á það jákvæða, skemmtilega og góða. „Við erum til dæmis mjög duglegar að nota alls kyns forskeyti á orðið VERA,“ segir Birna og hlær. „Sam-VERA, nær-VERA, til-VERA, við erum allar VERUR og svo framvegis,“ segir Birna og hópurinn hlær. Er sumsé engin tenging við hina bresku rannsóknarkonu VERU? „Nei alls ekki,“ segir Sigríður Kristín og brosir. „Ég notaði þetta nafn fyrir ráðgjöfina mína sem ég vann mikið á tímabilinu 2010–2015, oft með sveitarfélögum í stefnumótun lýðheilsustefnu og síðan innleiðingu hennar.“ Sigríður, Birna og Hildur segja hins vegar að eftir að hafa rætt málin fram og til baka sín á milli, þar sem samanlögð reynsla, þekking og ástríða varð að einu og sama samtalinu, hafi niðurstaðan verið sú að það væri ekki nóg að horfa á vandann út frá heilbrigðiskerfinu og því álagi sem þar yrði. „Við áttuðum okkur á því að við yrðum að fara fram fyrir heilbrigðiskerfið og í forvarnirnar sjálfar. Þær eru ódýrar og snúast oft um skipulag sem stafræn þróun og tækni getur hjálpað til við að lækka kostnaðinn,“ segir Sigríður Kristín. Nýsköpun Heilsa Tengdar fréttir Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Vá hvað það væri nú mikill draumur í dós ef við fengjum alltaf óskipta athygli læknisins þegar við hittum hann, sem væri einbeittur í samtalinu við okkur; að hlusta, nema, greina, útskýra, fræða. 14. janúar 2026 07:00 Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ „Það hafa margir haldið að við værum frá verðlagseftirliti ASÍ!“ segja hjónin Ingi Torfi Sverrisson og Linda Rakel Jónsdóttir, stofnendur LifeTrack og skella upp úr. Enda oft hlegið í samtalinu við þau, þótt líka kveði á alvarlegri undirtón. 12. febrúar 2025 07:00 Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ „Þetta eru lyf sem fólk fær gjarnan eftir aðgerðir. Sjálfur var ég að skrifa allt að þrjátíu lyfseðla á viku þegar ég starfaði á bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir Kjartan Þórsson læknir og stofnandi Prescriby. 8. maí 2024 07:00 Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði „Eiður Smári talaði nýlega í hlaðvarpinu Dr. Football um að hann væri verkjaður víða eftir ferilinn og gæti ekki hlaupið í dag. Þegar leikmaður sem hefur spilað á hæsta stigi segir þetta, þá sýnir það hversu miklar kröfur fótbolti gerir til líkamans,“ segir Margrét Lilja Burrell frumkvöðull og stofnandi Football Mobility og bætir við: 15. desember 2025 07:01 Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ „En þá var ég reyndar farin að gera mér grein fyrir að eflaust væri ég of viðkvæm fyrir hefðbundna læknastarfið,“ segir Steinunn Sara Helgudóttir, doktor í taugahrörnunarsjúkdómum, þegar hún rifjar upp u-beygju sem hún tók um árið í sinni menntun. 22. september 2025 07:02 Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Í hvað stefnir? Heilbrigðiskerfið er sagt komið yfir öll þolmörk og fyrirséð að álagið muni aukast með stækkandi samfélagi nema eitthvað verði gert. Og ekki er það beint hvetjandi að heyra eftirfarandi staðhæfingar: Að fimmti hver nemandi í 10. bekk finni fyrir kvíða daglega Að þriðjungur karla 18 – 35 ára noti níkótínpúða daglega Að helmingur kvenna 35–44 ára finni oft fyrir streitu í daglegu lífi Að 70% Íslendinga séu í yfirþyngd. Getum við mögulega gert eitthvað í þessu? spyrja vinkonurnar sig. Allar sprenglærðar á sínu sviði, hoknar af reynslu, þar á meðal frá nýsköpunarfyrirtækinu Sidekick Health þar sem þær störfuðu allar og starfa enn að hluta til. Konurnar lýsa sér sem samhuga, uppátækjasamar vinkonur og samstarfskonur, sem ekki aðeins brenna fyrir lýðheilsu heldur eru þær að upplifa þörf til að miðla af sinni reynslu og skila til samfélagsins. Spjallið á umræddum sunnudegi skilaði sér í hugmyndinni VERA sem síðar var kynnt og enn betur mótuð í nýsköpunarhraðlinum Snjallræði og heilsuhraðli KLAKS síðastliðið haust. Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um nýsköpun í heilbrigðisþjónustu. VERURNAR þrjár Vinkonurnar þrjár sem mynda VERU-hópinn heita: Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir lýðheilsufræðingur, Birna Björnsdóttir lyfjafræðingur og Hildur Harðardóttir markaðs- og samskiptafræðingur. Sigríður starfar við þróun meðferðarúrræða hjá Sidekick Health en Birna við klínískar rannsóknir hjá Sidekick. Hildur starfaði við notendarannsóknir en er nú í framhaldsnámi í lýðheilsufræðum við Háskóla Íslands, eins og reyndar Birna líka. Sigríður, Birna og Hildur segja VERU hugmyndina á frumstigi. Það sem samtöl þeirra hafi hins vegar leitt af sér er að það sé þörf á því að aðstoða sveitarfélög við að vinna úr og greina allan þann hafsjó af upplýsingum sem sveitarfélög búa nú þegar yfir og snerta lýðheilsu íbúa. Því þessar upplýsingar og stefnur koma víða að. Svo sem frá Embætti landlæknis, frá WHO, frá Skólapúlsinum, frá einstaka öðrum rannsóknum hérlendis og erlendis og svo mætti áfram telja. Vandinn snúist því ekki um að upplýsingar vanti, heldur frekar leið til að halda utan um þær og greina, vinna úr þeim og mæla síðan árangurinn. Með reynsluna frá Sidekick í farteskinu, mótuðu Hildur, Birna og Sigríður Kristín hugmyndina VERU; hugbúnaðarkerfi fyrir sveitarfélag sem í raun væri eins og stafræn verkfærakista. Þessi verkfærakista myndi samkvæmt kynningartexta virka svona: Kortleggur staðbundnar lýðheilsuáskoranir, hannar sérsniðin inngrip byggð á fyrirliggjandi gögnum, í samráði við hagaðila og mælir markvisst framvindu og árangur yfir tíma. Með þessari nálgun, sem byggir á fyrirbyggjandi aðgerðum, betri nýtingu gagna, tíma og fjár, má lækka sjúkdómsbyrði, stuðla að sjálfbæru heilbrigðiskerfi og farsælla samfélagi til framtíðar. Birna, Hildur og Sigríður segja sveitarfélögin ekki vanta gögn um lýðheilsu íbúa. Það gæti hins vegar skipt sköpum ef þau væru með stafrænt kerfi til að vinna úr gögnunum, greina, hanna inngrip og mæla árangur. Sveitarfélögin 2026 Sigríður, Birna og Hildur segja að það hafi nýst þeim ótrúlega vel að taka þátt í Snjallræði og heilsuhraðli KLAKS. Með þeirri þátttöku hafi þeim tekist að koma hugmyndinni í betri búning og þá þannig að hægt sé að útskýra VERU. Sem fyrst og fremst yrði mótuð og þróuð með sveitarfélögum. „Við erum byrjaðar að tala við öflugt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu til að vinna með því við sjáum fyrir okkur að fyrstu þrjá mánuðina væri nóg að vinna að mótun hugmynda með einum aðila,“ segir Sigríður Kristín. „Í kjölfarið myndum við bæta við í samstarfshópinn tveimur sveitarfélögum og þá helst þannig að annað sveitarfélagið af þeim væri lítið sveitarfélag úti á landi,“ segir Birna. Með ólíkum samstarfsaðilum sé hægt að átta sig á ólíkum áskorunum, áherslum og lausnum eða hönnun inngripa. Ráðast þyrfti í nokkrar smærri rannsóknir en fyrst og fremst þyrfti líka að ræða við íbúana sjálfa. „Ég starfaði við notendarannsóknir hjá Sidekick og þar sáum við glöggt mikilvægi þess að tala við notendur, fólkið sjálft sem við erum að hanna fyrir. Því bara það eitt og sér hvernig fólk til dæmis skilgreinir góða heilsu getur verið afar mismunandi. Þegar það er verið að greina þarfirnar þarf samtalið líka að vera milliliðalaust við þá hópa sem á að þjóna. Ef það er til dæmis verið að tala um lýðheilsu fyrir börn þarf að hlusta á raddir krakkanna sjálfra.“ Aðspurðar segjast vinkonurnar engar áhyggjur hafa af því að pólitíkin eða sveitarstjórnarkosningarnar í vor muni eitthvað hafa áhrif á, trufla eða hægja á framgangi mála eða upphaf að samstarfssamningum við sveitarfélögin. Þvert á móti sé áhugi og vilji hjá aðilum að vinna að mótun nýrra lausna. Vinkonurnar eru nú þegar í viðræðum við sveitarfélög um samstarf og gera ráð fyrir að á þessu ári, verði VERA mótuð í samvinnu við nokkur öflug sveitarfélög sem vilja ryðja brautina. Að VERA Það er alveg ljóst að þótt nýsköpun kalli oftast á mjög fórnfúsa vinnu frumkvöðla eru VERURNAR þrjár líka duglegar að einblína á það jákvæða, skemmtilega og góða. „Við erum til dæmis mjög duglegar að nota alls kyns forskeyti á orðið VERA,“ segir Birna og hlær. „Sam-VERA, nær-VERA, til-VERA, við erum allar VERUR og svo framvegis,“ segir Birna og hópurinn hlær. Er sumsé engin tenging við hina bresku rannsóknarkonu VERU? „Nei alls ekki,“ segir Sigríður Kristín og brosir. „Ég notaði þetta nafn fyrir ráðgjöfina mína sem ég vann mikið á tímabilinu 2010–2015, oft með sveitarfélögum í stefnumótun lýðheilsustefnu og síðan innleiðingu hennar.“ Sigríður, Birna og Hildur segja hins vegar að eftir að hafa rætt málin fram og til baka sín á milli, þar sem samanlögð reynsla, þekking og ástríða varð að einu og sama samtalinu, hafi niðurstaðan verið sú að það væri ekki nóg að horfa á vandann út frá heilbrigðiskerfinu og því álagi sem þar yrði. „Við áttuðum okkur á því að við yrðum að fara fram fyrir heilbrigðiskerfið og í forvarnirnar sjálfar. Þær eru ódýrar og snúast oft um skipulag sem stafræn þróun og tækni getur hjálpað til við að lækka kostnaðinn,“ segir Sigríður Kristín.
