Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 reist
Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 var reist í dag. Um mikil tímamót er að ræða í verkefninu sem hefur verið í undirbúningi í rúman áratug og farið í gegnum ýmis kæruferli. Línunni er ætlað að stórbæta orkuöryggi á Reykjanesskaga þar sem eftirspurn eftir raforku hefur vaxið hraðar en annars staðar á landinu vegna fólksfjölgunar og auknum umsvifum á Keflavíkurflugvelli.