„Við reyndum að benda hæstvirtum ráðherra á þetta“ Árni Sæberg skrifar 14. janúar 2026 16:13 Sigmundur Davíð saumaði nokkuð hart að Daða Má í fyrstu óundirbúnu fyrirspurn ársins. Vísir/Anton Brink Formaður Miðflokksins segist hafa varað fjármála- og efnahagsráðherra við því að breytingar á gjaldheimtu af ökutækjum myndi auka verðbólgu, líkt og Landsbankinn hefur gefið út spá um. Þá segir hann stefna í kreppuverðbólgu á Íslandi. Ráðherra segir hann greinilega búa yfir meiri upplýsingum en ráðuneytið, fyrst hann geti fullyrt að spáð verðbólguaukning orsakist aðeins af breytingum á gjaldheimtu. Þá frábiður hann sér allt tal um kreppuverðbólgu. Greiningardeild Landsbankans greindi í vikunni frá spá sinni um að breytingar á gjaldtöku hins opinbera af rekstri og kaupum ökutækja gætu aukið verðbólgu um 0,7 prósentustig. Óvíst væri hvort áhrifin kæmu fram að öllu leyti í janúar eða dreifðust yfir næstu mánuði, en telja mætti að það ylti ekki síst á eftirspurn eftir bílum í byrjun árs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gerði þetta að umræðuefni sínu í fyrsta óundirbúna fyrirspurnatíma þingsins eftir jólafrí. „Frú forseti. Óveðursskýin hrannast nú upp í íslensku efnahagslífi. Greiningardeild Landsbankans spáir því að vörugjaldahækkun ríkisstjórnarinnar muni auka verðbólgu sem nemur 0,7 prósentum eða sjöfalt meira heldur en hæstvirtur fjármálaráðherra gerði ráð fyrir. Við reyndum að benda hæstvirtum ráðherra á þetta í umræðu um málið og um fjárlögin almennt. Þó er ýmislegt ótalið. Áhrif annarra gjaldahækkana eiga einnig eftir að koma fram. Svör hæstvirts ráðherra voru á þann veg að hann fylgdist mjög vel með og ætlaði áfram að fylgjast vel með hvaða áhrif fjárlagafrumvarp hans og skattahækkanir myndu hafa. Nú spyr ég hæstvirtan ráðherra: Er ekki kominn tími til að bregðast við?“ spurði Sigmundur. Óttast kreppuverðbólgu Þá sagði Sigmundur að stefndi í kreppuverðbólgu hér á landi, eða það sem útlendingar kalli stagflation. Kreppuverðbólga er verðbólga sem helst í hendur við samdrátt landsframleiðslu. „Meira og minna allir hagfræðingar eru sammála um að það sé ástand sem ekki verði við unað og afleitt á allan hátt. Við horfum áfram fram á mikinn útgjaldavöxt næstu árin. Verðbólga og vextir virðast ekki á niðurleið fyrir vikið. Ríkið eyðir sem sagt háum fjárhæðum án þess að það leiði til hagvaxtar eða aukinnar verðmætasköpunar. Atvinnuleysi eykst og það er orðið ljóst að fjáraukar, hverjir sem þeir kunna að verða, muni stúta stöðugleikareglunni svokölluðu, skattahækkunarreglunni.“ Engin kreppuverðbólga hér, segir ráðherra Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, þakkaði Sigmundi fyrir spurninguna og benti á að óvissa um þróun verðlags sé alltaf til staðar. „Háttvirtur þingmaður býr þá yfir meiri upplýsingum heldur en ég ef hann getur fullyrt að þær breytingar, sem Landsbankinn spáir, séu einungis vegna breytinga á vörugjöldum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fjármálaráðuneytið býr yfir er þetta blanda af því og verðhækkun á bílum, sem hefur þá með önnur skilyrði að gera en breytingar á opinberum gjöldum.“ Hann sagði þó hárrétt hjá Sigmundi að mikilvægt væri að gríma til aðgerða í efnahagsmálum og sagði að þær aðgerðir lægju þegar fyrir. Það væri markmið ríkisstjórnarinnar að ná hallalausum fjárlögum á næsta ári. Þannig væri ríkisfjármálunum best beitt til þess að skapa almennt aðhald og tryggja að væntingar um stöðugleika bæði í verðlagi og öðru héldust. „Ég tek á engan hátt undir og frábið mér í raun allt tal um kreppuverðbólgu. Ég held að það sé ekki heppilegur vettvangur [hér] að fara í smáatriðum yfir hvaða fyrirbæri það er og hvers vegna hún er ekki það ástand sem ríkir á Íslandi í dag. En það er rétt sem háttvirtur þingmaður segir, þetta er forgangsmál og það gerum við. Við beitum ríkisfjármálunum með því að sýna aðhald til lengri tíma.