Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Guðni: Hefði ég átt að fara í þetta við­tal? Nei

Guðni Bergsson, frambjóðandi í formannskosningu Knattspyrnusambands Íslands, svaraði í dag fyrir gagnrýni á störf sín þegar hann var áður formaður KSÍ. Guðni segir að málin sem urðu til þess að hann hafi sagt af sér hafi tekið mikið á sig og sína. Segist hafa tekið ábyrgð með því að hætta sem formaður og að hann sé nú reynslunni ríkari.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tveir landsliðsmenn taka við þjálfun ÍBU

Þjálfaraskipti í 4. deild í knattspyrnu rata alla jafna ekki í fjölmiðla en fréttir af þjálfarateymi ÍBU, Íþróttabandslags Uppsveita, hafa vakið töluverða athygli enda er teymið hokið af reynslu og öllum hnútum kunnugir í landsliðsmálum.

Fótbolti
Fréttamynd

Afar ó­líkar til­lögur KSÍ og ÍTF um kjör­gengi

Ljóst er að stjórn KSÍ (Knattspyrnusambands Íslands) er á öndverðum meiði við stjórn ÍTF (Íslensks toppfótbolta) hvað varðar kjörgengi stjórnarmanna KSÍ. Tvær ólíkar tillögur liggja fyrir ársþingi KSÍ sem fram fer eftir rúmar tvær vikur.

Fótbolti
Fréttamynd

Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍA 1993 | Hinir ósnertanlegu

ÍA varð Íslandsmeistari með gríðarlegum yfirburðum 1993 og vann bikarkeppnina að auki. Skagamenn jöfnuðu stigamet og fjölga þurfti leikjum um níu til að markamet þeirra yrði slegið. ÍA kórónaði svo frábært tímabil með glæstum sigri á Hollandsmeisturum Feyenoord þar sem Ólafur Þórðarson skoraði frægt skallamark.

Íslenski boltinn