„Tvö bestu liðin berjast um titilinn“ Hinrik Wöhler skrifar 25. ágúst 2024 17:01 Pétur Pétursson, þjálfari Vals, stýrði liðinu til sigurs í miklum markaleik á Kaplakrikavelli í dag. Vísir/Anton Brink Pétur Pétursson, þjálfari Vals, hrósaði sigri á Kaplakrikavelli í dag þegar Valur sigraði FH í miklum markaleik. Leikurinn fór 4-2, Val í vil, og situr liðið á toppi Bestu deildar kvenna þegar hefðbundinni deildarkeppni er lokið. „Mjög sáttur með þrjú stig og spilamennsku liðsins líka,“ sagði Pétur skömmu eftir leik. Pétur var ánægður með frammistöðu liðsins í dag en Valur lenti óvænt 1-0 undir í upphafi leiks. Valur svaraði þó marki FH skömmu síðar og var staðan jöfn þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. „Það kemur kannski ekkert á óvart, þetta hefur verið svona í sumar líka. Þetta var bara frábært hvernig við brugðumst við því strax og nánast jöfnuðum strax. Stelpurnar spiluðu leikinn vel,“ sagði Pétur um byrjun leiksins. Eftir jafnan fyrri háfleik gáfu Valskonur í og skoruðu þrjú mörk í síðari hálfleik. Mörkin voru keimlík en þau komu eftir hnitmiðuð skot fyrir utan vítateig. „Þetta kom á óvart en sem betur fer voru þetta flott skot,“ sagði Pétur þegar hann var spurður út í markasúpuna í síðari hálfleik. Frábært tímabil hjá Val Eftir 18 umferðir skiptist deildin í tvennt þar sem sex efstu liðin leika sín á milli í efri hluta Bestu deildarinnar. Pétur er í skýjunum með stigasöfnun liðsins hingað til og að auki landaði liðið bikarmeistaratitlinum í síðustu viku. „Mér finnst þetta bara frábært. Það fóru 14 leikmenn frá okkur og nýtt lið búið til. Þá finnst mér þetta frábært tímabil hjá okkur.“ „Það er fimm leikir eftir núna og bara tvö bestu liðin berjast um titilinn og við sjáum hvar hann endar,“ bætti Pétur við þegar hann var spurður út í framhaldið. Sáttur með nýja hárstílinn Valur sigraði Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í síðustu viku.Vísir/Anton Brink Á dögunum vakti það athygli þegar þjálfarinn ákvað að aflita á sér hárið eftir að hafa landað bikarmeistaratitlinum. Pétur var spurður hvort hann hyggst breyta um hárlit ef liðið hreppir Íslandsmeistaratitilinn. „Þetta er bara minn hárlitur þegar ég var krakki þannig það er bara fínt að hafa þetta áfram,“ sagði Pétur og greinilegt að hann sé sáttur með nýja hárstílinn. Besta deild kvenna Valur Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
„Mjög sáttur með þrjú stig og spilamennsku liðsins líka,“ sagði Pétur skömmu eftir leik. Pétur var ánægður með frammistöðu liðsins í dag en Valur lenti óvænt 1-0 undir í upphafi leiks. Valur svaraði þó marki FH skömmu síðar og var staðan jöfn þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. „Það kemur kannski ekkert á óvart, þetta hefur verið svona í sumar líka. Þetta var bara frábært hvernig við brugðumst við því strax og nánast jöfnuðum strax. Stelpurnar spiluðu leikinn vel,“ sagði Pétur um byrjun leiksins. Eftir jafnan fyrri háfleik gáfu Valskonur í og skoruðu þrjú mörk í síðari hálfleik. Mörkin voru keimlík en þau komu eftir hnitmiðuð skot fyrir utan vítateig. „Þetta kom á óvart en sem betur fer voru þetta flott skot,“ sagði Pétur þegar hann var spurður út í markasúpuna í síðari hálfleik. Frábært tímabil hjá Val Eftir 18 umferðir skiptist deildin í tvennt þar sem sex efstu liðin leika sín á milli í efri hluta Bestu deildarinnar. Pétur er í skýjunum með stigasöfnun liðsins hingað til og að auki landaði liðið bikarmeistaratitlinum í síðustu viku. „Mér finnst þetta bara frábært. Það fóru 14 leikmenn frá okkur og nýtt lið búið til. Þá finnst mér þetta frábært tímabil hjá okkur.“ „Það er fimm leikir eftir núna og bara tvö bestu liðin berjast um titilinn og við sjáum hvar hann endar,“ bætti Pétur við þegar hann var spurður út í framhaldið. Sáttur með nýja hárstílinn Valur sigraði Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í síðustu viku.Vísir/Anton Brink Á dögunum vakti það athygli þegar þjálfarinn ákvað að aflita á sér hárið eftir að hafa landað bikarmeistaratitlinum. Pétur var spurður hvort hann hyggst breyta um hárlit ef liðið hreppir Íslandsmeistaratitilinn. „Þetta er bara minn hárlitur þegar ég var krakki þannig það er bara fínt að hafa þetta áfram,“ sagði Pétur og greinilegt að hann sé sáttur með nýja hárstílinn.
Besta deild kvenna Valur Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn