Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. janúar 2026 15:02 Viktor Gísli er klár og spenntur fyrir EM. vísir/vpe „Stemningin er bara góð. Þetta kikkar alltaf inn er maður mætir á hótelið og tekur fyrstu æfinguna á staðnum,“ segir landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson af sinni alkunnu stóískri ró. Viktor stóð í markinu fyrir þremur árum síðan er Ísland spilaði í þessum krúttlega bæ síðast. Þá var stemningin engu lík og hún verður það aftur núna. Klippa: Viktor Gísli klár fyrir EM „Við eigum geggjaðar minningar frá stuðningnum hérna síðast og vonumst til að fá hann aftur núna. Þetta er hálfgerður heimavöllur hjá okkur,“ segir Viktor brosmildur er hann rifjar upp lætin í Kristianstad Arena. „Ég man ekki eftir að hafa lent í svona stemningu áður með landsliðinu. Þetta var einstakt.“ Fyrsti leikur Íslands á EM er á morgun. Andstæðingurinn er Ítalía sem hefur verið að hraðri uppleið í handboltaheiminum. „Það gengur vel að undirbúa. Við fáum öðruvísi skot og tempó gegn þeim. Þeir eru óútreiknanlegri en margir og það getur verið erfitt fyrir markmenn. Það er stundum eins og þeir viti ekki sjálfir hvert þeir eru að skjóta enda í miklum contact. Þetta verður öðruvísi,“ segir markvörðurinn sterki sem átti frábært mót fyrir ári síðan. Hann segir að pressan hafi lítil áhrif á sig. „Ég finn lítið fyrir henni. Mesta pressan kemur frá mér sjálfum. Ég hef verið undir pressu frá því ég var mjög ungur og finn lítið fyrir henni í dag.“ Gott að fólki sé ekki sama um okkur Það er mikil bjartsýni fyrir góðu gengi íslenska liðsins. Sérfræðingar segja að leiðin sé greið í undanúrslitin og einhverjir spá Íslandi verðlaunum á mótinu. „Það er mismunandi hvað menn heyra mikið af þessu. Ég hef ekki heyrt neitt. Þetta er eitthvað sem maður hefur heyrt síðustu ár samt. Það er gott að hafa pressuna á sér og það þýðir að fólki er ekki sama um okkur vill að okkur gangi vel. Þetta er bara jákvætt,“ segir Viktor Gísli en hvernig skynjar hann að hópurinn sé að glíma við pressuna? „Við erum ekkert að pæla í neinu nema okkur. Pæla í að vera betri á hverjum degi. Ná hópnum saman og vinna í þessum litlu smáatriðum sem sem skipta svo litlu máli Við tölum ekki mikið um pressuna heldur erum við bara að pæla í okkur.“ EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Viktor stóð í markinu fyrir þremur árum síðan er Ísland spilaði í þessum krúttlega bæ síðast. Þá var stemningin engu lík og hún verður það aftur núna. Klippa: Viktor Gísli klár fyrir EM „Við eigum geggjaðar minningar frá stuðningnum hérna síðast og vonumst til að fá hann aftur núna. Þetta er hálfgerður heimavöllur hjá okkur,“ segir Viktor brosmildur er hann rifjar upp lætin í Kristianstad Arena. „Ég man ekki eftir að hafa lent í svona stemningu áður með landsliðinu. Þetta var einstakt.“ Fyrsti leikur Íslands á EM er á morgun. Andstæðingurinn er Ítalía sem hefur verið að hraðri uppleið í handboltaheiminum. „Það gengur vel að undirbúa. Við fáum öðruvísi skot og tempó gegn þeim. Þeir eru óútreiknanlegri en margir og það getur verið erfitt fyrir markmenn. Það er stundum eins og þeir viti ekki sjálfir hvert þeir eru að skjóta enda í miklum contact. Þetta verður öðruvísi,“ segir markvörðurinn sterki sem átti frábært mót fyrir ári síðan. Hann segir að pressan hafi lítil áhrif á sig. „Ég finn lítið fyrir henni. Mesta pressan kemur frá mér sjálfum. Ég hef verið undir pressu frá því ég var mjög ungur og finn lítið fyrir henni í dag.“ Gott að fólki sé ekki sama um okkur Það er mikil bjartsýni fyrir góðu gengi íslenska liðsins. Sérfræðingar segja að leiðin sé greið í undanúrslitin og einhverjir spá Íslandi verðlaunum á mótinu. „Það er mismunandi hvað menn heyra mikið af þessu. Ég hef ekki heyrt neitt. Þetta er eitthvað sem maður hefur heyrt síðustu ár samt. Það er gott að hafa pressuna á sér og það þýðir að fólki er ekki sama um okkur vill að okkur gangi vel. Þetta er bara jákvætt,“ segir Viktor Gísli en hvernig skynjar hann að hópurinn sé að glíma við pressuna? „Við erum ekkert að pæla í neinu nema okkur. Pæla í að vera betri á hverjum degi. Ná hópnum saman og vinna í þessum litlu smáatriðum sem sem skipta svo litlu máli Við tölum ekki mikið um pressuna heldur erum við bara að pæla í okkur.“
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira