Enski boltinn

Gæti farið frá Liverpool til Tottenham

Sindri Sverrisson skrifar
Andrew Robertson gæti verið á förum frá Liverpool.
Andrew Robertson gæti verið á förum frá Liverpool. Getty

Andy Robertson gæti verið á förum frá Liverpool til Tottenham en félögin eiga í viðræðum um kaup Lundúnafélagsins á skoska bakverðinum.

Hinn áreiðanlegi David Ornstein hjá The Athletic greindi frá þessu í dag og virðast viðræðurnar á réttri leið í átt að samkomulagi. Núgildandi samningur Robertson við Liverpool rennur út í sumar.

Tottenham er á höttunum eftir liðsstyrk og þessi tíðindi af Robertson koma í kjölfar þess að Ben Davies ökklabrotnaði sem veikir Tottenham í vinstri bakvarðarstöðunni.

Robertson hefur verið hjá Liverpool í næstum því níu ár og átt mikilli velgengni að fagna. Hann er hins vegar ekki lengur fastamaður í liðinu, ekki síst eftir komu Milos Kerkez frá Bournemouth síðasta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×