Nýsköpun Heilsa Tengdar fréttir Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Vá hvað það væri nú mikill draumur í dós ef við fengjum alltaf óskipta athygli læknisins þegar við hittum hann, sem væri einbeittur í samtalinu við okkur; að hlusta, nema, greina, útskýra, fræða. 14. janúar 2026 07:00 Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ „Það hafa margir haldið að við værum frá verðlagseftirliti ASÍ!“ segja hjónin Ingi Torfi Sverrisson og Linda Rakel Jónsdóttir, stofnendur LifeTrack og skella upp úr. Enda oft hlegið í samtalinu við þau, þótt líka kveði á alvarlegri undirtón. 12. febrúar 2025 07:00 Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ „Þetta eru lyf sem fólk fær gjarnan eftir aðgerðir. Sjálfur var ég að skrifa allt að þrjátíu lyfseðla á viku þegar ég starfaði á bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir Kjartan Þórsson læknir og stofnandi Prescriby. 8. maí 2024 07:00 Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði „Eiður Smári talaði nýlega í hlaðvarpinu Dr. Football um að hann væri verkjaður víða eftir ferilinn og gæti ekki hlaupið í dag. Þegar leikmaður sem hefur spilað á hæsta stigi segir þetta, þá sýnir það hversu miklar kröfur fótbolti gerir til líkamans,“ segir Margrét Lilja Burrell frumkvöðull og stofnandi Football Mobility og bætir við: 15. desember 2025 07:01 Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ „En þá var ég reyndar farin að gera mér grein fyrir að eflaust væri ég of viðkvæm fyrir hefðbundna læknastarfið,“ segir Steinunn Sara Helgudóttir, doktor í taugahrörnunarsjúkdómum, þegar hún rifjar upp u-beygju sem hún tók um árið í sinni menntun. 22. september 2025 07:02 Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Vá hvað það væri nú mikill draumur í dós ef við fengjum alltaf óskipta athygli læknisins þegar við hittum hann, sem væri einbeittur í samtalinu við okkur; að hlusta, nema, greina, útskýra, fræða. 14. janúar 2026 07:00
Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ „Það hafa margir haldið að við værum frá verðlagseftirliti ASÍ!“ segja hjónin Ingi Torfi Sverrisson og Linda Rakel Jónsdóttir, stofnendur LifeTrack og skella upp úr. Enda oft hlegið í samtalinu við þau, þótt líka kveði á alvarlegri undirtón. 12. febrúar 2025 07:00
Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ „Þetta eru lyf sem fólk fær gjarnan eftir aðgerðir. Sjálfur var ég að skrifa allt að þrjátíu lyfseðla á viku þegar ég starfaði á bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir Kjartan Þórsson læknir og stofnandi Prescriby. 8. maí 2024 07:00
Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði „Eiður Smári talaði nýlega í hlaðvarpinu Dr. Football um að hann væri verkjaður víða eftir ferilinn og gæti ekki hlaupið í dag. Þegar leikmaður sem hefur spilað á hæsta stigi segir þetta, þá sýnir það hversu miklar kröfur fótbolti gerir til líkamans,“ segir Margrét Lilja Burrell frumkvöðull og stofnandi Football Mobility og bætir við: 15. desember 2025 07:01
Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ „En þá var ég reyndar farin að gera mér grein fyrir að eflaust væri ég of viðkvæm fyrir hefðbundna læknastarfið,“ segir Steinunn Sara Helgudóttir, doktor í taugahrörnunarsjúkdómum, þegar hún rifjar upp u-beygju sem hún tók um árið í sinni menntun. 22. september 2025 07:02