Vongóðir um lausn gísla
Ísraelar hafa ekki látið af árásum á Gasa þrátt fyrir ákall um annað á sama tíma og vinna er hafin við fyrsta fasa friðaráætlunar Bandaríkjaforseta. Hamas-samtökin hafa sagst reiðubúin að ganga að þeim hluta áætlunarinnar sem felur í sér lausn gísla og fangaskipti, en hvorki gefið nein loforð um að leggja niður vopn né um að hverfa frá völdum á Gasa.