„Tvö bestu liðin berjast um titilinn“ Hinrik Wöhler skrifar 25. ágúst 2024 17:01 Pétur Pétursson, þjálfari Vals, stýrði liðinu til sigurs í miklum markaleik á Kaplakrikavelli í dag. Vísir/Anton Brink Pétur Pétursson, þjálfari Vals, hrósaði sigri á Kaplakrikavelli í dag þegar Valur sigraði FH í miklum markaleik. Leikurinn fór 4-2, Val í vil, og situr liðið á toppi Bestu deildar kvenna þegar hefðbundinni deildarkeppni er lokið. „Mjög sáttur með þrjú stig og spilamennsku liðsins líka,“ sagði Pétur skömmu eftir leik. Pétur var ánægður með frammistöðu liðsins í dag en Valur lenti óvænt 1-0 undir í upphafi leiks. Valur svaraði þó marki FH skömmu síðar og var staðan jöfn þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. „Það kemur kannski ekkert á óvart, þetta hefur verið svona í sumar líka. Þetta var bara frábært hvernig við brugðumst við því strax og nánast jöfnuðum strax. Stelpurnar spiluðu leikinn vel,“ sagði Pétur um byrjun leiksins. Eftir jafnan fyrri háfleik gáfu Valskonur í og skoruðu þrjú mörk í síðari hálfleik. Mörkin voru keimlík en þau komu eftir hnitmiðuð skot fyrir utan vítateig. „Þetta kom á óvart en sem betur fer voru þetta flott skot,“ sagði Pétur þegar hann var spurður út í markasúpuna í síðari hálfleik. Frábært tímabil hjá Val Eftir 18 umferðir skiptist deildin í tvennt þar sem sex efstu liðin leika sín á milli í efri hluta Bestu deildarinnar. Pétur er í skýjunum með stigasöfnun liðsins hingað til og að auki landaði liðið bikarmeistaratitlinum í síðustu viku. „Mér finnst þetta bara frábært. Það fóru 14 leikmenn frá okkur og nýtt lið búið til. Þá finnst mér þetta frábært tímabil hjá okkur.“ „Það er fimm leikir eftir núna og bara tvö bestu liðin berjast um titilinn og við sjáum hvar hann endar,“ bætti Pétur við þegar hann var spurður út í framhaldið. Sáttur með nýja hárstílinn Valur sigraði Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í síðustu viku.Vísir/Anton Brink Á dögunum vakti það athygli þegar þjálfarinn ákvað að aflita á sér hárið eftir að hafa landað bikarmeistaratitlinum. Pétur var spurður hvort hann hyggst breyta um hárlit ef liðið hreppir Íslandsmeistaratitilinn. „Þetta er bara minn hárlitur þegar ég var krakki þannig það er bara fínt að hafa þetta áfram,“ sagði Pétur og greinilegt að hann sé sáttur með nýja hárstílinn. Besta deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
„Mjög sáttur með þrjú stig og spilamennsku liðsins líka,“ sagði Pétur skömmu eftir leik. Pétur var ánægður með frammistöðu liðsins í dag en Valur lenti óvænt 1-0 undir í upphafi leiks. Valur svaraði þó marki FH skömmu síðar og var staðan jöfn þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. „Það kemur kannski ekkert á óvart, þetta hefur verið svona í sumar líka. Þetta var bara frábært hvernig við brugðumst við því strax og nánast jöfnuðum strax. Stelpurnar spiluðu leikinn vel,“ sagði Pétur um byrjun leiksins. Eftir jafnan fyrri háfleik gáfu Valskonur í og skoruðu þrjú mörk í síðari hálfleik. Mörkin voru keimlík en þau komu eftir hnitmiðuð skot fyrir utan vítateig. „Þetta kom á óvart en sem betur fer voru þetta flott skot,“ sagði Pétur þegar hann var spurður út í markasúpuna í síðari hálfleik. Frábært tímabil hjá Val Eftir 18 umferðir skiptist deildin í tvennt þar sem sex efstu liðin leika sín á milli í efri hluta Bestu deildarinnar. Pétur er í skýjunum með stigasöfnun liðsins hingað til og að auki landaði liðið bikarmeistaratitlinum í síðustu viku. „Mér finnst þetta bara frábært. Það fóru 14 leikmenn frá okkur og nýtt lið búið til. Þá finnst mér þetta frábært tímabil hjá okkur.“ „Það er fimm leikir eftir núna og bara tvö bestu liðin berjast um titilinn og við sjáum hvar hann endar,“ bætti Pétur við þegar hann var spurður út í framhaldið. Sáttur með nýja hárstílinn Valur sigraði Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í síðustu viku.Vísir/Anton Brink Á dögunum vakti það athygli þegar þjálfarinn ákvað að aflita á sér hárið eftir að hafa landað bikarmeistaratitlinum. Pétur var spurður hvort hann hyggst breyta um hárlit ef liðið hreppir Íslandsmeistaratitilinn. „Þetta er bara minn hárlitur þegar ég var krakki þannig það er bara fínt að hafa þetta áfram,“ sagði Pétur og greinilegt að hann sé sáttur með nýja hárstílinn.
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn