Standa þétt við bakið á Kimmel
Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum standa þétt við bakið á kollega sínum Jimmy Kimmel, eftir að þáttur hans var tekinn úr loftinu vegna ummæla um dauða bandamanns Donalds Trump. Sjálfur segir forsetinn að mögulega eigi að svipta sjónvarpsstöðvar rekstrarleyfi.