„Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Sindri Sverrisson skrifar 23. janúar 2026 16:49 Logi Geirsson var vonsvikinn eins og aðrir landsmenn eftir tapið gegn Króötum í dag. Samsett/RÚV/Vilhelm Logi Geirsson segir það hafa verið erfitt að horfa á leik Íslands gegn Króatíu á EM í handbolta í dag. Hann sagði alla sjá hve einhæfur sóknarleikur liðsins væri. Ólafur Stefánsson sagði sóknina hins vegar hafa gengið vel og að helst mætti setja út á uppleggið í vörninni. Ísland tapaði leiknum 30-29, eftir að hafa skorað þrjú mörk á örskömmum tíma í lokin, en Króatar höfðu verið 19-15 yfir í hálfleik. Vörn og markvarsla gekk þá skelfilega eins og sérfræðingar RÚV ræddu um í hálfleik, en þeir beindu einnig sjónum sínum að sóknarleiknum í seinni hálfleik í umræðum eftir leik. „Að skora mark var ótrúlega erfið fæðing hjá okkur fyrir hvert einasta mark,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson á RÚV eftir leik. „Ef að ekki væri fyrir Gísla Þorgeir þá hefðum við ekki einu sinni fengið marktækifæri. Hann fiskar sex vítaköst og [átta stoðsendingar]. Við fáum bara ekki mark utan af velli og það er ótrúlega erfitt. Þegar það á við, og við erum með Hauk Þrastarson inná, verðum við að geta tíað manninn upp. Þetta verður svo þungt og erfitt,“ sagði Kári Kristján og Logi tók þann bolta á lofti. „Hvort sem fólk var að horfa á leikinn á Austfjörðum eða Vestfjörðum þá sjá allir hversu einhæfur sóknarleikur þetta er hjá okkur. Mér fannst erfitt að horfa á þennan leik. Mér leið allan leikinn eins og það væri tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt. Þannig upplifði ég þetta. Mér fannst stjórnunin á liðinu, eftir lélegan fyrri hálfleik, að það kæmu engar breytingar,“ sagði Logi. Óli Stef jákvæður um sóknarleikinn Ólafur sá hins vegar sóknarleikinn í bjartara ljósi og taldi leikinn hafa tapast á varnarleiknum í fyrri hálfleik: „Við vorum að spila á móti mjög erfiðu varnarliði og gerðum það mjög vel á köflum. Ég hefði viljað sjá meiri áræðni í að keyra hröðu miðjuna og fá auðveld mörk þannig. Það sem kostar okkur þennan sigur, að miklu leyti, eru fyrstu fimmtán mínúturnar í vörninni þar sem við erum ekki alveg mættir og ekki tilbúnir í slaginn. Ekki eins slæmt og í fyrra, en nógu slæmt til að tapa. Ég hefði viljað prófa lengur, og í seinni hálfleik, að fara mikið áræðnara út og sjá hvað kæmi út úr því. Það er það eina sem ég set út á stjórnina. Að láta [Mateo] Maras, sem í raun og veru getur ekki hreyft sig á löppunum, skora sjö mörk finnst mér bara allt of mikið,“ sagði Ólafur. EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Sjá meira
Ísland tapaði leiknum 30-29, eftir að hafa skorað þrjú mörk á örskömmum tíma í lokin, en Króatar höfðu verið 19-15 yfir í hálfleik. Vörn og markvarsla gekk þá skelfilega eins og sérfræðingar RÚV ræddu um í hálfleik, en þeir beindu einnig sjónum sínum að sóknarleiknum í seinni hálfleik í umræðum eftir leik. „Að skora mark var ótrúlega erfið fæðing hjá okkur fyrir hvert einasta mark,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson á RÚV eftir leik. „Ef að ekki væri fyrir Gísla Þorgeir þá hefðum við ekki einu sinni fengið marktækifæri. Hann fiskar sex vítaköst og [átta stoðsendingar]. Við fáum bara ekki mark utan af velli og það er ótrúlega erfitt. Þegar það á við, og við erum með Hauk Þrastarson inná, verðum við að geta tíað manninn upp. Þetta verður svo þungt og erfitt,“ sagði Kári Kristján og Logi tók þann bolta á lofti. „Hvort sem fólk var að horfa á leikinn á Austfjörðum eða Vestfjörðum þá sjá allir hversu einhæfur sóknarleikur þetta er hjá okkur. Mér fannst erfitt að horfa á þennan leik. Mér leið allan leikinn eins og það væri tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt. Þannig upplifði ég þetta. Mér fannst stjórnunin á liðinu, eftir lélegan fyrri hálfleik, að það kæmu engar breytingar,“ sagði Logi. Óli Stef jákvæður um sóknarleikinn Ólafur sá hins vegar sóknarleikinn í bjartara ljósi og taldi leikinn hafa tapast á varnarleiknum í fyrri hálfleik: „Við vorum að spila á móti mjög erfiðu varnarliði og gerðum það mjög vel á köflum. Ég hefði viljað sjá meiri áræðni í að keyra hröðu miðjuna og fá auðveld mörk þannig. Það sem kostar okkur þennan sigur, að miklu leyti, eru fyrstu fimmtán mínúturnar í vörninni þar sem við erum ekki alveg mættir og ekki tilbúnir í slaginn. Ekki eins slæmt og í fyrra, en nógu slæmt til að tapa. Ég hefði viljað prófa lengur, og í seinni hálfleik, að fara mikið áræðnara út og sjá hvað kæmi út úr því. Það er það eina sem ég set út á stjórnina. Að láta [Mateo] Maras, sem í raun og veru getur ekki hreyft sig á löppunum, skora sjö mörk finnst mér bara allt of mikið,“ sagði Ólafur.
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Sjá meira