Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar 15. janúar 2026 09:31 Þetta þarf að segja fyrir leiðtogakjör Samfylkingarinnar í borginni: Fyrir kosningarnar í vor á Samfylkingin að beita sér kröftuglega fyrir því að boðinn verði fram Reykjavíkurlisti allra þeirra flokka sem nú mynda meirihluta. Það er algjörlega glatað fyrir félagshyggjufólk að standa uppi eins og eftir síðustu Alþingiskosningar með hátt hlutfall dauðra atkvæða og nokkra flokka sem engin áhrif hafa þrátt fyrir að hafa samtals fengið nægilegan stuðning til að lýðræðislegt væri að þeir ættu kjörna fulltrúa. Eftir sjálfsmark Einars Þorsteinssonar fyrir Framsókn, sem sagði af sér sem borgarstjóri, mynduðu fimm flokkar meirihluta fyrir ári síðan og hafa haldið sjó. Þar réði skynsemin hjá Samfylkingu, Flokki fólksins, Pírötum, Vinstri Grænum og Sönnu Magdalenu — sem nú er óbundin af villtasta liðinu í leifum af því sem kallast Sósíalistar. Hægri blokkin Staðan er frekar vænleg nú samkvæmt könnunum fyrir hægriblokkina. Sjálfstæðisflokkurinn er loksins kominn með þokkalega gott fylgi en eins og ótal dæmi sanna getur það reynst rokgjarnt þegar kjósendur fá viðmið á móti. Miðflokkur er óskrifað blað í borginni og Framsókn í vondum málum en alls ekki ótrúlegt að tveir-þrír þessara flokka gætu náð að mynda meirihluta með Viðreisn sem skilgreinir sig á uppboðsmarkaði. Fyrir félagshyggjufólk er það niðurdrepandi tilhugsun. Ekki vegna þess að til kæmi heimsendir heldur vegna þess að málflutningur þessa fólks er íhalds- og afturhaldssamur yfir í að vera smásálarlegur. Vinstri blokkin Horfumst í augu við staðreyndir: Valdþreyta er aldrei gott vegarnesti fyrir kosningar. Hún er til staðar núna og meirihlutinn sem er að störfum verður bara að viðurkenna það. Leiðin til úrbóta er hröð og sannfærandi endurnýjun. Þetta er skrifað undir samræðum tveggja frambjóðenda til forystu í Samfylkingunni í Silfrinu og pent orðað: Meira þarf til. Jafnvel þótt Sönnu takist að skapa Vor til vinstri með sjálfri sér, Pírötum og VG erum við að tala um leifar af ósigri í síðustu þingkosningum. Samfylkingin verður að bjóða í samfylkingu. Samfylking og samfylking Ég tala núna eins og afdankaður Spaugstofumaður sem er búinn að vera í samfylkingarbransanum eins og ,,leigubílstjóri í töttöguogfimmár” – reyndar 40 ár. Það er orðið langt síðan við sigruðum með Reykjavíkurlistanum fyrsta undir einu af mörgum kjörorðum: Kominn tími til að breyta. Seiglan í þessu samstarfi reyndist mikil og tók mörgum ummyndunum en borgin okkar hefur tekið ævintýralegum breytingum á þessum tíma og helsta íhaldsaflið gjörsamlega ráðvana áratugum saman. Eigum við ekki að læra af reynslunni? Tilgangur og höfuðmarkmið Samfylkingarinnar felst í nafninu. Að ná saman því fólki sem á miklu meira sameiginlegt en það fáránlega litla sem skilur að og bjóða borgarbúum hugsjónaríkt framboð knúið af eldmóði fólks sem vill vinna vel? Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og Reykjavíkurlistans, var í skipulagsvinnu fyrsta Reykjavíkurlistans, undirbúningsnefnd fyrir stofnun Samfylkingarinnar og formaður framkvæmdastjórnar flokksins í nokkur ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Þetta þarf að segja fyrir leiðtogakjör Samfylkingarinnar í borginni: Fyrir kosningarnar í vor á Samfylkingin að beita sér kröftuglega fyrir því að boðinn verði fram Reykjavíkurlisti allra þeirra flokka sem nú mynda meirihluta. Það er algjörlega glatað fyrir félagshyggjufólk að standa uppi eins og eftir síðustu Alþingiskosningar með hátt hlutfall dauðra atkvæða og nokkra flokka sem engin áhrif hafa þrátt fyrir að hafa samtals fengið nægilegan stuðning til að lýðræðislegt væri að þeir ættu kjörna fulltrúa. Eftir sjálfsmark Einars Þorsteinssonar fyrir Framsókn, sem sagði af sér sem borgarstjóri, mynduðu fimm flokkar meirihluta fyrir ári síðan og hafa haldið sjó. Þar réði skynsemin hjá Samfylkingu, Flokki fólksins, Pírötum, Vinstri Grænum og Sönnu Magdalenu — sem nú er óbundin af villtasta liðinu í leifum af því sem kallast Sósíalistar. Hægri blokkin Staðan er frekar vænleg nú samkvæmt könnunum fyrir hægriblokkina. Sjálfstæðisflokkurinn er loksins kominn með þokkalega gott fylgi en eins og ótal dæmi sanna getur það reynst rokgjarnt þegar kjósendur fá viðmið á móti. Miðflokkur er óskrifað blað í borginni og Framsókn í vondum málum en alls ekki ótrúlegt að tveir-þrír þessara flokka gætu náð að mynda meirihluta með Viðreisn sem skilgreinir sig á uppboðsmarkaði. Fyrir félagshyggjufólk er það niðurdrepandi tilhugsun. Ekki vegna þess að til kæmi heimsendir heldur vegna þess að málflutningur þessa fólks er íhalds- og afturhaldssamur yfir í að vera smásálarlegur. Vinstri blokkin Horfumst í augu við staðreyndir: Valdþreyta er aldrei gott vegarnesti fyrir kosningar. Hún er til staðar núna og meirihlutinn sem er að störfum verður bara að viðurkenna það. Leiðin til úrbóta er hröð og sannfærandi endurnýjun. Þetta er skrifað undir samræðum tveggja frambjóðenda til forystu í Samfylkingunni í Silfrinu og pent orðað: Meira þarf til. Jafnvel þótt Sönnu takist að skapa Vor til vinstri með sjálfri sér, Pírötum og VG erum við að tala um leifar af ósigri í síðustu þingkosningum. Samfylkingin verður að bjóða í samfylkingu. Samfylking og samfylking Ég tala núna eins og afdankaður Spaugstofumaður sem er búinn að vera í samfylkingarbransanum eins og ,,leigubílstjóri í töttöguogfimmár” – reyndar 40 ár. Það er orðið langt síðan við sigruðum með Reykjavíkurlistanum fyrsta undir einu af mörgum kjörorðum: Kominn tími til að breyta. Seiglan í þessu samstarfi reyndist mikil og tók mörgum ummyndunum en borgin okkar hefur tekið ævintýralegum breytingum á þessum tíma og helsta íhaldsaflið gjörsamlega ráðvana áratugum saman. Eigum við ekki að læra af reynslunni? Tilgangur og höfuðmarkmið Samfylkingarinnar felst í nafninu. Að ná saman því fólki sem á miklu meira sameiginlegt en það fáránlega litla sem skilur að og bjóða borgarbúum hugsjónaríkt framboð knúið af eldmóði fólks sem vill vinna vel? Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og Reykjavíkurlistans, var í skipulagsvinnu fyrsta Reykjavíkurlistans, undirbúningsnefnd fyrir stofnun Samfylkingarinnar og formaður framkvæmdastjórnar flokksins í nokkur ár.
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar