Ísland í dag - Erfiðustu málin brjóta í manni hjartað
Helena Gylfadóttir er deildarstjóri bæði Húsdýragarðsins og Dýraþjónustu Reykjavíkur og má segja að lífið hennar snúist um dýr. Í Íslandi í dag segir Helena okkur af ýmsu er varðar dýr, til að mynd að svín þurfa sólarvörn í mikilli sól, annars eru þau fljót að brenna, að aðeins brotabrot af hundum á höfuðborgarsvæðinu er skráð lögum samkvæmt og að það sé leikur einn að kenna kisum trix sem vanalega eru framkvæmd af hundum. Dýravinir - þessu megið þið ekki missa af!