“ Efnahagsleg vítisvél Sigmundur tók þá aftur til máls sakaði ráðherra um að reyna að tala vandamálin í burtu og ítreka það að markmiðið sé að betur fari að ganga, án þess að gera nokkuð til að bregðast við vandamálum sem steðja að. „Það er orðið ljóst að vörugjöldin ein og sér munu hafa gríðarleg áhrif og svo bætist allt hitt við. Þessi ríkisstjórn er búin að koma á eins konar efnahagslegri vítisvél. Hún virkar þannig að stjórnvöld auka útgjöldin ítrekað en hækka um leið skatta. Fyrir vikið eykst verðbólgan og vextir hækka. Fyrir vikið, aftur, minnka umsvifin og um leið tekjur ríkisins, sem afleiðing af því. Hvað gerir ríkið þá? Það byrjar upp á nýtt. Það hækkar skattana og eykur útgjöldin, meðal annars til að takast á við aukið atvinnuleysi. Þennan vítahring þarf að rjúfa.“ Mikil og merkileg kristalskúla Sigmundur beindi spurningu til Daða öðru sinni og spurði hvernig hann ætli að bregðast við því ástandi sem þjóðin horfi nú fram á í efnahagsmálum. „Ég þakka háttvirtum þingmanni Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fyrir endurtekna spurningu. Mikil og merkileg er sú kristalskúla sem hann býr yfir miðað við þær heimsendaspár og dómsdaga sem hann sér í henni. Þessu deili auðvitað hvorki ég né íslenska þjóðin. Ég vil ítreka aftur það sem ég sagði hér áðan. Það sem þarf er núna er styrka hönd í að stýra efnahagsmálum þjóðarinnar. Hana býður þessi ríkisstjórn upp á. Við settum fram áætlun, fjármálaáætlun, á síðasta ári. Við fórum eftir þeirri áætlun. Hún verður endurskoðuð núna í vor með það markmið að ná hallalausum fjárlögum á næsta ári. Það er sú styrka stjórn sem þarf. Það er sú styrka stjórn sem við munum veita.“ Viðreisn Miðflokkurinn Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Greiningardeild Landsbankans greindi í vikunni frá spá sinni um að breytingar á gjaldtöku hins opinbera af rekstri og kaupum ökutækja gætu aukið verðbólgu um 0,7 prósentustig. Óvíst væri hvort áhrifin kæmu fram að öllu leyti í janúar eða dreifðust yfir næstu mánuði, en telja mætti að það ylti ekki síst á eftirspurn eftir bílum í byrjun árs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gerði þetta að umræðuefni sínu í fyrsta óundirbúna fyrirspurnatíma þingsins eftir jólafrí. „Frú forseti. Óveðursskýin hrannast nú upp í íslensku efnahagslífi. Greiningardeild Landsbankans spáir því að vörugjaldahækkun ríkisstjórnarinnar muni auka verðbólgu sem nemur 0,7 prósentum eða sjöfalt meira heldur en hæstvirtur fjármálaráðherra gerði ráð fyrir. Við reyndum að benda hæstvirtum ráðherra á þetta í umræðu um málið og um fjárlögin almennt. Þó er ýmislegt ótalið. Áhrif annarra gjaldahækkana eiga einnig eftir að koma fram. Svör hæstvirts ráðherra voru á þann veg að hann fylgdist mjög vel með og ætlaði áfram að fylgjast vel með hvaða áhrif fjárlagafrumvarp hans og skattahækkanir myndu hafa. Nú spyr ég hæstvirtan ráðherra: Er ekki kominn tími til að bregðast við?“ spurði Sigmundur. Óttast kreppuverðbólgu Þá sagði Sigmundur að stefndi í kreppuverðbólgu hér á landi, eða það sem útlendingar kalli stagflation. Kreppuverðbólga er verðbólga sem helst í hendur við samdrátt landsframleiðslu. „Meira og minna allir hagfræðingar eru sammála um að það sé ástand sem ekki verði við unað og afleitt á allan hátt. Við horfum áfram fram á mikinn útgjaldavöxt næstu árin. Verðbólga og vextir virðast ekki á niðurleið fyrir vikið. Ríkið eyðir sem sagt háum fjárhæðum án þess að það leiði til hagvaxtar eða aukinnar verðmætasköpunar. Atvinnuleysi eykst og það er orðið ljóst að fjáraukar, hverjir sem þeir kunna að verða, muni stúta stöðugleikareglunni svokölluðu, skattahækkunarreglunni.“ Engin kreppuverðbólga hér, segir ráðherra Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, þakkaði Sigmundi fyrir spurninguna og benti á að óvissa um þróun verðlags sé alltaf til staðar. „Háttvirtur þingmaður býr þá yfir meiri upplýsingum heldur en ég ef hann getur fullyrt að þær breytingar, sem Landsbankinn spáir, séu einungis vegna breytinga á vörugjöldum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fjármálaráðuneytið býr yfir er þetta blanda af því og verðhækkun á bílum, sem hefur þá með önnur skilyrði að gera en breytingar á opinberum gjöldum.“ Hann sagði þó hárrétt hjá Sigmundi að mikilvægt væri að gríma til aðgerða í efnahagsmálum og sagði að þær aðgerðir lægju þegar fyrir. Það væri markmið ríkisstjórnarinnar að ná hallalausum fjárlögum á næsta ári. Þannig væri ríkisfjármálunum best beitt til þess að skapa almennt aðhald og tryggja að væntingar um stöðugleika bæði í verðlagi og öðru héldust. „Ég tek á engan hátt undir og frábið mér í raun allt tal um kreppuverðbólgu. Ég held að það sé ekki heppilegur vettvangur [hér] að fara í smáatriðum yfir hvaða fyrirbæri það er og hvers vegna hún er ekki það ástand sem ríkir á Íslandi í dag. En það er rétt sem háttvirtur þingmaður segir, þetta er forgangsmál og það gerum við. Við beitum ríkisfjármálunum með því að sýna aðhald til lengri tíma.“ Efnahagsleg vítisvél Sigmundur tók þá aftur til máls sakaði ráðherra um að reyna að tala vandamálin í burtu og ítreka það að markmiðið sé að betur fari að ganga, án þess að gera nokkuð til að bregðast við vandamálum sem steðja að. „Það er orðið ljóst að vörugjöldin ein og sér munu hafa gríðarleg áhrif og svo bætist allt hitt við. Þessi ríkisstjórn er búin að koma á eins konar efnahagslegri vítisvél. Hún virkar þannig að stjórnvöld auka útgjöldin ítrekað en hækka um leið skatta. Fyrir vikið eykst verðbólgan og vextir hækka. Fyrir vikið, aftur, minnka umsvifin og um leið tekjur ríkisins, sem afleiðing af því. Hvað gerir ríkið þá? Það byrjar upp á nýtt. Það hækkar skattana og eykur útgjöldin, meðal annars til að takast á við aukið atvinnuleysi. Þennan vítahring þarf að rjúfa.“ Mikil og merkileg kristalskúla Sigmundur beindi spurningu til Daða öðru sinni og spurði hvernig hann ætli að bregðast við því ástandi sem þjóðin horfi nú fram á í efnahagsmálum. „Ég þakka háttvirtum þingmanni Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fyrir endurtekna spurningu. Mikil og merkileg er sú kristalskúla sem hann býr yfir miðað við þær heimsendaspár og dómsdaga sem hann sér í henni. Þessu deili auðvitað hvorki ég né íslenska þjóðin. Ég vil ítreka aftur það sem ég sagði hér áðan. Það sem þarf er núna er styrka hönd í að stýra efnahagsmálum þjóðarinnar. Hana býður þessi ríkisstjórn upp á. Við settum fram áætlun, fjármálaáætlun, á síðasta ári. Við fórum eftir þeirri áætlun. Hún verður endurskoðuð núna í vor með það markmið að ná hallalausum fjárlögum á næsta ári. Það er sú styrka stjórn sem þarf. Það er sú styrka stjórn sem við munum veita.“
Viðreisn Miðflokkurinn Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira